6.2.2009 | 13:23
Þegar ég verð stór...
Föstudagur í dag, falleg helgi framundan. Bretar að snjóa í kaf. Því kemur þetta heimaverkefni mér í hug.
3.2.2009 | 21:31
Hóllinn og Paradísarhola
Þetta minnir mig á fróðlegt fræðsluerindi sem ég fór á árið 2003. Það var var stórkostlegt að hlýða á Bryndísi Brandsdóttur hjá Raunvísindastofnun háskólans og Guðrúnu Helgadóttur frá Hafrannsóknastofnun, kynna niðurstöður úr rannsóknum á landgrunni Norðurlands, "Hafsbotninn á Tjörnesbeltinu". Magnað að sjá fjöll sem minntu á Herðubreið og Keili en flestum óþekkt. Misgengi eins og á Þingvöllum, setlög og gasmyndanir, gígaraðir og landslag sem er sláandi líkt og á landi. Rákir eftir hafísinn frá Ísöld og rákir eftir botnvörpur togara. Á þessari mynd má sjá þekkt fiskimið Grímseyinga, Hólinn og Paradísarholu.
Hafið er okkur að mestu ókunnugt, fyrir utan skipstjórana sem vita hvar einstaka hólar og rennur eru en það eru þeirra fiskileyndarmál. Íslendingar eru eftirbátar annarra þjóða í hafbotnsrannsóknum þó að við byggjum allt okkar á fiskveiðum.
![]() |
Hafsbotninn bætist við Google Earth |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 10:10
Valkyrie ****
"Meðan aðrir fylgdu skipunum fylgdi hann sannfæringu sinni". Þannig er boðskapur kvikmyndarinnar Valkyrie. Myndin segir frá 20 júlí launráðinu árið 1944 þegar hópur manna reyndi að ráða Hitler af dögum og koma nasistum frá völdum og snúa sér til bandamanna.
Alþingismenn Íslendinga eiga að fylgja sannfæringu sinni, þeir sverja þess eið en alltof oft hafa flokkshagsmunir verið teknir framfyrir þjóðarhagsmuni. Stundum getur verið erfitt að synda á móti straumnum og afleiðingarnar geta orðið skelfilega fyrir viðkomandi en orðstýr deyr eigi.
Tom Cruise leikur byltingarmanninn Claus Schenk Graf von Stauffenberg og fékk hlutverkið út af því að hann líktist aðalpersónunni. Tom er umdeildur leikari en kemst vel frá þessari mynd.
Ég hafði gaman að sjá hvernig áætlunin Valkyrja var hugsuð. En nafnið er sótt til óðsins Ride of the Valkyries eftir Wagner. Valkyrja er kvenkyns persóna úr norrænni goðafræði sem hafði það hlutverk að sækja fallna hermenn og koma þeim til Valhallar. Áætlun Valkyrja er ekkert annað en áætlun um rekstrarsamfellu en ég er mikill áhugamaður um það efni.
Lýsingin og áferðin er flott, einnig er mikið lagt í hljóðið. Því er þetta mynd sem vert er að horfa á í kvikmyndahúsi. Ekki hlaða svona verki niður af ólöglegu vefsvæði.
Helsti galli við myndina er að Þjóðverjarnir tala ensku til að uppfylla kröfur markaðarins en það er miklu tignalegra að heyra Hitler og Stauffenberg tala móðurmálið.
Þetta er mynd sem áhugamenn um seinni heimsstyrjöldina verða að sjá. Ekki er verra að hafa í huga að lesa bók sem kom út um jólin um sama efni.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 236874
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar