Bilderberg hópurinn

Heyrði athyglisverða kenningu í dag. Ég var spurður hvort ég teldi að Bilderberg hópurinn stæði á bak við bankakreppuna.  Ég taldi svo ekki vera. Hún væri Alan Greenspan fv. seðlabankastjóra Bandaríkjanna að kenna.   Það spurði viðmælandi mig hvort Bilderberg hópurinn stæði ekki á bak við Alan Greenspan?  Ég fór að pæla.


Hópurinn kom fyrst saman í Oosterbeek í Hollandi árið 1954 að frumkvæði Pólverjans Joseph Retinger og Bernhards Hollandsprins.

Kveikjan að hugmyndinni voru áhyggjur Retingers af aukinni andúð íbúa Vestur-Evrópu í garð Bandaríkjamanna og var yfirlýstur tilgangur hópsins að auka skilning milli Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku með óformlegum viðræðum milli helstu valdamanna landanna á flestum sviðum þjóðfélagsins. Með árunum hefur áhrifasvið hópsins þó teygt anga sína víðar, og meðal annars er stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak af mörgum talinn eiga rætur sínar að rekja til þeirra Bilderberg-manna.

Dulúðlegu fundirnir, sem að jafnaði eru haldnir árlega, fara fram víðs vegar í Evrópu og Norður-Ameríku og þá dugar ekkert minna en fimm stjörnu hótel undir öll fyrirmennin og herlegheitin.

Þrír Íslendingar eru í hópnum. Davíð Oddson, Geir Hallgrímsson og Björn Bjarnason. Jón Sigurðsson hefur einnig mætt á fund.

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/Bilderberg_Group

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=10356

http://www.vald.org


Densileg innköst

Flottur leikur hjá stelpunum okkar á hálum og köldum Laugardalsvellinum.   Það er horft víða á leikinn.  Ég fékk skeyti rétt áðan frá Ungverjalandi. Þar stóð m.a. annars:

"Ungverski þulurinn er mjög hrifinn af innköstum fimleikastelpunnar í liðinu".  Og svo heldur skrifari áfram. "Semsagt boðið uppá íslenskan kvennabolta á 1 sportrásinni hér núna".

Þrjú núll.... Ísland á EM!


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4:4

"A night to remember", söguð þulirnir á Sky.  Ekki eru þetta góðar minningar. Tveggja marka forysta Arsenal hrundi eins og íslenska bankakerfið á síðustu mínútunum. Að tapa tveim stigum á heimavelli og nokkrar sekúndur til leiksloka gegn neðsta liði deildarinnar, Tottenham er klúður. Með svona spilamennsku verður Arsenal aldrei enskur meistari. Kannski Evrópumeistari.

Þeir hafa oft verið magnaðir nágrannaslagirnir í norður Lundúnum. Skemmst er að minnast 5:4 leiksins fyrir fjórum árum er mörkin níu skiptust niður á jafnmarga leikmenn.

Þessi leikur minnti mig hins vegar á leik fyrir sjö árum á Lane. Pires hafði komið Arsenal yfir eftir áttatíu mínútna barning. Það var komið fram yfir níutíu mínútur. Arsenal-menn reyndu að bæta við öðru markinu. Pires og Kanu gerður heiðarlega tilraun. Sullivan varði, sparkaði langt fram og skyndilega berst boltinn til Poyet. Hann á laust skot að marki sem efnið Richard Wright, átti að verja auðveldlega en inn fór boltinn.  Pirrandi jafntefli var niðurstaðan.   Eftir þetta fóru Arsenal-menn að leika út að hornfána til að tefja leikinn og geta varist.  Þetta bragð gleymdist í kvöld.

 


mbl.is Liverpool áfram á toppnum í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auður er valtastur vina

Í dag fer fram Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins og Veturnáttablót félagsins haldið í kvöld. En fyrsti vetrardagur er í dag.

Útrásarvíkingarnir og stjórn peningamála hefði átt að tileinka sér forna visku úr Hávamálum. Fornmenn vissu eins og kemur fram í Hávamálum að auður er “valtastur vina” og aðeins eitt getur lifað ævinlega og það er góður orðstýr.

Fullar grindur 
sá eg fyr Fitjungs sonum.
Nú bera þeir vonar völ.
Svo er auður
sem augabragð:
hann er valtastur vina.


1975

Fimm sannanir fyrir því að árið 1975 er komið aftur. 

1. Við eigum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er Sjálfstæðismaður


Nýjasta pick-up línan á djamminu: “Sæl, ég er ríkisstarfsmaður”


Perú og IMF

Árið 1992 var ég ásamt þrem félögum að ráðgera ferð til S-Ameríku. Þetta var engin helgarferð. Hálft ár var ráðgert í ferðalagið.  Einn ferðafélaginn var ættaður frá Kólumbíu en restin var af íslensku bergi brotin.  Ráðgert var að heimsækja öll lönd álfunnar nema Perú. Þar var ástandið hörmulegt. Boðskapurinn fyrir að heimsækja Perú var sá. Þú verður örugglega rændur og líklega drepinn.  Ástæðan var sú að Perú hafði neitað að greiða skuldir sínar til IMF nokkru áður. IMF og alþjóðasamfélagið skrúfaði fyrir öll viðskipti við landið og gífurleg fátækt varð niðurstaðan.

Tuttugu og tveim árum síðar  ákvað seðlabankastjóri einn á Norðurlöndum að gera það sama og forseti Perú, Alan Garcia Perez. Hann sagði opinberlega að þjóðin myndi ekki greiða meintar skuldir sínar erlendis. Alþjóðasamfélagið fyrsti Norðurlandaþjóðina fyrir vikið. Aldrei geta menn lært af sögunni. 

Af ævintýraferðinni varð. Ég datt úr skaftinu í Evrópu en hin þrjú héldu við upphaflega áætlun. Heimsóttu öll lönd Rómönsku Ameríku nema Perú. Þau komu öll heil heim og sluppu við rupl. Ég sé enn eftir því að hafa ekki tekið þessari áskorun og ferðast eins og læknanemarnir Ernesto Guevara de la Serna og Alberto Grando um álfuna. Drekka í mig sögu og menningu þjóðanna.

Nú er ég að lesa bókina um Che og sé enn meira eftir því að hafa ekki svalað ævintýraþorstanum.  Ég er að undirbúa mig undir baráttu fyrir hið Nýja Ísland. Bókin um Che er góð lesning. Ég mun fjalla um hana síðar.


3. sætið af 192

Þriðja sætið af hundraðníutíuogtveim er kannski ekki slæmur árangur í Öryggisráðsleiknum.   Íslenska karla knattspyrnulandsliði er í 104. sæti á FIFA listanum en handboltamennirnir í öðru.

En þetta er arfleifð frá Davíð og Dóra.


Örnefni íslenskra jökla

Var að skima yfir bókina Geographic Names of Iceland's Glaciers: Historic and modern eftir jarðfræðingana Odd Sigurðsson  og Richard S. Williams, Jr.

Mér líst ljómandi vel á verkið hjá félögunum. Þarna eru 269 nútíma jöklanöfn talin upp og jöklarnir flokkaðir niður eftir gerð. Alls eru jöklanöfnin á sjötta hundrað en sumir jöklar hafa gengið undir nokkrum eldri nöfnum. T.d Vatnajökull, hann hefur borði nöfnin Klofajökull, Austurjökull, Austurjöklar og Grímsvatnajökull.

Jöklar eru vel skilgreindir í byrjun. Flottar skýringamyndir og ljósmyndir sem flestar eru teknar úr lofti í góðu veðri. Mig dauðlangar í jöklaferð þegar ég sé sumar hverjar.  Það er greinilega mikið og skemmtilegt verk framundan við að safna jöklum hjá mér. Þessi bók gefur nýja vídd í jöklaferðir. Öll tvímæli um nöfn íslenskra jökla eru hér með tekin af. 

Bókin er komin út á ensku og íslensk  útgáfa væntanleg. Hægt er að nálgast ensku útgáfuna á .pdf formi.

Frábært og stórmerkilegt framtak hjá höfundum.

Örnefni íslenskra jökla


Fátt er svo með öllu illt

Fór á minningar tónleika um Vilhjálm Vilhjálmsson í gær. Tónlistarlandsliðið var mætt til leiks og stóð sig vel. Það er mikilvæg auðlind sem ekki verður tekin frá okkur. Umgjörðin var glæsileg. Góðir og vel merktir stólar til  að sitja á og flott myndrænt svið vel skreytt skjáum í svörtum sal Laugardalshallarinnar. Stórhljómsveit var á sviði skipuð valinum manni í hverju rúmi. Flutt voru 34  lög af nálægt tuttugu flytjendum.  Ég var í yngri kanti tónleikagesta.

Mikið var lagt í tónleikana og myndmiðillin vel nýttur. Gagnleg innslög og viðtöl komu á milli laga og myndauðu góða heild. Við kynntumst Vilhjálmi betur og tíðarandanum.  Óvæntustu innkomuna átti sonur Vilhjálms, Jóhann Vilhjálmsson í laginu Lítill drengur. Helgi Björnsson kom sterkur inn, sérstaklega í laginu Ég labbaði í bæinn. Bubbi fór vel með Hrafninn og nafni minn Rósinkrans byrjaði af krafti með Bíddu Pabbi og Heimkoma.  Einnig var gaman að heyra í Helenu Eyjólfs og Þorvaldi á sjó. Aðrir landsliðsmenn stóðu sig með prýði en þrátt fyrir mikla hæfileika, náðu þeir ekki að toppa Vilhjálm.  Upprunalega lagið er alltaf betra enda maðurinn með tæra og hreina rödd með einstæðum íslenskum framburði.   Ómar Ragnarsson átti marga texta  í syrpunni og sýnir það hversu fjölhæfur maður hann er. Besta lagið og frumlegasta framkoman var í laginu Tölum saman, en þar átti Vilhjálmur sviðið. Söngurinn var leikinn af bandi en undirleikur var fagmannlega leikinn af stórsveitinni.

Á tónleikunum fór maður 30 ár aftur í tímann. Ég náði fínni nostalgíu og tengingunni víð tímann en hann fylgir efnahaginum, en þar erum við einnig komin þrjátíu ár aftur í tíman eftir síðustu hamfarir. Þetta var annars ágætis tími, enginn leið skort.  Efni tónleikanna á vel við í dag og sáu tónleikahaldarar skemmtilegan vinkil á lagavali. Endað var á laginu Fátt er svo með öllu illt en það á vel við í dag til að setja kraft í mannsskapinn.

En hugurinn hvarflaði þrjátíu ár aftur í tímann þegar Vilhjálmur hvarf af sviðinu.

Ég man þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson lést. Þá var ég að keppa á  Íslandsmóti í skák U-14 ára. Ég man að ég byrjaði mótið illa. Ég man að á degi tvö gekk mér vel og komst á hátt borð. Ég man að mér var rúllað upp og ákvað að koma ekki nálægt þessum snillingum á efstu borðum. Ég man eftir sigurvegaranum, Jóhann Hjartarson hét hann. Ég man að Halldóra systir var að tefla á mótinu og vakti mikla athygli en hún glímdi við nöfnu sína frá Eskifirði. Ég man að Vilhjámsæði greip um sig, ekki ósvipað og þegar Elvis lést nokkru áður.

 Eftirminnilegir tónleikar og gæsahúð gerði vart við sig.


Dofinn

Maður er hálf dofinn eftir ævintýri dagsins. Var að vona að botninum væri náð síðasta mánudag, en jökulsprungan er dýpri en maður hélt. Vonum að hún sé V-laga. Næsti mánudagur verður betri.

Heyrði þetta spakmæli, sem upphaflega er ættað úr Hávamálum en hefur þróast á góðum stað í dag.

"Margur verður að aurum api og af seðlum górilla."


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Okt. 2008
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 236912

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband