Vegaslóði við bakka Langasjávar

Mikil umræða hefur verið um vegaslóða eftir þarfa grein frá fv. umhverfisráðherra, Kolbrúnu Halldórsdóttur.  Friðlandið í Þjórsárverum er helzt til umræðu.

Um miðjan ágúst var ég ásamt góðum gönguhóp á vegum Augnabliks að upplifa fegurðina við Langasjó.  Hægt er að fara eftir vegaslóða fyrir ofan vatnið og upp á Breiðbak (1.018 m). Þaðan er hægt að komast í Jökulheima og er sú leið oft farin af jeppamönnum. 

Einnig er slóði eftir jeppa meðfram vestari bakka Langasjávar. Leitarmenn hafa notað hann til að komast inn eftir vatninu.  Í nýjustu útgáfu GPS kortagrunns er slóði þessi merktur inn. Stundum þarf að krækja fyrir kletta og keyra út í vatnið.

Ung par fór eftir upplýsingum úr GPS tæki á jeppling sínum og fylgdi slóðanum meðfram vatninu  (sjónum) langa. Það komst alla leið, tæpa 20 km en keyrði lúshægt. Því dauðbrá, það taldi að slóðinn (vegurinn) væri betri út af því að hann væri merktur inn á kortagrunninn.
Það þarf að flokka vegslóðana á hálendinu betur.

IMG_3882

Krækja þarf fyrir móbergshrygginn sem skagar út í vatnið til að komast áfram. Vegslóðinn er um 16 km frá Sveinstind og liggur eftir bakkanum norðanverðum. Gæti verið í svokallaðri Bátavík, eigi langt frá tíu skeyta skeri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Vatnaleið er leiðin kölluð.

Hér er frétt á mbl.is frá 29. ágúst 2009, Ekki fyrir hvern sem er að fara þarna

http://www.mbl.is/ferdalog/frett/2009/08/29/ekki_fyrir_hvern_sem_er_ad_fara_tharna/

„Heimamenn fara þessa leið í smalamennsku. Ég hélt að þessi slóði væri hvergi inni í þessum græjum en hann er víst búinn að vera þarna í nokkur ár,“ sagði Brynhildur. „Maður keyrir út í vatnið á mörgum stöðum. Það er grunnt svona fjóra metra út frá bakkanum og víða mjög grýtt. Þar fyrir utan er bara sandbleyta og hyldýpi. Þegar ég fer þarna með heimamönnum keyra þeir alveg uppi í fjörunni. Einu sinni fór ég í trússferð með bílstjóra sem var ekki nógu kunnugur. Hann fór aðeins of utarlega og við misstum afturdekkið í sandbleytu.“

Sigurpáll Ingibergsson, 30.8.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 226717

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband