Hólárjökull 2017

Jöklarannsóknir mínar halda áfram. Ávallt ţegar ég keyri framhjá Hólárjökli sem var einn af tignarlegum skriđjöklum úr Örćfajökli, ţá smelli ég ljósmynd af honum. Hólárjökull er rétt austan viđ Hnappavelli. Hólá kemur frá honum.

Efri samsetta myndin var tekin 5. ágúst 2016 í súld og 13. ágúst 2017 í fallegu veđri. Tungan hefur ađeins styst á milli ára. Neđri myndin er samsett og sú til vinstri tekin 16. júlí 2006 en hin ţann 5. ágúst 2015.  Ţađ sést glöggt ađ jökultungan hefur styst og jökullin ţynnst, nánast horfiđ.  Rýrnun jöklanna er ein afleiđingin af hlýnun jarđar.

Áriđ 2006 voru íslenskir jöklar útnefndir međal sjö nýrra undra veraldar af sérfrćđingadómstól ţáttarins Good Morning America á bandarísku sjónvarpsstöđinni ABC. Íslensku jöklarnir urđu fyrir valinu vegna samspils síns viđ eldfjöllin sem leynast undir íshellunni.

Jöklarnir vita svo margt. Viđ erum ađ tapa ţeim međ ósjálfbćrri hegđun okkar.

En hvađ getur almenningur best gert til ađ minnka sótsporiđ? Í rannsókn hjá IPO fyrr á árinu kom fram: Til ţess ađ hafa raunveruleg áhrif á loftslagsbreytingar ţarf komandi kynslóđ ađ taka upp bíllausan lífsstíl, eignast fćrri börn, draga úr flugferđum og leggja meiri áherslu matarćđi sem byggir á grćnmeti. Sá sem neytir fyrst og fremst grćnmetisfćđis leggur fjórum sinnum meira af mörkum til minnkunar losunar en sá sem ađeins flokkar og endurvinnur rusl. Ţetta eru ţćr ađferđir sem skila mestu, bćđi ţegar horft er til losunar og áhrifa á stefnumörkun.

Hólárjökull 2017 og 2016

Loftslagsbreytingar eru stađreynd og hitastig breytist međ fordćmalausum hrađa. Viđ ţurfum ađ hafa miklar áhyggjur, jöklarnir bráđna og sjávarstađa hćkkar međ hćkkandi hita og höfin súrna.

Fyrirtćki og almenningur ţarf úr útblćstri jarđefnaeldsneytis og á međan breytingarnar ganga yfir, ţá ţarf ađ kolefnisjafna. Annađ hvort međ gróđursetningu trjáa eđa endurheimt votlendis.Einnig ţarf ađ ţróa nýja tćkni.

Hólárjökull 2006 og 2015Jökulsporđurinn er nćr horfinn. En hann hefur í fyrndinni náđ ađ ryđja upp jökulruđningi og mynda garđ.

Sjá:
Hólárjökull 2007 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/259538/
Hólárjökull 2008 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/611572/
Hólárjökull 2009 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/911196/
Hólárjökull 2011 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1192311/

Hólárjökull 2012 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1253486/

Hólárjökull 2015 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1920380/

Hólárjökull 2016 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/2177752/?t=1470576153


Hafnarmúli (um 300 m)

Hafnarmúli er snarbrattur međ flughömrum milli Mosdals og Örlygshafnar í Patreksfirđi gengt ţorpinu. 

Neđan viđ veg númer 612 er hćgt ađ leggja bílum og hefja göngu inn Mosdal, upp hálsinn og ganga eftir toppnum ađ vörđu á fremsta hluta Hafnarmúla. Gangan upp tekur einn knattspyrnuleik og ţađ borgar sig ekki ađ reyna ađ stytta sér leiđ upp fjallshlíđina, heldur fylgja slóđa upp hálsinn ađ vörđu fremst á fjallinu.

Á leiđinni er tilvaliđ ađ stoppa viđ Garđar BA64, elsta stálbát Íslendinga í fjörunni í Skápadal og koma viđ í Sauđlauksdal. Eftir gönguferđ er sniđugt ađ koma viđ á Minjasafni Egils Ólafssonar ađ Hnjóti.

Magdalena Thoroddsen lýsir svo bjarginu:

Flestum gćđum foldar rúinn
fjalladjásn međ klettaskörđ.
Hafnarmúlinn hömrum búinn
heldur vörđ um Patreksfjörđ.

Útsýni af Hafnarmúla er stórgott yfir Patreksfjörđ. Ţorpiđ međ bćjarfjalliđ Brellur á ská á móti. Núpurinn Tálkni beint á móti međ ekta vestfirska fjallabyggingu. Dýrđin er ađ horfa niđur í Örlygshöfn, sjá litadýrđina í vađlinum, gyllta sanda, grćn tún, grćnan sjó og blátt haf. Ógleymanlegt.

Hafnarmúli er helst ţekktur fyrir hörmulegt sjóslys. Í ofviđri 1. desember 1948, fórst enski togarinn Sargon undir Hafnarmúla í Patreksfirđi og fórust međ honum 11 manns en 6 tókst ađ bjarga.

Í Lýsing Íslands eftir Ţorvald Thoroddsen segir um Hafnarmúla: "austan viđ vađalinn í Örlygshöfn er Hafnarmúli, snarbrattur og hvass ađ ofan einsog saumhögg,"    Ekki skil ég alveg hvađ Ţorvaldur á viđ međ lýsingunni "ađ ofan eins og saumhögg" en ađ ofan er fjalliđ jafnslétt og mosagróiđ ţó laust grjót sé en saumhögg er hvass ţrístrendur hryggur.  

Eftir göngu á Hafnarmúla var fariđ í sund í Barmahlíđ á Patreksfirđi. Úr heitu pottinum sér göngumađur ađ múlinn sker sig ađeins úr fjallasalnum međ gylltar fjörur sunnan fjarđar.

Hafnarmúli

Varđa nálćgt fremsta hluta Hafnarmúla, á móti er hinn bratti núpur Tálkni, hann skilur Patreksfjörđ frá Tálknafirđi. Selárdalshlíđar sjást handan Tálkna.

Dagsetning: 2. ágúst 2017 – Yfirdráttardagurinn
Hćđ: Um 300 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 12 metrar viđ bílastćđi viđ Mosá
Hafnarmúli varđa (282 m): (N:65.34.862 - W:24.05.474)
Hćkkun: 270 metrar
Uppgöngutími Hafnarmúli: 100 mín (09:50 - 11:30) 4,2 km
Heildargöngutími: 190 mínútur (09:50 - 13:00)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 8,4 km
Veđur kl. 12.00: Skýjađ, S 1 m/s, 11°C 
Ţátttakendur: Villiendurnar, 8 ţátttakendur 
GSM samband: Já
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Vel sýnileg leiđ međ stórgrýti í uppgöngu. Mosavaxiđ ađ ofan.

Heimild:

Lýsing Íslands:  Ţorvaldur Thoroddsen  


Lónfell (752 m)

„og nefndu landiđ Ísland.“

"Ţá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norđur yfir fjöllin fjörđ fullan af hafísum. Ţví kölluđu ţeir landiđ Ísland, sem ţađ hefir síđan heitiđ." 

Fyrir fjallgöngufólk er ganga á Lónfell skylduganga á fornfrćgt fell. Héđan var landinu gefiđ nafniđ Ísland. Fjörđurinn er Arnarfjörđur sem blasir viđ af toppnum. Göngumenn trúa ţví.

Fjalliđ er formfagurt og áberandi úr Vatnsfirđinum, ekki síst frá Grund ţar sem Hrafna-Flóki byggđi bć sinn og dvaldi veturlangt viđ illan kost. 

Lagt var á Lónfell frá Flókatóftum í Vatnsfirđi, upp Penningsdal frá skilti sem á stendur Lómfell og er vel merkt leiđ á toppinn. Gangan hófst í 413 m hćđ og hćkkun um 339 metrar. Töluvert stórgrýti er ţegar nćr dregur fjallinu. 

Ofar, í Helluskađi nćr vegamótum er annađ skilti og hćgt ađ ganga hryggjaleiđ en mér sýndist hún ekki stikuđ og ađstađa fyrir bíla léleg.

Eftir 90 mínútna göngu var komiđ á toppinn og tók á móti okkur traust varđa og gestabók. Viđ heyrđum í lómi og sáum nokkur lón á heiđinni. Langur tími var tekinn viđ ađ snćđa nesti og nokkrar jógaćfingar teknar til ađ hressa skrokkinn.

Á leiđinni rifjuđu göngumenn upp deilur á milli manna á tímum vesturferđa og ortu sumir níđvísur um landi og kölluđu ţađ hrafnfundiđ land en einn af ţrem hröfnum Flóka fann landiđ. Ađrir skrifuđu og ortu um sveitarómantíkina.

Franskt par úr Alpahéruđum Frakklands fylgdi okkur og ţekkti söguna um nafngiftina. Ţeim fannst gangan áhrifamikil. Ekkert svona sögulegt fjall í Frakklandi.

Lónfell-Vatnsfjörđur

Af Lónfelli er víđsýnt og ţar sér um alla Vestfirđi og Vatnsfjörđurinn, Arnarfjörđurinn og Breiđafjörđurinn međ sínar óteljandi eyjar lá ađ fótum okkar.

Lómfell
Á skiltinu viđ upphaf göngu stóđ Lómfell og vakti ţađ athygli okkar. Einnig hafđi vinur minn á facebook gengiđ á felliđ daginn áđur og notađi orđiđ Lómfell. Ég taldi ađ hann hefđi gert prentvillu. Hann hélt nú ekki! Er hér Hverfjall/fell deila í uppsiglingu?

Ég spurđi höfund göngubókar um Barđaströnd, Elvu Björg Einarsdóttur um örnefnin en hún ólst upp viđ ađ fjalliđ héti Lónfell og um ţađ töluđu og tala flestir sveitungar hennar. En eftir ađ björgunarsveitin Lómur var stofnuđ um miđjan 9. áratug síđustu aldar fór ađ bera á Lómfells-heitinu og ţá var nafniđ skírskotun í felliđ - enda mynd af fellinu í merki sveitarinnar og kallmerkiđ "Lómur." 

"Á kortum kemur alls stađar fram Lónfell, nema e.t.v. á ţeim yngstu. Örnefnaskrár fyrir Barđaströnd tala einnig um Lónfell en á einum stađ í örnefnaskrá fyrir bć í Arnarfirđi sá ég talađ um Lómfell. Ég hef rćtt máliđ viđ stofnun Árna Magnússonar (Örnefnastofnun) og ţar segja ţau mér ađ vera sćla međ ađ svo mikill hljómgrunnur sé í heimildum fyrir "Lónfelli" en fyrst ađ fólk nefni fjalliđ einnig "Lómfell" sé ekki hćgt ađ skera úr um hvort sé réttast - svo sé oft um örnefni og ađ ţau breytist - ţađ vitum viđ.

Margir Barđstrendingar voru hvumsa viđ ađ sjá nafniđ á skiltinu og ég held ađ mikilvćgt sé ađ setja upp annađ skilti ţar sem nafniđ ,,Lónfell" kemur fram - líklega er réttast ađ ţau standi bćđi :)"

Upplifun viđ söguna er engu líki og vel áreynslunnar virđi.

Fjallasýn

Stórgrýtt leiđ. Ýsufell, Breiđafell, Klakkur og Ármannsfell rísa upp. Norđan ţessara fjalla lá hinn forni vegur Hornatćr milli Arnarfjarđar og Vattarfjarđar.

Arnarfjörđur

Hér sér niđur í Arnarfjörđ sem er fullur af eldislaxi, hefđi landiđ fengiđ nafniđ Laxaland!

Dagsetning: 3. Ágúst 2017
Hćđ: 752 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 413 metrar viđ skilti (N:65.37.431  - W:23.13.728)
Lónfell (752 m): (N:65.38.386 - W:23.11.871)
Hćkkun: 339 metrar
Uppgöngutími Lónfell: 90 mín (09:40 - 11:10) 3,3 km
Heildargöngutími: 370 mínútur (09:40 - 12:50)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 6,6 km
Veđur kl. 12.00: Skýjađ, NNA 2 m/s, 12°C 
Ţátttakendur: Villiendurnar 7 ţátttakendur 
GSM samband: Já
Gestabók: Já
Gönguleiđalýsing: Mjög vel stikuđ leiđ međ stórgrýti er á gönguna líđur

Heimild:
Barđastrandarhreppur göngubók, Elva Björg Einarsdóttir, 2016


Sandsheiđi (488 m)

Sandsheiđi er gömul alfaraleiđ á milli Barđastrandar og Rauđsands. Gatan liggur upp frá Haukabergsrétt viđ norđanverđan Haukabergsvađal um Akurgötu, Hellur, Ţverárdal, Systrabrekkur ađ Vatnskleifahorni.

Ţar eru vötn og ein tjörnin heitir Átjánmannabani en hún var meinlaus núna. Níu manna gönguhópurinn hélt áfram upp á Hvasshól, hćsta punkt og horfđi niđur í Patreksfjörđ og myndađist alveg nýtt sjónarhorn á fjörđinn. Uppalinn Patreksfirđingur í hópnum varđ uppnuminn af nostalgíu. Nafniđ Hvasshóll er mögulega komiđ af ţví ađ hvasst getur veriđ ţarna en annađ nafn er Hvarfshóll en ţá hefur Rauđasandur horfiđ sjónum ferđamanna. Ţađ var gaman ađ horfa yfir fjörđinn hafiđ og fjallahringinn og rifja upp örnefni.

Vađall

Ţegar horft var til baka af Akurgötu skildi mađur örnefniđ vađall betur, svćđi fjöru sem flćđir yfir á flóđi en hreinsast á fjöru, minnir á óbeislađa jökulá.

Áfram lá leiđin frá Hvasshól,um Gljá og niđur í Skógardal á Rauđasand. Á leiđ okkar um dalinn gengum viđ fram á Gvendarstein (N:65.28.154 - W:23.55.537), stóran steinn međ mörgum smáum steinum ofaná. Steinninn er kenndur viđ Guđmund góđa Hólabiskup. Sú blessun fylgir steininum ađ leggi menn ţrjá steina á hann áđur en lagt er upp í för komast ţeir heilir á leiđarenda um villugjarna heiđi. Endađ var viđ Móberg á Rauđasandi eftir 16 km. göngu. Algengara er ađ hefja gönguna ţađan.

Gljá

Góđur hluti háheiđinnar er svo til á jafnsléttu, heitir Gljá. Ţađ sér í Molduxavötn sem bera nafn sitt af stökum grjóthólum eđa klettastöpum er nefnast Molduxar. Molduxi ţýđir stuttur, ţrekvaxinn mađur.

Á leiđinni yfir heiđina veltu göngumenn fyrir sér hvenćr Sandsheiđin hafi veriđ gengin fyrst. Skyldi hún hafa veriđ notuđ af Geirmundi heljarskinni og mönnum hans í verstöđinni á Vestfjörđum? Ekki er leiđin teiknuđ inn á kort í bókinni Leitin ađ svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson.

Sandsheiđin er einstaklega skemmtileg leiđ í fótspor genginna kynslóđa.

Ţegar á Rauđasand er komiđ verđlaunađi gönguhópurinn sig međ veitingum í Franska kaffihúsinu en bílar höfđu veriđ ferjađir daginn áđur. Landslagiđ á stađnum er einstakt,afmarkast af Stálfjalli í austri og Látrabjargi í vestri og fyllt upp međ gylltri fjöru úr skeljum hörpudisks.

Síđan var haldiđ ađ Sjöundá og rifjađir upp sögulegir atburđir sem gerđust fyrir 215 árum ţegar Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir myrtu maka sína.

Ađ lokum var heitur Rauđasandur genginn á berum fótum og tekiđ í strandblak.

Dagsetning: 1. Ágúst 2017
Hćđ: 488 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 16 metrar viđ Haukabergsrétt (N:65.28.833 - W:23.40.083)
Hvasshóll (488 m): (N:65.29.892 - W:23.46.578)
Móberg upphaf/endir (29 m): (N:65.28.194 - W:23.56.276)
Hćkkun: 462 metrar
Uppgöngutími Hvasshóll: 180 mín (09:30 - 12:30) 8 km
Heildargöngutími: 360 mínútur (09:30 - 15:30)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 16 km
Veđur kl. 12.00: Léttskýjađ, ANA 3 m/s, 12,4 °C
Ţátttakendur: Villiendurnar 9 ţátttakendur
GSM samband: Já, mjög gott
Gestabók: Nei
Gönguleiđalýsing: Vel gróiđ land í upphafi og enda međ mosavöxnum mel á milli um vel varđađa ţjóđleiđ

Heimild:
Barđastrandarhreppur göngubók, Elva Björg Einarsdóttir, 2016


Móskarđshnjúkur (807 m)

Eitt markmiđ hjá mér er ađ ganga á bćjarfjalliđ Esjuna ađ lágmarki einu sinni á ári. Í ár var haldiđ á Móskarđshnjúka en ţeir eru áfastir Esjunni. Tekinn var Móskarđshringur frá austri til vesturs á hnjúkana ţrjá.

Ađeins austasti hnjúkurinn hét Móskarđshnjúkur, hinir voru nafnlausir, en Móskörđ var nafn á hnjúkaröđinni allri. Víst er ađ austasti hnjúkurinn er tignarlegastur, enda afmarkađur af djúpum skörđum á báđa vegu. Ţessir hnjúkar eru úr líparíti og virđist ćvinlega skína á ţá sól vegna ţeirra ljósa litar.

Lagt var á Móskarđshnúk frá Skarđsá og haldiđ upp Ţverfell og stefnan tekin fyrir ofan Bláhnjúk. Ţađ var ţoka á austustu tindunum en veđurspá lofađi jákvćđum breytingum. Leiđin er stikuđ og vel sýnileg göngufólki. Reyndir göngumenn á Móskörđ segja ađ leiđin sé greinilegri á milli ára.

Eftir ađ hafa gengiđ í rúma ţrjá kílómetra á einum og hálfum tíma, ţá var toppi Móskarđshnjúks náđ en skýin ferđuđust hratt. Á leiđinni á toppinn á hnjúknum var stakur dökkur drangur sem gladdi augađ. Ţađ var hvasst á toppnum skýin ferđuđust hratt. 

Útsýni gott yfir Suđvesturland, mistur yfir höfuđborginni. Fellin í Mosfellsbć glćsileg, Haukafjöll og Ţrínhnúkar. Vötnin á Mosfellsheiđi sáust og hveralykt fannst, líklega frá Nesjavöllum. Skálafell, nágranni í austri međ Svínaskarđ sem var ţjóđleiđ norđur í land. Í norđri var Trana og Eyjadalur og í vestri voru Móskarđsnafnarnir, Laufskörđ og Kistufell.

Glćsileg fjallasýn eđa eins og Jón Kalmann Stefánsson skrifar í Himnaríki og Helvíti: "Fjöllin eru ekki hluti af landslaginu, ţau eru landslagiđ."

Haldiđ var af toppnum niđur í skarđiđ og leitađ skjóls og nesti snćtt. Síđan var haldiđ á miđhnjúkinn (787 m), síđan á ţann austasta (732 m) og niđur međ Grjáhnjúk (Hrútsnef).

Ţórbergur Ţórđarson á skemmtilega lýsingu af líparítinu í Móskarđshnjúkum sem eru hluti af 1-2 milljón ára gamalli eldstöđ (Stardalseldstöđinni) í Ofvitanum. En rigningarsumariđ 1913 ćtlađi hann ađ afla sér tekna međ málningarvinnu. Ţađ var ekkert sólskin á tindunum. Ţađ var grjótiđ í ţeim, sem var svona á litinn. Náđu Móskarđshnjúkar ađ blekkja meistarann í úrkominni. 

Móskarđshnjúkur

Tignarlegur Móskarđshnjúkur, 807 metrar. Trana (743 m) tranar sér inn á myndina til vinstri og Skálafell međ Svínaskarđ á milli er til hćgri.

Dagsetning: 25. júlí 2017
Hćđ: 807 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 130 metrar viđ Skarđsá
Hćkkun: 677 metrar, heildarhćkkun 814 metrar
Heildargöngutími: 240 mínútur (11:00 - 15:00)
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd: 8 km
Veđur kl. 12.00 Ţingvellir: Skýjađ, S 3 m/s, 15,4 °C og 69% raki
Ţátttakendur: Skál(m), 3 ţátttakendur
GSM samband: Já, mjög gott
Gönguleiđalýsing: Gróiđ land og brattar skriđur

Heimildir
Íslensk fjöll, Gönguleiđir á 151 tind, Ari Trausti Guđmundsson og Pétur Ţorleifsson
Morgunblađiđ, Bćjarfjalliđ Esja, Sigrún Huld Ţorgrímsdóttir, 25. nóvember 2000.


Elon Musk

Elon MuskElon Musk er enginn venjulegur mađur. Fremstur frumkvöđla í dag og er ađ skapa framtíđ sem er í anda gullaldar vísindaskáldskaparins.

Var ađ klára vel skrifađa kilju um forstjóra SpaceX, milljarđamćringinn, frumkvöđulinn, fjárfestinn, verkfrćđinginn og uppfinningamanninn Elon Musk eftir Ashlee Vance.  En nafniđ Musk hefur oft heyrst í sambandi viđ nýsköpun, sjálfbćrni og frumkvöđlastarfsemi undanfariđ.

Ćvi

Elon Musk fćddist í Pretoríu í Suđur Afríku 28. júní 1971 og er ţví 46 ára gamall. Hann átti erfiđa ćsku, lenti í einelti og foreldrar hans skildu. Bjó hann hjá föđur sínum en foreldrar hans og afar og ömmur  voru ćvintýragjarnt fólk.  Hann virđist hafa veriđ á einhverfurófi. Elon var einfari og nörd, öfugt viđ systkini sín, hann las mikiđ og mundi allt sem hann las. Ţegar allar bćkur á bókasafninu höfđu veriđ lesnar, sérstaklega ćvintýrabćkur, sci-fi og teiknimyndasögur fór hann ađ lesa Encyclopaedia Britannica alfrćđiorđabókina.

Forritunarhćfileikar fylgdu í vöggugjöf og 10 ára gamall lćrđi hann upp á eigin spýtur forritun. Tólf ára gamall skrifađi hann tölvuleikinn Blastar og seldi tölvutímariti. Hann var nörd!

Ţegar hann útskrifađist úr menntaskóla 18 ára ákvađ hann ađ fara til Kanada en móđurćtt hans kom ţađan. Ađskilnađarstefnan í Suđur Afríku og vandamál tengd henni gerđu landiđ ekki spennandi fyrir snilling.

Í Kanada vann hann fyrir sér og gekk í háskóla en draumurinn var ađ flytja til Bandaríkjanna og upplifa drauminn ţar í Silicon Valley.  Eftir háskólanám í Pennsylvaniu hóf hann áriđ 1995 doktorsnám í Stanford University í Kaliforníu og stofnađi međ bróđur sínum nýsköpunarfyrirtćki sem vann ađ netlausninni Zip2.  Eftir mikla vinnu ţá var fyrirtćkiđ selt til Compaq fyrir gott verđ. Var hann ţá orđinn milljónamćringur. Ţá var ráđist í nćsta sprotaverkefni sem var X.com, rafrćnn banki sem endađi í PayPal. Fyrirtćkiđ var síđan selt eBay uppbođsfyrirtćkinu og söguhetjan orđinn yngsti milljarđamćringur heims.

Nćsta skref var ađ láta ćskudraum rćtast,nýta auđćfin og helga sig geimnum.  Áriđ 2002 stofnađi hann geimferđafyrirtćkiđ SpaceX sem hannar endurnýtanlegar geimflaugar. Markmiđiđ er ađ flytja vörur út í heim og hefja landnám á reikistjörnunni Mars.  Ţegar geimćvintýriđ var komiđ vel á veg ţá stofnađi hann rafbílafyrirtćkiđ Tesla sem og markmiđiđ sjálfbćrir og sjálfkeyrandi bílar. 

Einnig er hann stjórnarformađur í SolarCity, ráđgjafarfyrirtćki sem innleiđir sjálfbćrar lausnir fyrir húseigendur.

Ţađ er áhugavert ađ sjá hvađ Musk lagđi mikiđ á sig til ađ koma netfyrirtćkjum sínum áfram, stanslaus vinna og uppskeran er ríkuleg.

Musk telur ađ lykillinn ađ sköpunargáfu sinni hafi komiđ frá bókalestri í ćsku, sérstaklega teiknimyndasögunum en ţar er ímyndunarafliđ óheft.

Stjórnunarstíll

Í bókinni er stjórnunarstíll Musk ekki skilgreindur en hann lćrđi á hverju nýsköpunarfyrirtćki sem hann stofnađi  og hefur ţróađ sinn eigin stjórnunarstíl. En Musk er kröfuharđur og gerir mestar kröfur til sjálfs sín. Einnig byggđi hann upp öflugt tengslanet fjárfesta og uppfinningamanna sem hentar vel í skapandi umhverfi Silicon Valley.

Ég fann grein á netmiđlinum Business Insider um stjórnunarstíl Musk og kallar hann sjálfur ađferđina nanó-stjórnun. En hún er skyld ofstjórnun (e. micro-management) ţar sem stjórnandi andar stöđugt ofan í hálsmál starfsfólks og krefur ţađ jafnvel um ađ bera allt undir sig sem ţađ ţarf ađ gera. Musk segir ađ hann sé ennţá meira ofan í hálsmáli starfsfólks! (more hands-on).

Ţessi stjórnunarstíll byggist á ađ sögn Musk: "I always see what's ... wrong. Would you want that? When I see a car or a rocket or spacecraft, I only see what's wrong."
"I never see what's right," he continued. "It's not a recipe for happiness."

Framtíđarsýn Musk

Er ađ endurskilgreina flutninga á jörđinni og í geimnum.

Lykilinn ađ góđu gengi fyrirtćkja Musk er skýr framtíđarsýn. Hjá SpaceX er framtíđarsýnin: Hefja landnám á reikistjörnunni Mars og hvetur ţađ starfsmenn áfram og fyllir eldmóđi. Ţeir eru ađ vinna ađ einstöku markmiđi. 

Framtíđarsýnin hjá Tesla er sjálfbćr orka og ađ ferđast í bíl verđur eins og ađ fara í lyftu. Ţú segir honum hvert ţú vilt fara og hann kemur ţér á áfangastađ á eins öruggan hátt og hćgt er. 

Musk hefur skýra sýn međ framleiđslu rafbíla, sjálfbćrni í samgöngum. Í hönnun er Gigafactory verksmiđur sem framleiđa liţíum rafhlöđur sem knýja mun Tesla bílana í framtíđinni.

Fyrir vikiđ hefur Musk náđ ađ safna ađ sér nördum, fólki sem var afburđa snjallt á yngri árum og međ svipađan sköpunarkraft hann sjálfur.

Ţađ gengur vel hjá fyrirtćkjum Musk núna en ţađ hefur gengiđ á ýmsu. Á ţví kunnuga ári 2008 urđu fyrirtćkin nćstum gjaldţrota.

Í nýlegri frétt um SpaceX er sagt frá metári en níu geimförum hefur veriđ skotiđ á loft og Tesla hefur hafiđ framleiđslu á Model 3 af rafbílnum og eru á undan áćtlun.

Tesla

Einkaleyfi Tesla á uppfinningum tengdum rafbílunum hafa veriđ gefin frjáls. Fyrirtćkiđ er rekiđ af meiri hugsjón en gróđavon.


Land föđur míns

Ich bin ein Berliner!

Ég heimsótti Berlín í vor yfir helgi, naut lífsins og kynntist sorglegri sögu borgarinnar.  Hóteliđ var á Alexanderplatz stutt frá helsta stolti Austur-Ţýskalands, 368 m háum sjónvarpsturni milli Maríukirkjunnar og rauđa ráđhússins, en hverfiđ tilheyrđi Austur-Berlín og ţví sáust styttur af Karl Marx og Friedrich Engels í almenningsgörđum. Húsin í hverfinu voru í austurblokkarstíl en ţegar gengiđ var eftir skemmtigötunni: „Unter den Linden", sem er veglegasta gatan í Berlín tók glćsileikinn viđ.

Ţar var Humboldt háskólinn sem hefur aliđ 29 nóbelsverđlaunahafa, Dómkirkjan, DDR-safniđ, safnaeyjan, glćsileg sendiráđ, áin Speer međ fljótabátinn Captain Morgan. Trabantar í öllum litum vöktu athygli og viđ enda götunnar er helsta kennileiti Berlínar, Brandenborgarhliđiđ. Skammt frá hliđinu er Ţinghús Ţýskalands međ sína nýtísku glerkúlu.

Íslenska sendiráđiđ í Berlín var einnig heimsótt en ţađ er sameiginlegt međ Norđmönnum, Svíum, Finnum og Dönum. Flott hönnun, sameiginleg móttaka en sjálfstćđar sendiráđsbyggingar. Vatniđ milli sendiráđanna á reitnum táknar hafiđ á milli landanna.

Í mat og drykk var ţýskt ţema. Hofbrau-Berlin var heimsótt, ekta ţýskur bjórgarđur og snćtt svína schnitzel međ Radler bjór.  Síđar var Weihnstephan veitingastađurinn heimsóttur og snćtt hlađborđ frá Ölpunum sem vakti mismikla lukku.

Í borgarferđum er nauđsynlegt ađ fara í skipulagđa skođunarferđ og ţá bćttist viđ sagan um 17. júní strćtiđ, leifar af Berlínarmúrnum sem klauf borgina í tvennt, nýbyggingar á dauđa svćđinu á Potsdamer Platz, Neukölln, Tempelhof flugvöllurinn, Bessastađi Ţýskalands, Bellevue Palace eđa forsetahöllina, tómt heimili kanslarans en núverandi kanslari, Angela Merkel býr í eigin íbúđ, umhverfisvćnt umhverfisráđuneyti,  Checkpoint-charlie, Zoo Station sem minnti á Actung Baby plötu U2, heimili Bowie á Berlínarárum hans, höfuđstöđvar Borgarlínu Berlínar, HB, kebab, aspars og Berliner weissbier.

Hjá Zoo Station mćttust gamli og nýi kirkjutíminn. Hálfsprengd minningarkirkja Vilhjálms keisara minnti á heimsstyrjöldina síđari en hryđjuverk voru framin ţarna 19. desember 2016 ţegar 11 létust er vörubifreiđ var ekiđ á fólk á jólamarkađi.

Minningarreitur um Helförina var heimsóttur. 2.711 misstórar gráar steinblokkir sem minna á líkkistur. Aldrei aftur kom í hugann. Kaldhćđnislegt ađ jarđhýsi Hitlers var stutt frá.

Áhrifamikill stađur var minningarreitur í Treptower Park um sovéska hermenn sem féllu í orrustunni um Berlín í apríl-maí 1945. Um 80.000 féllu og eru 5.000 hermenn Rauđa hersins grafnir ţarna. 
Á leiđinni ađ stćrsta minnismerkinu, 12 metra styttu af hermanni međ sverđ og brotinn hakakross, haldandi á barni voru steinblokkir sem táknuđu eitt af ráđstjórnarríkjunum.

Land föđur míns

Land-fodur-minsŢegar hugurinn reikađi um orrustuna um Berlín í Treptower garđinum ţá rifjađist upp ađ hafa heyrt um bók, Land föđur míns eftir ţýsku blađa- og sjónvarpskonuna Wibke Bruhns. Ég varđ ákveđinn í ađ kaupa ţessa bók og lesa strax viđ heimkomu.

Bókin er stórmerkileg og mjög áhrifamikil eftir stutta Berlínarferđ. Mađur lifđi sig betur inn í söguna og hápunkturinn er ţegar Wibke lýsir gönguferđ föđur síns eftir götunni Unter den Linden eftir loftárás bandamanna. Flestar byggingar hrundar og eldur logađi víđa. Vatnslaust og rústir ţriđja ríkisins blasa viđ.  Ţetta  kallađi á gćsahúđ.

Lesandinn fćr beint í ćđ í einum pakka sögu Ţýskalands allt frá ţví ţađ var keisaradćmi, atburđarás tveggja styrjalda og hina undarlegu sögu millistríđsáranna međ uppgangi Nasista. Um leiđ og höfundurinn rekur sögu fjölskyldu sinnar reynir hún ađ greina afstöđu ţeirra og ţátttöku í vođaverkum stríđsins.

Wibke hefur úr miklu magni af skjölum föđur síns og ćttar sinnar Klamrothanna í Halberstadt sem voru efnamiklir kaupsýslumenn og iđnjöfrar. Hún nćr ađ kynnast foreldrum sínum upp á nýtt og miđla okkur af heiđarleika, ekkert er dregiđ undan.


Ţórbergur í Tjarnarbíó

„Sá sem veitir mannkyninu fegurđ er mikill velgerđarmađur ţess. Sá sem veitir ţví speki er meiri velgerđarmađur ţess. En sá sem veitir ţví hlátur er mestur velgerđarmađur ţess.“ - Ţórbergur Ţórđarson

Öll ţrjú bođorđ Ţórbergs eru uppfyllt í ţessari sýningu, Ţórbergur í Tjarnarbíó. Mađur sá meiri fegurđ í súldinni, mađur var spakari og mađur varđ glađari eftir kvöldstund međ Ţórbergi.

Er ungur ég var á menntaskólaárunum, ţá fór ég á Ofvitann í Iđnó og skemmti mér vel. Man mjög vel eftir frábćrum  samleik Jóns Hjartarsonar og Emils Guđmundssonar.  Nýja leikritiđ ristir ekki eins djúpt.

Ef hćgt er ađ tala um sigurvegara í leiksýningunni er ţađ Mamma Gagga sem leikin er af Maríu Hebu Ţorkelsdóttur. Hún fćr sitt pláss og skilar ţví vel. Á eftir verđur ímynd hennar betri. Líklega er ţađ út af ţví ađ međ nýlegum útgáfum bóka hefur ţekking á hlutverki hennar aukist og svo er verkiđ í leikgerđ Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur og ţađan kemur femínísk tenging.

Leikmynd er stílhrein og einföld. Viđtal í byggt á frćgum viđtalsţćtti, Mađur er nefndur og spurningar sóttar í viđtalsbók,  í kompaní viđ allífiđ. Sniđug útfćrsla.  Sveinn Ólafur Gunnarsson skilar Magnúsi spyrli og  vel og verđur ekki ţurrausinn.  Friđrik Friđriksson á ágćta spretti sem Ţórbergur. Sérstaklega fannst mér hann góđur ţegar hann tók skorpu í Umskiptingastofunni međ Lillu Heggu í Sálminum um blómiđ. Stórmerkar hreyfimyndir af Ţórbergi ađ framkvćma Mullersćfingar lyfta sýningunni upp á ćđra plan.

Mannbćtandi sýning og ég vona ađ fleiri sýningar verđi fram eftir ári. Meistari Ţórbergur og listafólkiđ á ţađ skiliđ.

Ţórbergur


Einbreiđar brýr í Ríki Vatnjaökuls - endurskođađ áhćttumat

Undirritađur endurskođađi áhćttumat fyrir einbreiđar brýr í Ríki Vatnajökuls um síđustu helgi og greindi umbćtur frá áhćttumati sem framkvćmt var fyrir tćpu ári síđan. í ágúst 2016 var framkvćmt endurmat og hélst ţađ óbreytt. Ţingmönnum Suđurkjödćmis, Vegagerđinni og fjölmiđlum var sent áhćttumaiđ ásamt myndum af öllum einbreiđum brúm.
   1) Ţađ eru komin blikkljós á allar 21 einbreiđu brýrnar í Ríki Vatnajökuls, blikkljós voru ađeins fjögur fyrir ári síđan.
   2) Undirmerki undir viđvörun: 500 m fjarlćgđ ađ hćttu. Ţetta merki er komiđ á allar einbreiđar brýr í Ríki Vatnajökuls.
   3) Lćkkun á hrađa á Skeiđarárbrú.

Snjór og hálkublettir voru á vegi svo ekki sá vel á málađar ađvaranir á veg, ţrengingar og vegalínur.

Ţađ er mikil framför ađ hafa blikkljós, ţau sjást víđa mög vel ađ, sérstaklega ţegar bein ađkoma er ađ vegi.
Ţví breyttist áhćttumatiđ á 8 einbreiđum brúm.  Sjö fóru úr áhćttuflokknum "Dauđagildra" í áhćttuflokkinn "Mjög mikil áhćtta".
Ein einbreiđ brú, Fellsá fór í mikil áhćtta en blikkljós sést vel.

Hins vegar ţarf ađ huga ađ ţví ađ hafa tvö blikkljós eins og á Jökulsá á Sólheimasandi en öryggi eykst, t.d. ef peran springur eđa verđur fyrir hnjaski en fylgjast ţarf međ uppitíma blikkljósanna.

Ţví ber ađ fagna ađ ţessi einfalda breyting sem kostar ekki mikiđ hefur skilađ góđum árangri.  Ekkert alvarlegt slys hefur orđiđ síđan blikkljósin voru sett upp en umferđ ferđamanna, okkar verđmćtasta auđlind, hefur stóraukist og mikiđ er um óreynda ferđamenn á bílaleigubílum á einum hćttulegasta ţjóđveg Evrópu.
T.d. var svo mikiđ af ferđamönnum viđ Jökulsárlón ađ bílastćđi viđ ţjónustuhús var fullt og bílum lagt alveg ađ veg og ţurftu sumir ađ leggja á bakkanum vestan meginn og ganga yfir Jökulsárbrú međ allri ţeirri hćttu sem ţví fylgir.

ROI eđa arđsemi fjárfestingar í blikkljósum er stórgott.  Merkilegt ađ ţađ blikkljósin hafi ekki komiđ fyrr.

En til ađ Ţjóđvegur #1 komist af válista, ţá ţarf ađ útrýma öllum einbreiđum brúm.  Ţćr eru 21 í Ríki Vatnajökuls en 39 alls á hringveginum.

Nú ţarf metnađarfulla áćtlun um ađ útrýma ţeim, komast úr "mjög mikil áhćtta" í "ásćttanlega áhćtta", en kostnađur er áćtlađur um 13 milljarđar og hćgt ađ setja tvo milljarđa á ári í verkefniđ. Ţannig ađ einbreiđu brýrnar verđa horfnar áriđ 2025!

Útbúin hefur veriđ síđa á facebook međ myndum og umsög um allar einbreiđu brýrnar, 21 alls í Ríki Vatnajökuls.
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/

Fleiri mögulegar úrbćtur á međan einbreitt ástand varir:
- Draga úr ökuhrađa ţegar einbreiđ brú er framundan í tíma
- Hrađamyndavélar.
- Útbúa umferđarmerki á ensku
- Frćđsla fyrir erlenda ferđamenn
- Virkja markađsfólk í ferđaţjónustu, fá ţađ til ađ ná athygli erlendu ferđamannana á hćttunni án ţess ađ hrćđa ţađ
- Nýta SMS smáskilabođ eđa samfélagsmiđla
- Betra viđhald

Áhćttumat 2017 - Einbreiđar brýr í Ríki Vatnajökuls


Akstur og áfengi
Akstur og áfengi fer ekki saman. Nú fer öll orka í svokallađ áfengisfrumvarp. Í frétt frá Landlćkni á ruv.is kemur í ljós ađ samfélagslegur kostnađur á ári getiđ orđiđ 30 milljarđar á ári sverđi meingallađ áfengisfrumvarp ađ lögum.

Hér er frétt á ruv.is: Samfélagskostnađur yfir 30 milljörđum á ári.
"Rafn [hjá Landlćkni] segir ađ rannsóknirnar sýni ađ kostnađur ţjóđarinnar yrđi ekki eingöngu heilsufarslegur, heldur líka einfaldlega efnahagslegur. Hann gćti numiđ yfir ţrjátíu milljörđum króna á ári."
En ţađ kostar 13 milljarđa ađ útrýma einbreiđum brúm á ţjóđveginum.  Rúmlega tvöfalt meiri kostnađur verđi áfengisfrumvarp ađ lögum!  

Upp međ skóflurnar og hellum niđur helv... áfengisfrumvarpinu.  Annars má hrósa ţingmönnum Suđurkjördćmis, sýnist hlutfalliđ endurspegla ţjóđina en um 75% landsmanna eru á móti áfengisfrumvarpinu, svipađ hlutfall og hjá ţingmönnum Suđurkjördćmis.


Frá monopoly til duopoly

Sjálfstćđismenn eru hugmyndasnauđir eins og áđur fyrr og enn dúkkar áfengisfrumvarp upp en skođanakannanir Maskínu og Fréttablađsins sýna ađ Íslendingar vilja ekki áfengi í matvöruverslanir. Áfengisfrumvarpiđ, er eins og allir vita smjörklípa sem sjálfstćđismenn grípa til og leggja fram á Alţingi ţegar vond mál skekja flokkinn.

Auk ţess sýna rannsóknir vísindamanna ađ aukiđ ađgengi hefur neikvćđ áhrif á samfélagiđ.

Hér er t.d. rannsókn frá Washington:

(2014) Alcohol Deregulation by Ballot Measure in Washington State

http://www.healthyalcoholmarket.com/pdf/Alcohol_Deregulation_by_Ballot_Measure_in_Washington_State.pdf

Afleiđingar ţess ađ hafa lagt niđur einkaleyfi ríkis á sölu áfengis í Washington-fylki áriđ 2011

Niđurstađa:

 • Ávinningur íbúa Washington fylkis var rýr. Áfengisverđ hćkkađi strax um 12%.
 • Of snemmt ađ meta samfélagsleg áhrif.
 • Ţeir sem hafa hagnast á nýju reglugerđinni eru Costco og ađrar stórar verslunarkeđjur.
 • Minni búđir gátu ekki keppt viđ stóru verslunarkeđjurnar. Margar vínverslanir urđu gjaldţrota.
 • Reglugerđin leiddi til ţess ađ markađinum er stjórnađ af stóru verslunarkeđjunum („monopoly to a duopoly“).
 • Reglugerđin samin ţannig ađ gjöld voru lögđ á heildsala en ekki smásala, ţ.a. stóru verslunarkeđjurnar sluppu.
 • Minni áfengisframleiđendur eiga erfiđara uppdráttar.
 • Ţjófnađur jókst.

...og svo var gerđ könnun tveimur árum seinna um hvort kjósendur myndu kjósa öđruvísi eftir ađ vita afleiđingarnar (Aflögn einkaleyfis fór sem sagt í „ţjóđar“atkvćđagreiđslu).

(2016) Opinions on the Privatization of Distilled-Spirits Sales in Washington State: Did Voters Change Their Minds?

http://www.jsad.com/doi/abs/10.15288/jsad.2016.77.568

Myndu kjósendur kjósa öđruvísi í „I-1183“ ef ţeir hefđu séđ inn í framtíđina?

Niđurstađa:

 • Ţeir sem kusu „já“ eru átta sinnum líklegri til ađ kjósa öđruvísi núna heldur en ţeir sem kusu „nei“.
 • Ţađ er ekki fylgni á milli ţessara breytinga og skođanir kjósenda á sköttunum.
 • Mikilvćgt fyrir lönd/ríki sem íhuga einkavćđingu ađ skođa ţessa niđurstöđu.

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.9.): 5
 • Sl. sólarhring: 104
 • Sl. viku: 556
 • Frá upphafi: 157480

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 440
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband