Sauðadalahnúkar (583 m)

Þeir eru ekki áberandi Sauðadalahnúkar enda eru þeir vel faldir á bak við Vífilsfell og láta lítið yfir sér í ríki mótorhjólanna. Það þurfti að halda yfir til Árnessýslu.

Ekið eftir Suðurlandsvegi að Litlu-kaffistofunni og þaðan í átt að Jósefsdal. Svæðið norðaustan við mynni Jósefsdals nefnist Sauðadalir og hnúkarnir tveir sunnan þess Sauðadalahnúkar. Fyrst var gengið á nyrðri hnúkinn og í framhaldi af því á þann syðri með viðkomu í gamla skíðaskála Ármanns. Farið var fram af syðri hnúknum og komið í Ólafsskarð og gegnið eftir Jósefsdal til baka.

Af hnúkunum tveim sjáum við svo inn í Jósefsdalinn. Hann er luktur fjöllum á alla vegu. Snarbrattar, gróðurlausar skriður ganga allt upp til efstu brúna en grænar grundir hylja dalbotninn. Ekki er vitað um búsetu manna í þessum dal svo skjalfest sé, en ef marka skal þjóðsöguna um Jósef þá hefur staðið þar býli. En það fór illa fyrir Jósef. Hann var smiður góður og allt lék í höndum hans, en sá ljóður var á hans ráði að hann var hverjum manni orðljótari. Einhverju sinni stóð hann í smiðju sinni.
Eitthvað fór úrskeiðis hjá honum, því hann tvinnaði svo heiftarlega saman blóti og formælingum að bærinn sökk í jörð niður með manni og mús. Síðan hefur enginn búið í dalnum.

Þegar ekið var að Sauðadalahnúkum var keyrt framhjá mótorkrossbraut. Það var mikið fjölmenni á staðnum enda lokaumferðin í Íslandsmótinu framundan. Það var skrítin en skemmtileg tilfinning að keyra meðfram brautinni og sjá kappana skjótast upp úr gryfjunni eins og korktappar. Þeir nota stærra svæði og keyra eftir vegslóðum fyrir lengri æfingar. Það er frekar truflandi að hafa öflug mótorhjól þegar maður er að ganga úti í náttúrunni en mótormenn verða að hafa sitt svæði. Ef þeir halda sig þar og fylgja skipulaginu, þá er komin góð sátt.

Dagsetning: 19. ágúst 2009
Hæð: 583 metrar
Hæð í göngubyrjun: Við bílastæði í 280 m.
Uppgöngutími:  45 mínútur á nyrðri og 20 mínútur á syðri hnúk.
Heildargöngutími: 2 klst og 20 mín. (19:10 - 21:30) 
Erfiðleikastig: 1 skór
GPS-hnit tindur: 64.01.638 - 21.31.926
Vegalengd: 7 km
Veður: 10 gráður, hægviðri og bjart
Þátttakendur: Útivistarræktin, um 62 manns

Gönguleiðalýsing: Auðveld tveggja hnúka  ganga með sýn yfir Jósepsdal, Hellisheiði og Árnessýslu.

IMG_4103


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er gasalega flott mynd og þarna sé ég vin minn Gunnar Hjálmarsson fremstan.

Sigurður Þórðarson, 1.9.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 226527

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband