Sköflungur (427 m)

Sköflungur er vestasti hryggurinn í fjallaklasanum austan Mosfellsheiðar. Hann er á Hengilssvæðinu.

Leiðalýsing:
Ekið eftir Suðurlandsvegi inn á Nesjavallaveg og lagt af stað í gönguna stuttu eftir að komið er upp fyrstu brekkuna á veginum. Sköflungur er vestasti hryggurinn í fjallaklasanum austan Mosfellsheiðar. Gengið norður hrygginn á móts við Jórutind og um Folaldadali til baka. Vegalengd 7 km.

Facebook lýsing:
Sköflungur er skemmtilegur hryggur sem minnti mig á Kattarhryggi á köflum bara ekki eins hátt og bratt niður. Við gengum hrygginn og svo niður í Folaldadal og gengum hann til baka

Klettaborgin á  enda Sköflungs minnti mig á Kofra, glæsilegt bæjarfjall sem trónir yfir Súðavík.

Sköflungur-klettaborg

Hryggurinn lætur ekki mikið yfir sér og fellur vel inn í umhverfið. Vörðu- Skeggi tekur alla athygli ferðamanna en hann er í 3,8 kílómetra fjarlægð í suður frá göngustað.
Búrfellslína liggur yfir Sköflung og tvö reisuleg möstur eru á hryggnum og ganga  menn í gegnum þau. Þessi kafli vekur umræðu um sjónmegnum og fegurðarmat. Sköflungur er ekki skilgreindur sem náttúruvætti og því hefur þessi leið verið valin fyrir rafmagnið en nú er krafan um að allar raflínur fari í jörð.  Á móti kemur að nálægðin við tignarlega risana er ákveðin upplifun sem er góð í hófi.

Eftir að hafa gengið á Sköflung kom mér í hug hversu mörg örnefni tengjast mannslíkamanum. Hryggur, enni, kjálki (Vestfjarðakjálki), bak, síða, barmur, bringa / bringur, geirvörtur, leggjabrjótur, haus, háls, höfuð, hné, hvirfill, hæll, kinn, nef, rif, tá, tunga, vangi, þumall og öxl.
Einnig bæjarnöfn; Kollseyra, Tannstaðir, Skeggöxl, Augastaðir, Kriki, Kálfatindar, Skarð, Kroppur og Brúnir.

Sköflungur-hryggur

Dagsetning: 25. maí 2011
Hæð: 373 metrar (nestisstopp) en einn hæsti punktur á hryggnum 427m
Hæð í göngubyrjun:  372 metrar, Nesjavallavegur, (N:64.07.420 - W:21.18.770)
Hækkun: 1 meter         
Uppgöngutími:  75 mín (19:05 - 20:20)  3,0 km
Heildargöngutími: 132 mínútur  (19:08 - 21:20), 8,61 km
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit undir klettaborg:  N:64.08.979 - W:21.18.382 (3 km ganga)
Vegalengd:  6,31 km
Veður kl. 20 Þingvellir: Bjart í vestri, S 3 m/s, 8,4 gráður. Raki 45%

Þátttakendur: Útivistarræktin, um 44 göngumenn, 14 bílar   

GSM samband:  Já

Gönguleiðalýsing: Lagt af stað frá fyrsta bílastæði við Nesjavallaveg og móbergshryggur Sköflungs þræddur eins langt og menn treysta sér. Síðan er hægt að taka misstóran hring til baka. Við fórum eftir Folaldadal.  Stærri hringurinn er með stefnu á Jórutind og Hátind.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Myndir á Útivist:

http://www.utivist.is/utivist/myndasogur/?cat_id=1062&ew_0_a_id=378820

Sköflungur 25. maí 2011

Það var dágóður hópur af hressum göngugörpum sem liðuðust eftir brúnum Sköflungs allt þar til hnúkur nokkur stoppaði hópinn af. Sumir gerðu tilraun til þess að fara upp á hnúkinn en hann var mjög laus í sér. Á leið til baka var farið um Folaldadali en þar kom ryk eða aska upp úr mosanum í hverju spori. Guðbjartur Guðbjartsson sendi myndirnar.

Sigurpáll Ingibergsson, 9.6.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 226436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband