Færsluflokkur: Dægurmál

Fyrsti slátturinn

Vorið er á áætlun í Álfaheiðinni í ár þrátt fyrir kaldan apríl.

Fyrsti slátturinn í Álfaheiði var í gærkveldi, tæpri viku á undan fyrsta slætti á síðasta ári. Ég reikna með að slá átta sinnum í sumar. Rifsberjarunninn er orðin vel blómgaður en limgeriðin eiga eftir að þétta sig betur. Aspirnar eru fallnar og aðeins sér í rætur þeirra. Þær verða fjarlægðar á næsta ári. En ræturnar voru orðnar full fyrirferðamiklar á lóðinni.

Flesjan er frekar missprottin og ágætis vöxtur á vestari grasbalanum inni í húsasundinu og gaf hann af sér nokkra hestburði. Sprettan var mjög mikil á austurtúnunum. Má þetta grasfræinu sem borið var á fyrir mánuði. Aspirnar fallnar fyrir nokkru og grasið nýtur sín í sólinni. Fáir túnfíflar sáust.

Ég læt hér fylgja með hvenær fyrsti sláttur hefur verið á öldinni í Álfaheiði 1. Þessar tölur segja að vorið í ár var hagstætt gróðri.

2009    21. maí
2008    15. maí
2007    26. maí
2006    20. maí
2005    15. maí
2004    16. maí
2003    20. maí
2002    26. maí
2001    31. maí

Miðað við þessar dagsetningar, þá hefur vorið verið betra en síðasta ár. 


Pub Quiz

Skellti mér í vikulokin á spurnigakeppnina - Drekktu betur.  Hann var vel skipaður bjórbekkurinn á Galleri-Bar 46.  Spyrill dagsins var blaðamaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé. Var hann með mikla breidd í spurningaflórunni. Allt frá nýliðnum atburðum sem gerðust í morgun og langt fram í aldir.

Meðal keppenda voru þekktir Gettu betur, Útsvarsmenn og ofvitar. Einnig krimma- og spurningahöfundar og áhugafólk um bjór og spurningar.

Okkur Stefáni gekk bærilega, vorum með gott meðalskor og gátum bjórspurninguna, þá átjándu. Hún var um sterkasta bjór í heimi. Spurt var hversu sterkur hann væri? Við félagarnir hittum á laukrétta tölu en skekkjumörk voru gefin og þau rúm.

Kolbeinn spurði 30 spurninga og skrifa keppendur svörin á blað. Tveir keppendur eru í liði. Þegar spurningum lýkur, þá skiptast lið á svarblöðum og gefa fyrir.  Hæsta skor var 24 rétt svör og er það stórkostlegur árangur.

Þetta er stórskemmtilegt efni og mikil menning. Ég á örugglega eftir að kíkja þarna oftar í framtíðinni.


Hollenskur gálgahúmor

Þeir hafa húmor Hollendingar. Á vefsvæðinu thedutchiceland.com er búið að skipta Íslandi upp í tvö svæði rétt eins og Berlín forðum.  Skuldugu landinu er skipt á milli nýlenduþjóðanna Hollands og Stóra-Bretlands. Hollendingar eru frekari á landrými.

Á vefnum er holl ráð fyrir skuldara og einnig er hægt að eignast part af landinu. 

En þessi vefur er ekki alslæmur fyrir ferðaþjónustu hér á landi og fín landkynning.

TheDutchIceland

Nú er spurning hvort orðatiltækið, Betra er illt umtal en ekkert umtal, eigi hér við.


Þorrabjór

Suttungasumbl þorrabjór - frá Ölvisholti, mæli með honum. Var í gærkveldi, á Bóndadag, í mjög vel heppnuðu þorrahlaðborði og við smökkuðum alla fjóra þorrabjórana sem til eru á markaðnum. Suttungasumbl er undir miklum áhrifum frá bjórmenningunni í Belgíu. Minnti mig á munkabjórana, La Trappe og Orval. Ölbjórinn skýjaði var sterkastur bjóranna, 7.2%, og fór vel með það. Einn smakkara fann fyrir eik og annar sítrus. Eflaust hafa aðalbláberinn og krækiberin frá Vestfjörðum komið hér við sögu. Einnig er gaman hversu þjóðlegir bruggmeistararnir í Ölvisholti eru. Bætir það bjórmenninguna.

Í boði eru fjórar tegundir af þorrabjór. Suttungasumbl frá Ölvisholti, Jökull þorrabjór, Kaldi þorrabjór og Egilsþorrabjór. Voru allir bjórarnir í 330 ml flöskum og blind smökkun.

Smökkunarmenn þorrabjórsins voru mjög ánægðir með gæði og breidd íslenska þorrabjórsins og voru stoltir yfir því að geta á góða kvöldstund með íslenskri bjórframleiðslu og þjóðlegum íslenskum mat.

Jökull þorrabjór er með mikilli karamellu og því er mikil jólastemming í bjórnum. Var hann dekkstur bjóranna og greindu menn sitrus.

Kaldi þorrabjór var beiskastur, með humla og sítrus áhrifum. Hann er laus við rotvarnarefni. Fundu menn fyrir tékkneskum áhrifum.

Egils þorrabjór er hlutlausastur þorrabjóranna. Ölgerðarmenn taka ekki mikla áhættu. Þeir eru stoltir af því að nota íslenskt bygg í framleiðslunni en ég hef grun um að það sé mikið blandað erlendu byggi.  Ágætis ímyndaruppbygging hjá Agli og styrkir sjálfsmyndina á Þorra.

TegundStyrkurFlokkurVerðLýsing
Suttungasumbl þorrabjór7,2%Öl409Rafrauður, skýjaður, meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Hveiti, malt, humlar. Höfugur.
Jökull þorrabjór5,5%Lager347Rafgullinn, móða. Létt meðalfylling, þurr, sýruríkur, miðlungsbeiskja. Malt, sítrus, ávaxtagrautur.
Kaldi þorrabjór5,0%Lager323Rafgullinn. Mjúk meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Malt, humlar, soðbrauð.
Egils þorrabjór5,6%Lager319Gullinn, meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Létt malt, ljóst korn.

Skjalfti-ThorrabjorJokull-ThorrabjorKaldi-ThorrabjorEgils-Thorrabjor


Gleðilegt nýtt 2010

Bananastopp

Mynd tekin stutt frá Breiðbak í Tungnárfjöllum við Langasjó í ágúst 2009. Langisjór með eyjuna Möltu, Fögrufjöll með Fögru (906 m), Fögruvellir, Tungnárjökull, Skaftárjökull og Útfallið.


Pappírstígurinn Nóna ehf.

Hún er athyglisverð forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgunn. Er þetta einhver Hesteyrarkapall?

Springi einkahlutafélagið Nóna, smábátaútgerð í eigu Skinneyjar-Þinganess, fær almenningur á Íslandi enn einn reikninginn. Það gera 16.000 á hvert mannsbarn.

Nóna skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Tap Nónu ehf. á árinu 2008 nam 2,5 milljörðum og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins.

Hann er dýr Íslandsmeistaratitilinn hjá smábátnum Ragnari SF-550. Dýrt er hvert tonn.

Þetta er afleiðing af kvótakerfinu. Kerfi sem byggir á óréttlæti, ranglæti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upplausn, hrörnun og flótta, óöryggi, "hagræðingu", einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi.
Afleiðingin af þessu, auknar skuldir útgerða og minni fiskstofnar. Hér þarf að breyta miklu, enda vitlaust gefið.


Af blaðberum Morgunblaðsins

Hinir árvökulu, áreiðanlegu og duglegu blaðberar Morgunblaðsins eru ein mælistærð. Það hefur ekkert verið rætt við þá.

Undirritaður þekkir vel til í blaðburðaheiminum og  þar ber þessum tölum saman. Einn aðili sem ég ræddi við tjáði mér að strax eftir ráðningu Davíðs sem ritstjóra hafi 10% sagt upp og neitað að fá blaðið. Eftir hálfan mánuð voru 20% áskrifenda hættir og nú eru 35% áskrifanda Morgunblaðsins hættir í þjónustu hans. Svipaða sögu hafa tveir aðrir blaðberar Morgunblaðsins að segja.

Þess ber að geta að Morgunblaðið greip til ráðstafana vegna áfallsins við ráðningu Davíðs. Þeir gripu til ágætrar viðbragðsáætlunar sem er í anda stjórnunar á samfelldum rekstri.  Áskrifendum sem sagt höfðu upp áskriftinni var sent hjartnæmt bréf undirritað af Davíð og Haraldi og þeim boðið boðið blaðið frítt út októbermánuð.  

Það skýrir tröppuganginn í uppsögnum áskrifenda hjá blaðberunum Moggans.


mbl.is Segir frétt DV fjarri raunveruleikanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætóblinda

Ég lenti í undarlegi strætóblindu í gær.  Þegar viðburðarríkum vinnudegi var lokið var mætt í biðskýlið við Laugaveg 182. Taka átti tvistinn upp í Hamraborg og var hans vænst kl. 17.04.  Eftir að hafa beðið þolinmóður í nokkrar mínútur umfram áætlaðan tíma birtust þrír vagnar. Fremstur meðal jafningja var vagn nítján, síðan kom fimmtán.  Þriðji vagninn kom strax í kjölfarið eða réttar sagt vagnfarið.  Ég og annar umhverfisvænn ferðamaður sem tekur ávallt sama vagn stukkum upp í þriðja vagninn án þess að hika og sýndum strætókortin okkar.

MiðiÞegar strætó er að nálgast Laugardalinn, þá fer hann að ferðast undarlega. Leita á vinstri akreinina. Þetta var ekki samkvæmt norminu. Loks beygði hann niður Reykjaveg. Þar kom skýringin á undarlegu aksturslagi nokkru fyrr. Hinn strætófarþeginn fór fram og ræddi við bílstjórann. Hann sagðist vera leið 14 og færi um Vogana en kæmi á Grensásveg, þar gætum við náð tvistinum. Var hann hinn hjálplegsti.

Við félagarnir ræddum þessa strætóblindu í nokkurn tíma á eftir. Ég var sannfærður um að það stóð 2 framan á vagninum og ferðafélaginn var einnig á þeirri skoðun. Þegar hress strætóbílstjórinn skilaði okkur á Grensásveg, þá gekk ég framfyrir vagninn til að tékka á númerinu, þar stóð 14.  Við báðir höfðum því verið slegnir strætóblindu sem er eflaust náskyld lesblindu.

Annars var þessi korters útidúr fínn. Við ferðuðumst eftir Langholtsvegi og sáum heimavöll mótmælanda Íslands, Helga Hóesasonar. Það var athyglisvert að sjá bóm og mótmælaskilti á bekk einum þar sem möguleg stytta gæti risið í framtíðinni.


Jón Sveinsson (1933-2009)

Í dag var til moldar borinn í Hafnarkirkju nágranni af Fiskhólnum, Jón Sveinsson.  Sjómaður af guðs náð sem sótti mikinn afla í greipar Ægis.  Jón var hress og skemmtilegur persónuleiki og hafði smitandi hlátur.  Hann var góður spilamaður og glímdum við oft saman í brids og Hornafjarðarmanna. Það voru eftirminnilegar baráttur. 

Hugur mans leitar til baka og hér eru nokkrar myndir sem ég fann í myndasafni mínu. 

Sveit Hótel Hafnar með sigurlaunin í Aðalsveitakeppni Bridsfélags Hornafjarðar:  Jón Sveinsson, Jón Skeggi Ragnarsson, Baldur Kristjánsson og Árni Stefánsson.

 Hreindýramót Bridsfélags Nesjamanna 1992.  Einar Jensson, Þorsteinn Sigurjónsson, Örn Ragnarsson, Kolbeinn Þorgeirsson, Jón Sveinsson og Árni Stefánsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Sveinsson, Þórir Flosason og Árni Stefánsson.


Einar Björn breytir sögubókunum

Einar Björn Einarsson staðarhaldari á Jökulsárlóni er að koma fram með staðreyndir sem breyta sögubókum landsins. Nú þarf að endurmennta alla landsmenn, fræða þá um nýjar staðreyndir. Öskjuvatn sem hefur verið leiðandi í dýpt stöðuvatna á Íslandi frá 1875 er komið í annað sætið. Ísland er því stöðugt að breytast.

Í síðustu viku heimsótti ég á Reykjanesi stöðuvatn með djúpt nafn, Djúpavatn. Gígvatnið er dýpst tæpir 17 metrar.  Dýpra er það nú ekki.

 Topp 9 listinn yfir dýpstu stöðuvötn fyrir mælingar Einars leit svona út:

1.Öskjuvatn220 m
2.Hvalvatn160m
3.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi150m
4.Þingvallavatn114m
5.Þórisvatn114m
6.Lögurinn112m
7.Kleifarvatn97m
8.Hvítárvatn84m
9.Langisjór75m

Heimild:

Landmælingar Íslands


mbl.is Jökulsárlón tekið við sem dýpsta vatn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 226565

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband