Pappírstígurinn Nóna ehf.

Hún er athyglisverð forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgunn. Er þetta einhver Hesteyrarkapall?

Springi einkahlutafélagið Nóna, smábátaútgerð í eigu Skinneyjar-Þinganess, fær almenningur á Íslandi enn einn reikninginn. Það gera 16.000 á hvert mannsbarn.

Nóna skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Tap Nónu ehf. á árinu 2008 nam 2,5 milljörðum og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins.

Hann er dýr Íslandsmeistaratitilinn hjá smábátnum Ragnari SF-550. Dýrt er hvert tonn.

Þetta er afleiðing af kvótakerfinu. Kerfi sem byggir á óréttlæti, ranglæti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upplausn, hrörnun og flótta, óöryggi, "hagræðingu", einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi.
Afleiðingin af þessu, auknar skuldir útgerða og minni fiskstofnar. Hér þarf að breyta miklu, enda vitlaust gefið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt. Þar sem FACEBOOK merkið er neðst á síðunni þinni þá ákvað ég að deila þessu með fésurum. Vel mælt hjá þér Sigurpáll eins og svo oft áður. Takk fyrir skrifin þín ég les þau oft. Kveðja frá Dísu Gests hinni frjálslyndu konu.

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 226012

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband