Jólabjór

Einn að góðum fylgifiskum jólanna er jólabjór.

Íslensku örbrugghúsin eru frumleg. Því bíð ég ávallt spenntur eftir afurðum frá þeim. Þar er nýsköpun lykilorðið.

Í fyrstu smökkun voru tveir jólabjórar í úrtakinu, Víking jólabjór og Kaldi Jólabjór.  Voru menn sammála um að Kaldi væri með meiri karakter.  Hinn rotvarnarlausi Kaldi var mildur á bragðið og endað í ágætri karamellu bragði. Víking var daufur í dálkinn og bragðlítill.

Í annarri smökkun voru þrír jólabjórar smakkaðir blindandi og voru fjórir bjóráhugamenn í dómarasætinu. Fyrst var fram borinn Egils Malt Jólabjór. Síðan belgíski bjórinn
Delirium Christmas og að lokum Ölvisholt Jólabjór Reyktur Bock.  Voru bjórnum gefnar einkunnir frá 0 til 10 og fagleg umsögn.

Egils Malt Jólabjór - (8, 7, 8, 8) - Dökkur, mildur og sætur, milt maltbragð. Ekta jólabjór. Sætt milt maltbragð sem gengur í flesta.

Delirium Christmas - (6, 8, 3, 7) - Þurr, batnar eftir því sem á líður, gruggugur með spírabragði, hrár með jurtabragði. Bjórinn hafði þá náttúru að lagast með hverjum sopa. Hann er sterkur, 10% og sá eini í öl-flokknum. Þessi bjór skapar umræður.

Ölvisholt Jólabjór Reyktur Bock- (4, 7, 5, 5) - Rammur, nýtur sín betur með hangikjöti. Bragðmikill reykkeimur einkennir bjórinn sem gerir hann sterkan og skarpan. Smellpassar með reyktum mat.

Eftir formlega blinda smökkun var Kaldi jólabjór á boðstólum og fannst sérfræðingum hann vera þessum þrem bjórum fremri.

Jökull jólabjór var uppseldur en hann var að fá góða dóma rétt eins og Tuborg.

Niðurstaðan er sú að litlu brugghúsin á Íslandi eru frumleg og fremri risunum í útfærslum sem velja öruggustu leiðina að bragðlaukunum.

KaldiJolabjorEgilsMaltJolabjorDeliriumChristmasOlvisholtJolabjorVikingJolabjor

Myndir fengnar af vefnum vinbudin.is og sýnir röð bjóranna í smökkuninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er búinn að kneyfa 3 gerðir. Egils, Viking og Reyktan.

Ég var ekki reyktur og kunni ekki við Ölvisholtsmjöðinn.

Egils Jólabjór var mjög fínn.

Jón Halldór Guðmundsson, 9.12.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ölvisholtsmjöðurinn er umdeildur einn sér. Bezt að hafa hann með reyktum mat. Hangikjöt er tilvalið.

Annars finnst mér skemmtilegt hvernig Ölvisholtsmenn eru að kenna okkur sögu bjórsins. Þeir fara ótroðnar slóðir og taka áhættur.

Bock bjórstíllinn á ættir sínar að rekja til Þýskalands. Bock bjór var jafna bruggaður til hátíðarbrigða og hafður aðeins sterkari en sá sem notaður var til daglegrar neyslu. Bock þýðir geit á þýsku en margar og mismunandi þjóðsögur eru af því hvernig heiti bockbjórsins er tilkomið.

Rauch bock er 6,5% og því sterkari en hinir íslensku jólabjórar á markaðnum.  Maltið í bjórnum hefur verið þurrkað í reyk. Það gegur bjórnum ljúfan reykjarkeim sem leggst misjafnlega í landann.  Bjórinn er einnig kryddaður með negul til að ná fram anda jólanna. Geitin á miðanum vísar í þjóðsögur og jólasveina.

Sigurpáll Ingibergsson, 11.12.2009 kl. 20:01

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Egils malbjórnn er sætur og minnir á malt og appelsínur.

Einn félagi minn getur ekki drukkið hann, einhver E-efni í honum fara illa í húðina.

Sigurpáll Ingibergsson, 12.12.2009 kl. 10:20

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég hef smakkað Ölvisholts og Egils. Báðir góðir en ólíkir. Líklega fellur fleirum Egils í geð. Hef heyrt menn tala um jöklabjórinn en hann er víst uppseldur!!!  Fór í heimsókn í Ölvisholt í sumar og það var mjög fróðlegt. Þeir eru metnaðarfullir og vilja afmarka sig frá öðrum. Bjarni framkvæmdastjóri er frá Miklholtshelli, bróðir Eiríks og Guðmundar.

Þorsteinn Sverrisson, 13.12.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband