Éljabakki

Um daginn átti ég leið um Skeiðarársand. Þegar komið var framhjá hinum stæðilega Lómagnúp blasti Skeiðarárjökull bjartur i norðri og var eins fagur og hann getur orðið á þessum árstíma. Í suðri var Atlantshafið með sanauðn í forgrunni. En á móti okkur í austri sást grilla í Öræfajökul og var illúðlegur skýjabakki hangandi utan á honum.

Þegar við nálguðumst Öræfajökul, þá færðist éljaskýið á móti okkur og  dökkir strókar voru í bakkanum Minnti þetta mig á hvirfilbyl.  Það var sérkennileg tilfinning að keyra úr bjartviðrinu inn í óvissuna. Að endingu keyrðum við í gegnum bakkann og uppskárum haglél og úrkomu.  Þegar við komum fyrir Öræfajökul, þá létti til og bjart var eins og áður fyrr.

Nokkrum klukkutímum síðar, þá áttum við leið til baka og þá hafði éljabakkinn fært sig að ströndinni. Það er margbreytilegt veðrið undir Vatnajökli. í gær var kolófært vegna storms. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra. Engin lognmolla við Öræfajökul.

 Él

Éljabakkinn við ströndina, best geymdur þar.  Blautur vegurinn segir okkur frá því er bakkinn vökvað hann nokkru áður en hiti var um 5 gráður og öll haglél afmáð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband