Guð blessi Ísland ***

Þjóðverjar töpuðu mest, þeir vilja ekki tala um það. Skammast sín svo mikið. 

Eitthvað á þessa leið segir Jón Ásgeir í falinni myndavél í heimildarmyndinni um bankahrunið, Guð blessi Ísland eftir Helga Felixson.   Þetta er ein athyglisverðasta kenningin í myndinni.

Helgi notar nýja aðferð, falda myndavél og nær nokkrum óvæntum atvikum. Sérstaklega koma ríku karlarnir skemmtilega út. Ég er ósáttur við þessa nálgun í heimildarmyndum. Þarna er farið út á grátt svæði og traust getur hæglega glatast.

Myndin segir frá þrem persónum sem eru aktíf í Búsáhaldabyltingunni. Tveir eru öflugir mótmælendur, Sturla Jónsson og Eva í Nornabúðinni og þriðji er lögga, Dúni Geirsson. Síðan er skipt á milli á útrásavíkingana, Bjarna Ármanns, Björgúlf Thor og Jón Ásgeir. Einnig kemur fv. forsætisráðherra Geir H. Haarde við sögu.  

Sturla er sýndur í nýju ljósi og kemur feikna vel út með fjölskyldunni.  Löggan sem ver Alþingi fyrir mótmælendum kemur einnig vel út. Ekta Íslendingur, fullur af hæfileikum á mörgum sviðum.

Það sorglegasta við Búsáhaldabyltinguna sem heppnaðist vel,  ríkisstjórnin féll, er að söguhetjurnar flúðu land. Láta aðra um uppvaskið eins og Sturla orðaði svo skemmtilega.

Tónlistin er góð hjá allsherjargoðanum Hilmari Erni Hilmarssyni. Myndataka er góð á köflum en fréttamyndir koma illa út.

Ágætis samantekt á Búsáhaldabyltingunni og persónum sem henni tengdust. Aðeins of langdregin og enginn sökudólgur fundin fyrir hruninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 226502

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband