WHERE IN THE WORLD IS OSAMA BIN LADEN? ***

Fór í kvöld, svona rétt fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum, á heimildarmyndina
"Where in the world is Osama Bin Laden?", eftir hamborgaraætuna Morgan Spurlock.

Það var áhugavert ferðalag sem okkur var boðið upp í um múslimalöndin Egyptaland, Marokkó, Jórdaníu, Palestínu, Ísrael, Saudi-Arabíu, Afganistan og Pakistan.  Fólk var tekið tali í öllum löndum og spurt um hryðjuverkastríðið hvar OBL héldi sig. Fæstir vissu svarið. Flestum var illa við hann.  Niðurstaða myndarinnar var sú að þótt hann næðist breyttist ástandið ekkert. Viðmælendur voru á því að það væri margt gott fólk í Bandaríkjunum en þeir hefðu yfir sér hræðilega ríkisstjórn með skelfilega utanríkisstefnu.  Vonandi verða breytingar á morgun.

Áhrifaríkasta  senan var þó við aðskilnaðarmúrinn í Palestínu.  Þar stóð málað með rauðum stöfum á vegginn, "I'am not a terrorist", en allt í einu áttaði ég mig á því að við Íslendingar erum skilgreindir hryðjuverkamenn.

Spurlock er hress náungi og fléttar ferðalag sitt skemmtilega saman við meðgöngu frumburðar síns og fáum en hann er að reyna að búa til betri heim fyrir hann. Niðurstaðan er sú að allir eru að berjast fyrir því sama, bjartari framtíð fyrir börnin sín. Koma þeim til mennta svo þau eigi von. Engu máli skiptir hvort foreldrar búi í Bandaríkjunum eða Afganistan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Góður kvikmyndapistill en það var þetta með múrinn, gæti verið að hægt sé að nota eitthvað af granítinu og gabbróinu í Borgartúninu í svona múr hér heima ? Eftir nýjustu fréttum fer að verða full þörf á múr og með svipuðum áletrunum. Er víst að breskum hafi verið allsvarnað að grípa til þessara laga sinna ef siðferðið hefur verið á álíkan hátt og með jafn fortakslausum mismununum sem afskriftirnar dæmalausu bera með sér ?

Jóhannes Einarsson, 5.11.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Satt segir þú Jóhannes.

Í þessu tilefni má ég til með að læða vísu sem ég fékk í tölupósti e. H.F.

Okkar hagur heldur skánar
Heimurinn mun fatta senn

að Íslendingar eru bjánar

en ekki hryðjuverkamenn.

Sigurpáll Ingibergsson, 6.11.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 226700

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband