Herðubreið sigruð

Þann 10. júlí árið 1907 varð dularfullt slys í Öskjuvatni. Þá fórust tveir Þjóðverjar með segldúksbát sínum. Þeir voru jarðfræðingurinn Walter von Knebel og Max Rudloff listmálari. Ári síðar kom heitkona Knebel, Ina von Grumbkow ásamt jarðfræðingnum dr. Hans Reck til að leita skýringa á slysinu. Með í ferðinni var bóndinn Sigurður Sumarliðason. Eftir ferðina gaf Ina út bókina, "ÍSAFOLD - Ferðamyndir frá Íslandi".

Á leiðinni í Öskju gengu Reck og Sigurður á Kollóttudyngju. Dagurinn á eftir var hvíldardagur, fyrir hestana en leyndardómar hinnar 1660 m háu Herðubreiðar freistuð þrautseigra ungra krafta jarðfræðingsins Hans Reck.

Í bókinni Ísafold segir þetta um gönguna á Herðubreið, 13. ágúst 1908.  

"Enn hafði enginn klifið risahá móbergsveggina í hlíðum hennar. Enginn mannlegur fótur hafði stigið á koll hennar. Fjallið var fram að þessu talið ógengt og enginn hafði reynt að glíma við það."

Þegar göngunni á Herðubreið er lokið skrifar Ina:

"Þeir höfðu hlaðið vörðu hæst á fjallinu, og sáum við hana öll greinilega í sjónauka. Þessi fyrsta ganga á fjallið hafði ekki aðeins mikið vísindagildi, heldur kom hún okkur einnig að góðum notum á framhaldi ferðarinnar til Öskju. Úr þessari hæð gafst þeim góð yfirsýn um víðlendið í kring. Þeir sáu að á milli Herðubreiðar og Dyngjufjalla hafði vikurinn sléttað að mestu ójöfnur hraunanna og að leiðin myndi vera tiltölulega auðveld.

Auðvitað voru þeir orðnir uppgefnir eftir þessa erfiðu og hættulegu fjallgöngu, en glaðir að hafa lokið djarfmannlegu verki. Hvíldin og maturinn hressti þá, svo að þeir gátu sagt okkur frá mörgu, sem fyrir þá bar í þessari ævintýralegu fjallgöngu. Athyglisverðastar voru eftirfarandi upplýsingar: Þegar komið var langleiðina á brún fjallsins, varð á kafla fyrir þeim svart hraun undir lóðréttum hamraveggnum í upsum fjallsins, rétt áður en þeir komust upp. Til öryggis höfðu þeir sett upp sólgleraugu, svo að þeir blinduðust ekki á sólglitrandi jöklinum, sem samkvæmt landabréfinu átti að þekja alla hásléttuna þar uppi. Hvílík undrun! Við augu blasti aðeins svart hraun og óhreinar fannir á stangli, þar sem þeir væntu ósnortins hreinleika jökulfannanna."

Fyrsta ganga á fjalladrottninguna Herðubreið var því fyrir tilviljun. Eiginlega má segja að hún hafi verið fyrir slys. Dr. Hans Reck varð síðar háskólakennari í Berlín. Næstu árin hélt hann áfram rannsóknum íslenskra eldfjalla og ritaði töluvert um það efni.

 Norðurland290808-Reck

Hér er frétt sem birtist í Norðurlandi 29. ágúst 1908.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

En þeir áttuðu sig ekki á því sem Stórval uppgötvaði að Herðubreið er hol að innan

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæl Hólmdís!

Segðu mér meira frá þessari uppgötvun um að Herðubreið sé hol að innan.

Man eftir að Jóhann Áskelsson jarðfræðingur skrifaði 1927.  "Á gígbarminum fundum við basaltsúlur, all-einkennilegar útlits. Voru þær allar holar að endilöngu. Hin stærsta þeirra var nál. 2/3 m. löng og göngin í gegn, sem ætið voru eins og boruð og ofurlítið víðari í annan endann en hinn, voru 10-15 cm. í víðari endann, en 6-10 com. í hinn mjórri. 

Sumar súlurnar höfðu sprungið af áhrifum vatns og frosts. Allar lágu þær óreglulega í börmum gígsins, en engar gat jeg fundið í föstu bergi. Sennilega hafa súlur þessar myndast á þann hátt, að vatnsgufa hefur þrýst upp upp í gegnum hálfstorkið basalt og eru súlurnar myndaðar af gufunni."

Sigurpáll Ingibergsson, 13.8.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 226700

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband