Sigra Spánverjar loks á stórmóti?

Á morgun hefst knattspyrnuhátíðin. EM 2008 er 22 daga veisla sem hefst í Sviss en endar í Vín.

Þegar EM í knattspyrnu er annars vegar er þetta ekki bara íþróttaviðburður heldur evrópskur menningarviðburður. Fótbolti er hluti af menningu flestra Evrópuþjóða, EM er einn alstærsti viðburðurinn (ásamt ÓL og HM) þar sem ólíkar þjóðir úr allri Evrópu koma saman í friði og reyna með sér í heilbrigðum leik.

Trúarbrögð, hörundslitur, menning og efnahagur skipta ekki máli. Þetta er eitt af því góða sem samfélag þjóðanna hefur alið af sér. Þetta er keppni sem nær til allra - líka þeirra ríku og fátæku.  

Það er mikill áhugi fyrir Evrópumótinu og góð stemming þótt við Íslendingar séum ekki með. Í dag hefur verið mikið spáð í úrslitin og sitt sýnist hverjum. Mér finnst stórveldin Þýskaland og Frakkland fá bestu útkomuna. Ég hef trú á því að Spánverjar með Fabregas í broddi fylkingar fari loks að standa undir væntingum og vinni í ár. Það eru 44 ár síðan þeir lyftu meistarabikarnum síðast.

Flestra augu beinast að Dauðariðlinum en þar bítast fjögur firnasterk lið um tvö sæti. Þau eru heimsmeistarar Ítalíu, sterkir Frakkar, appelsínugulir  Hollendingar og gulir Rúmenar. Það verður gaman að fylgjast með þessum riðli. Rúmenar fá erfiða andstæðinga og róðurinn verður erfiður fyrir þá. Þeir gætu orðið neðstir.

Ég sá grein um hættulegustu vefsíður heims fyrir stuttu. Þar eru vefsíður sem enda á .ro, frá Rúmeníu á toppnum í Evrópu. Þeir hafa verið að sækja í sig veðrið Rúmenar, en óprúttnir aðilar hafa verið að kaupa rúmensk lén grimmt undanfarið. Lagaumhverfið er spillikóðum hagstætt. Kannski verða Rúmenar á toppnum í Dauðariðlinum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Spánn verður sterkur grunar mig Palli. Vildi sjá Frakka og Hollendinga áfram. Líkasd til verð ég fjarri góðu gamni í sjónvarpsglápi þar eð flesta daga verð ég að sigla með túrista.

Runólfur Jónatan Hauksson, 6.6.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Runólfur!

Verður þú að sigla á Jökulsárlóninu?

Sigurpáll Ingibergsson, 6.6.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Heja Sverige!

Við Georg höldum með þeim. Og margir aðrir íslendingar, er það ekki? 

Jón Halldór Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 02:55

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Jú, Sænska stálið á stóran aðdáendahóp hér á landi. Við erum nú Skandínavar.

Sigurpáll Ingibergsson, 8.6.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband