Sjómannadagurinn

Þegar ég var sjómaður fyrir rúmum tuttugu árum var Sjómannadagurinn helsti hátíðisdagur ársins. Það var mikil stemming um borð í skuttogaranum Þórhalli Daníelssyni þegar komið var í land fyrir helgina miklu. Áhöfnin tók yfirleitt þátt í kappróðri og komst ég einu sinni í róðraliðið. Það var mikill heiður og mjög gaman að taka þátt.  Enginn tími gafst til róðraæfinga svo við hoppuðum beint í keppnisbáta. Einn okkar manna tapaði ár þannig að við stóðum okkur eins og íslenskt keppnislið í knattleikjum.  Um kvöldið á Sjómannadag var hápunkturinn, þá bauð Borgey skipverjum í veislu á Hótel Höfn og var ávallt gaman þar innan um hetjur hafsins og spúsur þeirra.  Oftast var haldið til hafs síðdegis á mánudegi og var það einn erfiðasti dagur ársins. 

Ég sótti sjóinn stíft á togaraárum mínum. Fór í fyrstu veiðiferð í júlí 1985 og náði 22 uppgjörum í röð. Tók aðeins eitt frí, í júní 1986 á rúmu ári. Man að mikil veiði var um sumarið 1986 og peningar söfnuðust hratt inn á bankareikning minn, mun hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir og er það í eina skiptið sem það undur hefur gerst á ævinni.

Heldur hefur dregið úr sjarma sjómannadagsins. Kvótakerfið er einn sökudólgurinn í því. Ég ætla samt að taka þátt í hátíðarhöldum hér í höfuðborginni, taka þátt í samkomunni, Hátíð hafsins og jafnvel kíkja á sjóarann síkáta í Grindavík ef bræla verður ekki á Suðurnesjum.

Scan-080531-0001

Myndin er tekin um borð í Þórhalli Daníelssyni, SF-71 fyrir um 20 árum. Björn Ragnarsson, sem nú er búsettur á Selfossi er bæta trollið og í bakgrunni er dóttir kokksins, Þórarins Sigvaldasonar. Hún var með okkur úti í einni veiðiferð sem stóð í viku og skemmti sér vel.

Sjómenn til hamingju með daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er nú svo komið að þessi einn mesti hátíðisdagur, eða helgi, ársins er ekki orðin svipur hjá sjón. Þegar ég var að vinna í fiski fyrir langa löngu var þetta sú helgi sem mesta stemmingin var í kringum (kannski fyrir utan verslunarmannahelgi), fara niður á bryggju á laugardeginum að fylgjast með kappróðri, koddaslag og fleiru. Mæta á hátíðarsvæðið á sunnudeginum að fylgjast með hátíðarhöldunum þar. Já og ekki má gleyma ballinu á laugardagskvöldinu.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ég tek heilshugar undir þetta með þér Ragnheiður.

Kíkti á bloggið þitt, radda.blog.is og þær eru áhrifamiklar myndirnar sem þú birtir af heimili þínu eftir skjálftann. Þú hefur eflaust öðrum hnöppum að hneppa um helgina heldur en að fylgjast með kappróðri, koddaslag og fleiru.  Gangi þér vel í uppbyggingunni.

Sigurpáll Ingibergsson, 1.6.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Frábær mynd. Ég deili því hinsvegar með ykkur að sakna gamla andans, þegar sjálfsagt þótti að allir tækju þátt í okkar aðalatvinnuvegi og enginn var of fínn til að vinna í fiski.

Það var einhver sjami yfir þessu.

Jón Halldór Guðmundsson, 3.6.2008 kl. 16:22

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Takk fyrir komplimentið Jón!

Fyrst Seyðfirðingurinn er hér inni, þá má bend á að Gullver var yfirleitt hátt á blaði yfir aflahæstu togara á Austfjörðum á þessum árum.

Sigurpáll Ingibergsson, 3.6.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband