U2 3D *****

Fór á þrívíddartónleika með U2 í gærkveldi, íklæddur græna U2 bolnum til að samfagna Bono. Tónlistakvikmyndin U2 3D var sýnd í Álfabakka á Hvítasunnudag en það voru því miður fáir á tónleikum. Myndin er unnin eftir nýrri tækni sem þróuð hefur verið hjá 3ality Digital og er hin magnaða rokkhljómsveit, U2 sem breiðir út tæknina í samstarfi við hina virta miðil National Geography.  Fylgir hún eftir  kvikmyndinni  Rattle and Hum framleidd af U2-félögum fyrir 20 árum og braut sú kvikmynd ákveðið blað í rokksögunni.

                                                    200px-U2_3D_poster

Helsti gallinn við myndina U2 3D er að hún er of stutt. Rokktónleikarnir standa aðeins yfir í 85 mínútur og renna fjórtán lög í gegn en fyrir vikið er mörgum góðum lögum er sleppt. Hljóðið er mjög gott og myndataka stórgóð. Enda voru notaðar 18 tökuvélar á níu tónleikum í fimm löndum. Upplifunin er góð og Bono kemur nokkrum sinnum beint til okkar með boðskap sinn. Þetta er mjög vel gert hjá framleiðendum og fara þeir sparlega með það en í sumum þrívíddarmyndum er þetta bragð ofnotað. Flottasta sjónarhornið er þegar trommarinn Larry Mullen er sýndur við iðju sína, trommusettið er eins og frumskógur. Einnig er gaman að hvernig tónleikagestir sem sitja á herðum annara í þvögunni er nýttir í sviðsmyndina.

Ég fór á Vertigo tónleika fyrir þrem árum í London til að læra að aftengja kjarnorkusprengju og fór í gær til að rifja upp góða tíma. Búið er að taka út Afríkuboðskapinn í myndinni. Baráttunni gegn fátækt en Bono hvetur fólkinu í S-Ameríku til dáða í staðinn.  

Þrátt fyrir að vera næstum kominn á tónleikastaðinn, þá nær myndin ekki upp stemmingunni sem er á tónleikum sjálfum. Gæsahúðin kemur ekki eins oft upp. Eitt lag sem er í myndinni hreif mig mjög og var ekki á tónleikum sem ég var á, en það er þegar Bono syngur lagið Miss Sarajevo. Þá nær hann vel til fólksins sem var stundum eins og stór síldartorfa í myndinni. Fagnaðarlæti þeirra voru ósvikin þegar hann tónaði efstu tóna og sló nærri út sjálfan Pavarotti. Mér fannst vanta örlita gleði í sveitina  og tónleikagesti  í byrjun myndarinnar en stemmingin eykst er á líður. Kanski er maður of upptekin af allri upplifuninni í þrívíddinni. Maður tekur eftir mörgun smáatriðum sem fóru framhjá á tónleikunum.

Að lokum hvet ég áhorfendur til að hlusta vel þegar lagið Pride kemur en það fer ekki framhjá neinum, það byrjar svo kröftuglega. Í upprunalega laginu syngur Bono, "Early morning April 4" en það er sögufölsun því Marteinn Luther var myrtur "Early evening April 4" eða klukkan 18.01 og er því sagan leiðrétt í myndinni.

Þetta er mynd sem allir U2 aðdáendur eiga að mæta á og einnig þeir sem ekki eru U2-aðdáendur. Þetta er mynd fyrir fólk sem hefur áhuga á tónlist og tækni, það fær helling fyrir tólfhundraðkallinn.

Ég skrifaði fyrir nær þrem árum pistil á Huga.is um Vertigo-tónleikana. Tengill í hann fylgir hér.


mbl.is Bono með afmælisboð í Mónakó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hlakka mjög til að sjá þessa mynd. Er með miða í Kringlubíó annað kvöld. Það var eiginlega heppni að ég tók eftir að þessi mynd var í bíó. Finnst eitthvað lítið hafa farið fyrir henni.

Kristján Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Kristján!

Það er rétt hjá þér, það hefur farið lítið fyrir myndinni. Sambíó mega taka sig á í þeim efnum.

Sigurpáll Ingibergsson, 13.5.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 226700

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband