Þórbergs lykillinn - X, I2, X30 og Z45

Jólagjafirnar komu samkvæmt áætlun. Ein bókin sem ég fékk og reiknaði með að fá var bókin, ÞÞ í fátæktarlandi - þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson.  Mitt fyrsta verk yfir jólahátíðina var að lesa bókin og hafði ég gaman að.  Ég komst að því að ég er nokkuð vel lesinn í Þórbergi enda búinn að lesa flest allar bækur sem hann hefur skrifað auk bóka sem gefnar hafa verið út um meistara Þórberg.

Stíllinn hjá Pétri er oft skemmtilegur í bókinni, myndrænn og léttur. Hann hefur eflaust lært eitthvað af meistaranum við skrifin.  Það sem kom mér helzt á óvart er hversu mikill bóhem Þórbergur var en sú mynd hefur ekki mikið birst af honum.

Þórbergur hélt nákvæmar dagbækur og hefur Pétur grúskað lengi yfir þeim. Nokkur tákn eru í bókinni og undirstrikanir sem ekki er búið að ráða. Pétur hefur hins vegar fundið út að  þar sem fundur við Kristínu Guðmundsdóttur er undirstrikaður fylgir X efst á síðu.  

Á þessum síðum er líka töluvert um merkjamál eða dulmál sem skortir forsendur til að skilja og tíma til að ráða. Hvað merkja I2, X30 og Z45?

Þessi tákn eru enn ein snilldin hjá Þórbergi en hann vissi að bækurnar yrðu lesnar eftir sinn dag. Því hefur hann skráð prívat upplýsingar með þessum hætti.

Í byrjun árs las ég frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að dulmálssérfræðingar hafa fengið leyfir fyrir því að grafa skurð á í Skipholtskróki á Kili í leit sinni að heilögum kaleik Jesú Krists og öðrum dýrgripum musterisriddara. Ítalski verkfræðingurinn og dulmálssérfræðingurinn Giancarlo Gianazza telur sig hafa ráðið flóknar vísbendingar fornra skálda og listmálara.

Er ekki ráðið að fá Gianazza til að rannsaka dagbækur Þórbergs og finna út úr þessum táknum Þórbergs. 

Önnur spurning er hvort Þórbergur sé einn af lykilmönnum í varðveislu dýrgripa musterisriddara rétt eins og Snorri Sturluson og þessi tákn tengist staðsetningunni á dýrgripunum?

Að lokum er spurning hvort hér sé efniviður fyrir hinn íslenska táknfræðing Dr. Robert Langdon eða jafnvel Erlend - Bókin gæti heitið Þórbergs lykillinn. Thorbergs Code á ensku!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Er Z45 ekki bílnúmerið hjá Halldóri Ásgrímssyni?

Þorsteinn Sverrisson, 16.1.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Góð spurning?

Það var það fyrsta sem mér datt í hug, þetta gætu verið bílnúmer.  A-Skaftfellingar höfðu hina frægu Z í bílnúmeri sínu.  En ég held að Þórbergur sé dýpri.

Ég fletti Z45 upp í umferðaskrá, us.is

Skráningarnúmer:Z45Fastanúmer:HH076Tegund:ISUZUUndirtegund:TROOPERLitur:BlárFyrst skráður:21.08.1984

Efast um að Halldór Ásgríms eigi þennan ágæta bíl. 

Sigurpáll Ingibergsson, 16.1.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 226636

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband