12% ganga í vinnuna - ég er einn af þeim

Sá í laugardagsmogga frétt um ferðahegðun borgarbúa til vinnu.  Ég geng oftast í vinnuna og lendi því með öðlingunum sem fylla 12% flokkinn.  Aðeins 2% borgarbúa fóru á reiðhjóli til vinnu, 7% með stærtó og 3% á annan máta.  73% fóru á eigin bíl og 4% sem farþegar.  Þetta eru sláandi niðurstöður. Bílisminn er dýrkaður í borginni.

 Ég bý í austurhluta Kópavogs og vinnustaðurinn er í Síðumúla. Það eru fáir á ferli á morgnanna og síðdegis. Ég læt það ekki á mig fá og tek minn bezta ferðafélaga iPod með, þá líður tíminn hratt.

Fólk er hissa á þessum lífsstíl mínum en hrósar mér um leið. Það verður hissa á þessu uppátæki hjá mér en gangan tekur 35 mínútur.

Ég eignaðist GPS tæki - Garmin Geko 201, í mánuðinum og til að geta svarað fólki nákvæmt hve vegalengdin vær löng þá teiknaði ég upp leiðina.  Niðurstaðan var 3.2 kílómetrar. Meðalhraðinn á mér er 5,5 km/klst og væri aðeins hærri ef rauðu ljósin væru færri.

Leiðin að heiman liggur niður Þverbrekku, niður í Fossvogsdalinn. Framhjá HK-húsinu og upp Réttarholtsveg. Beygi þaðan inn á Sogaveg, fer yfir göngubrú yfir stórfljótið Miklubraut og kem niður í Faxafeni stutt frá Myllunni og finn dásamlega baksturlykt. Þaðan er leiðin greið upp í Stika.

Ég ætla að gefa upp punkta af leiðinni:

Eldhúsið:  64.06.634 - 021.51.981  í 128 metra hæð.

HK-húsið: 64.06.975 - 021.52.508  í    22 metra hæð. 

Réttó:      64.06.612 -  021.51.914  í 109 metra hæð.

Stiki ehf:  64.07.405 021.52.023    í   61 metra hæð

 

Eins og sést þá bý ég hátt. Þarf að búa hátt enda alinn upp á Fiskhól. Íbúðin mín verður með þeim síðustu sem fer í kaf vegna hlýnandi loftslags. Gallinn er sá að það er lýjandi að ganga upp eða hjóla Þverbrekku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangan er góð- sérlega fyrir þá er verja alltof miklum tíma í að horfa á löngu úreltan fótbolta á skjám eða úr stúkunni.

Kv. frá Höfn+JGG

JGG (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Blessaður Jón!

Gaman að heyra frá þér.  Fótboltinn klikkar ekki. Arsenal hefur spilað stressbolta undanfarið þannig að maður hefur verið á fleygiferð í sófanum og brennt miklu.

Sigurpáll Ingibergsson, 19.2.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband