Í fótspor Þórbergs

Vegna útkomu bókarinnar Meistarar og lærisveinar bauð Forlagið í gönguferð um Vesturbæinn, í fótspor Þórbergs.  Bókin eða kiljan er byggð á „stóra handritinu“ hans Þórbergs Þórðarsonar sem er að líkindum uppkast að þriðja bindi skáldævisögu hans, í kjölfar Íslensks aðals og Ofvitans.

Það var fjölmenn ganga og sá meistarinn Pétur Gunnarsson, rithöfundur um að uppfræða lærisveina Þórbergs. Fyrst var gengið að Unuhúsi, síðan norður Norðurstíg og leitað af húsi númer 7. Það fannst ekki, líklega horfið eða búið að breyta skipulagi. Þetta kallar þörfina fyrir því að merkja hús em hafa menningarsöguleg verðmæti.  Þaðan var haldið að Vesturgötu 35 og endað við Stýrimannastíg 9 en þar var bókin Bréf til Láru skrifuð.

Pétur greindi okkur frá ástandi í Reykjavík og aðstæðum hjá Þórbergi og las úr kaflanum í bókinni.  Ég tek hér beint bút úr bókinni en hann á vel við, það eru að koma mánaðarmót.

Norðurstígur 7

"Í þessari vistarveru var ég í tvö ár. Húsaleigan var aðeins 5 krónur á mánuði. Ég gat allt af staðið í skilum með hana. En stundum var ég algerlega frá verki tvo til þrjá daga fyrir mánaðarmótin af áhyggjum út af því, hvar ég gæti náð í 5 krónur í húsaleiguna. Þá rölti ég æfinlega aftur og fram um göturnar allan daginn frá morgni til kvölds. Skyldi þessi vilja lána, eða þessi eða þessi? Ekki strax. Seinna í dag. Ekki í dag heldur á morgun, í fyrramálið. Þá verð ég kjarkbetri, þegar ég er nývaknaður. Og í fyrramálið sagði ég: Ekki strax. Ekki fyrr en ég er búinn að éta miðdegismatinn. Þá líður mér betur, ég verð áræðnari. Eftir miðdegismatinn: Það liggur ekkert á fyrr í í kvöld. Það er eiginlega betra að slá á kvöldin. Þá er dimmara og sést ekki eins framan í mann, og þá eru menn í betra skapi etir að vera búnir að lúka þessu leiðinlega striti dagsins. Þannig leysti ég flest húsaleiguvandræði mín á árunum 1913 til 1917."

Eftir þessa hressandi göngu í Vesturbænum var keypt eintak af bókinni Meistarar og lærisveinar. Það er miklu skemmtilegra að lesa bókina eftir gönguna. Maður fær miklu betri tilfinningu fyrir húsunum og aðstöðunni sem í boði var á þessum erfiðu tímum.

Norðurstígur 5 

Göngumenn í fótsporum Þórbergs í húsasundi fyrir utan Norðurstíg 5. Þórbergur leigði herbergi á Norðurstíg 7. Þar varð fyrsta endurfæðingin en þá losnaði hann undan áhrifum frá Einar Benediktssyni í skáldskap.

Nordurstigur

Hér er kort af ja.is sem sýnir núverandi skipulag við Norðurstíg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband