Ruslpóstur kemur í ruslpósts stað

Vöxtur ruslpósts eykst enn á Netinu og aðferðirnar taka á sig sífellt nýja mynd. Kínverjar hafa leitt síðustu bylgju og er notkun mynda nýjasta bragðið.  Orsökin fyrir sókn Kínverja er talin vera sú að um miðjan nóvember á síðasta ári var McColo ruslpóstveitan upprætt. Við það datt ruslpóstur tímabundið niður um 75%. Þá kom tækifæri fyrir nýsköpun.

 Ruslpóstur

Á vef MessageLabs er haldið um þróunina í ruslpósts og vírusmálum. Það er fróðleg lesning. Bretland er hrjáðasta land hvað ruslpóst varðar en þar er hlutfallið 94%. Á eftir þeim koma Kína með 90% og Hong Kong með 89%. Ísland mælist ekki.

Einnig kemur fram að  meðaltali eru settar upp 3.561 vefsíður sem innihalda spillihugbúnað á dag. Förum því varlega og sérstaklega á Facebook en þar hafa þrjótarnir hreiðrað um sig.  En bragðið þar er að viðtakandi fær skeyti frá einum vina sinna með efnisinnihaldi, "hello" og innihaldið er tengill. Ef smellt er á tengilinn er viðtakandi sendur á síðu sem líkist innskráningu Facebook-síðu.  En með því að rýna slóðina, þá er uppruninn allt annar. Þannig ná árásaraðilar aðgangi að Facebook síðu þinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 226453

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband