Konungur laumuforritana sleppur líklega við fangelsi

Hann er ekki gamall, aðeins 18 ára, Nýsjálendingurinn Owen Thor Walker sem er kallaður hefur verið konungur laumuforritana (Botnet).

Hann er talinn höfuðpaur í gengi sem sýkti 1.3 milljónir tölva víða um heim frá 30. janúar 2006 til 28. nóvember 2007 og hagnaðist hann töluvert af þeirri iðju.

"Konungur laumuforritana" sem gekk undir nöfnunum, "AKILL", "Snow Whyte", og "Snow Walker" hefur játað að hann hafi vitað að verknaðurinn væri ólöglegur en ekki glæpsamlegur.

Dómur fellur í málinu í lok maí en talið er líklegt að hann sleppi við fangelsi en fái sekt og þurfi að inna af hendi samfélagsþjónustu.  Ungur aldur er brotin voru framin og Asperger sjúkdómur hjálpa til við vægan dóm.

Fólk í upplýsingatækni er frekar ósátt, verði þetta niðurstaða dómsins. Telja að verið sé að senda tölvuþrjótum röng skilaboð. Það sé allt í lagi að smita tölvur með spillihugbúnaði og stela upplýsingum, refsingin sé engin.

Myndband á netöryggi.is sem útskýrir laumuforrit, (Botnet eða Zombie)

Heimild:

http://www.sophos.com/pressoffice/news/articles/2008/04/owen-walker.html?_log_from=rss

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband