Er Ísland etv. ekki bezt í heimi?

Í síðasta mánuði bárust þær fréttir að Ísland væri bezta landi í heimi samkvæmt árlegri úttekt lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.  Allir fögnuðu.

Nú í byrjun þessarar viku komu niðurstöður úr PISA-rannsókninni á árangri grunnskólanemenda. Þar fá Íslendingar slæma útkomu.  Í Fréttablaðinu í dag er frétt á bls. 2: PISA-samanburður milli landa skakkur.  Það gat nú verið. Ávallt þegar Ísland skorar lágt í samanburði við önnur lönd heimsins, þá er umdeilanlegt hvort það þjóni tilgangi að bera saman meðal námsárangur milli landa. Eða röng gögn eru notuð. Hins vegar eru öll gögn og allar aðferðir óumdeilanlegar þegar við náum góðu skori.  

Geir Haarde  var fyrir stuttu til svara þegar Standard og Poor lækkuðu umsögn um lánshæfismat Ríkissjóðs. Hann sagði í Sjónvarpinu að þeir S&P-menn hefðu gamlar og úreltar upplýsingar!

Því spyr ég. Voru etv. röng göng notuð þegar við toppuðum lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband