12.11.2007 | 23:35
Með Leifi Erni á Cho Oyu
Við Særún fórum í ferðalag með Leifi Erni Svavarssyni á Cho Oyu (8201 m) í kvöld. Hann var vel setinn Salurinn er stuttklipptur Leifur sagði frá ferð sinni í máli og myndum á sjötta hæsta fjall jarðar. Leifur er fjallsækinn og vann það afrek aðfaranótt 2. október sl. að standa á hátindi fjallsins. Hann sagði skemmtilega frá baráttu við hæðarveiki, hugrökku leiðangursfólki, lífinu í Tíbet og útsýni fá toppi fjallsins. Leifur var í átta manna leiðangri og skipulagði Adventure Consultants ferðaskrifstofan ævintýrið. Í hópnum voru ýmsir kynlegir kvistir, m.a. einfættur maður, mæðgur og milljónamæringar.
Cho Oyu er í Himalaya fjallgarðinum og er aðeins 20 km vestan við Mt. Everest, við landamæri Kína (Tíbet) og Nepal. Cho Oyu þýðir "Turquoise Goddness" eða Himinblár Guð.
Mér finnst ávallt gaman á fjallasýningum og heyra fjallsögur. Leifur var fjallhress og hreif salinn með sér. Mig langar alltaf í svona ferð. Hins vegar er þetta mikil þolraun og þegar hann sagði frá því að hann hefði misst sjón á öðru auganu á toppnum og hún dottið inn í sjöþúsund metra hæð þá komst maður niður á jörðina. Þessi hávöxnu Himalayafjöll eru of stór fyrir mig.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 233430
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.