Með Leifi Erni á Cho Oyu

Við Særún fórum í ferðalag með Leifi Erni Svavarssyni á Cho Oyu (8201 m) í kvöld.  Hann var vel setinn Salurinn er stuttklipptur Leifur sagði frá ferð sinni í máli og myndum á sjötta hæsta fjall jarðar. Leifur er fjallsækinn og vann það afrek aðfaranótt 2. október sl. að standa á hátindi fjallsins. Hann sagði skemmtilega frá baráttu við hæðarveiki, hugrökku leiðangursfólki, lífinu í Tíbet og útsýni fá toppi fjallsins. Leifur var í átta manna leiðangri og skipulagði Adventure Consultants    ferðaskrifstofan ævintýrið. Í hópnum voru ýmsir kynlegir kvistir, m.a. einfættur maður, mæðgur og milljónamæringar.

Cho Oyu er í Himalaya fjallgarðinum og er aðeins 20 km vestan við Mt. Everest, við landamæri Kína (Tíbet) og Nepal. Cho Oyu þýðir "Turquoise Goddness" eða Himinblár Guð.

Mér finnst ávallt gaman á fjallasýningum og heyra fjallsögur. Leifur var fjallhress og hreif salinn með sér. Mig langar alltaf í svona ferð. Hins vegar er þetta mikil þolraun og  þegar  hann sagði frá því að hann hefði misst sjón á öðru auganu á toppnum og hún dottið inn í  sjöþúsund metra hæð þá komst maður niður á jörðina.  Þessi  hávöxnu Himalayafjöll eru of stór fyrir mig.

Það var gaman að sjá gulu línuna (yellow band) í 7.700 metra hæð í Cho Oyu, en sú rönd sést í öllum fjöllum Himalaya yfir átta þúsund metra hæð. 
 
Leifur sýndi einnig mannlífsmyndir frá Nepal og Tíbet undir þjóðlegum tónum og gaf það skemmtilegan sýningunni skemmtilegan anda.  Athyglisvert var að sjá hversu miklar framkvæmdir eru í Tíbet undir stjórn Kínverja. Gott vegakerfi og mikil uppbygging og eru Olympiuleikarnir drifkrafturinn.  
 
Við Særún skemmtum okkur vel ásamt rúmlega 350 öðrum fjallhressum Íslendingum. 
 
 
cho-oyu-route

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 233430

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband