Orðvandir Öræfingar

Fyrst minnst var á bókina Við Þórbergur eftir Gylfa Gröndal í síðustu færslu þá er ekki úr vegi að kíkja í kaflann Rigningarsumar í Suðursveit.

Ég hef haldið mikið upp á frásögn Þórbergs á Vatnadeginum mikla en sú frásögn er einstök í sinni röð, einkum með tilliti til málfars í sambandi við veður og vötn. Kíkjum á hvernig  Margrét Jónsdóttir upplifði ferðina yfir Skeiðará. 

"Við lögðum af stað um morguninn og riðum úr hlaði undir heiðbjörtum himni, öll á þaulvönum vatnahestum, pósturinn Runólfur Jónsson í Svínafelli, Þórbergur og ég. Síðan bættist fimmti maðurinn í hópinn, Runólfur Bjarnason í Skaftafelli, sem talinn var mesti Skeiðarárfræðingur í Öræfum.

Um leið og Þórbergur hitti Runólf í Skaftafelli, spurði hann:

"Er ekki Skeiðará mikil núna, Runólfur?"

"Jú, það er ansi mikið í henni," svarar hann

Þá leist Þórbergi ekki á blikuna, því að hann þekkti vel, hve orðvandir Öræfingar voru. Ansi mikið táknaði á þeirra máli ekkert minna en andskotans ósköp - svo útlitið var ekki gott.

Á leiðinni brýndi Þórbergur fyrir mér vatnaboðorðin fjögur, svo að ég fær mér nú ekki aftur að voða, en þau hljóðu svo:

Fyrsta boðorð: Haltu ekki fast í tauminn

Annað boðorð: Stattu ekki í ístöðunum.

Þriðja boðorð: Haltu annarri hendi af öllu afli í faxið, ekki í hnakkinn.

Og fjórða boðorð: Horfðu ekki niður í vatnið, heldur skaltu einblína á Lómagnúp." 

Í þessari frásögn koma mörg sérkenni fram. Yfirburðaþekking Skaftfellinga á Skeiðará. Þekking sem hefur tapast eftir að brýr komu til sögunnar. Geðgóðir hestar, húmor og skipulag Þórbergs. Einnig hversu margbrotin íslenskan getur verið. Ansi mikið getur haft stóra merkingu. Tungumálið er ekki bara samskiptatæki, það er miklu dýpra en það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 226643

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband