Þórbergsleikar

Tíunda Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Hornafirði um verzlunarmannahelgina. Þetta er frábært framtak hjá hreyfingunni og nauðsynlegt til að halda æskunni frá drykkjumenningu landans um þessa blautu helgi.  

Þegar ég las frétt í Eystrahorni fyrir tveim árum um að landsmótið yrði á Hornafirði þá skrifaði ég pistil á horn.is um nýja íþrótt, Þórbergsleika.  Ég sé mér til mikillar ánægju að Þórbergleikar verða á dagskránni.

Þórbergur Þórðarson frá Hala í Suðursveit er merkilegur maður. Allt héraðið er sögusvið bóka hans og honum tókst betur en nokkrum öðrum að kalla fram sérkenni íslenskrar alþýðumenningar með verkum sínum. Áskorun Þórbergsleika er að svara ákallinu í verkum hans og halda  áfram að draga fram sérkenni heimabyggðar, að bjarga menningarverðmætum frá glötun, að færa þekkingu fortíðar inn í framtíðina, að lifa með landinu.

Ég birti hér fyrir neðan pistilinn sem skrifaður var 13. marz 2005.  - Hittumst á Hornafirði á Þórbergsleikum.

 

Best er að hefja skrifin með því að óska Hornfirðingum til hamingju með að hafa fengið Unglingalandsmót UMFÍ 2007.

Forsíðufréttin í Eystrahorni þann 4. ágúst greinir frá niðurstöðunni og rætt er við bæjarstjóra okkar Albert Eymundsson. Bæjarstjórinn er eðlilega ánægður og þegar ég las þessa málsgrein í fréttinni kviknaði hugmynd í kolli mínum.

“Hann segir mótshaldara ráða hvaða greinar verði í boði og hvatt sé til þess að bjóða upp á nýjar keppnisgreinar og draga fram sérkenni svæðanna.”

Hvarflaði hugurinn til meistara Þórbergs Þórðarsonar. En ég var enn undir áhrifum af skrifum hans eftir að hafa lesið Ofvitann á sama tíma og  Unglingalandsmótið var haldið í Vík.

Rifjaðist þá upp frábært erindi, Hvað vildi Þórbergur? sem Guðmundur Andri Thorsson flutti í Norræna húsinu á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars 2004.  Það lagði hann út frá skoðunum Þórberg á íþróttum sem kom fram í samtalsbók þeirra Þórbergs Þórðarsonar og Matthíasar Johannesen, Í kompaníi við allífið. Þórbergur er stríðinn í samtalinu og gerir gys að þrístökki en þjóðin var þá nýbúin að eignast sinn fyrsta verðlaunagrip á Ólympíuleikum.

Draumsýn Þórbergs:

Fótboltinn mun blómstra í nýjum tilbrigðum og ferðast til kappleikja um allan jarðarhnöttinn. Mikil hástökk munu og reisa um jarðir, sömuleiðis hækkandi grindarhlaup, gaddavírshlaup, æ markvísari spjótköst, lengri og hraðari Maraþonhlaup, fimmstökk, sjöstökk og nístökk. (Kompaníið bls. 250).

Heimurinn er enn ekki kominn lengra á þróunarbrautinni en svo að stökkin eru ekki nema þrjú.

Draumur Guðmundar Andra Thorssyni var að sjá íþróttamót sem kennt væri við Þórberg. Þar sem keppt væri í hækkandi grindarhlaupi, gaddavírshlaupi, hoppi á einum fæti og nístökki. 

Því væri gaman að keppt væri í einni af þessari nýstárlegu  keppnisgrein á Unglingalandsmóti UMFÍ á Hornafirði 2007.  Þá myndum við einnig sjá nýtt heimsmet.  Ekki væri verra að halda eitt densilegt Þórbergsmót með nokkrum greinum.

Það er varla hægt að finna betri tengingu fyrir sérkenni Sveitarfélagsins og að minnast ofvitans Þórbergs um leið.

 

P.s.

Erindi Guðmundar Andra Thorssonar.

http://www.thorbergur.is/files/hvad_vildi_thorbergur.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 226708

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband