RM Studio vottað af VeriTest

Síðasta vika var mjög góð hjá Stika. Niðurstöður komu frá Kína úr prófunum hjá VeriTest voru birtar og stóð RM Studio áhættumatshugbúnaðurinn okkar prófið. Það er glæsileg niðurstaða en kom okkur ekki á óvart. Enda vel skrifaður hugbúnaður.

Markmiðið með prófinu er að ná fá vottun frá Mircorsoft um að hugbúnaðurinn sé hannaður og keyri vandræðalaust á Windows netþjónahugbúnaði og Windows stýrikerfum, auk þess að vera hannaður fyrir .NET tækni Microsoft. 

Mjög fáar hugbúnaðarlausnir frá Íslandi hafa fengið vottun hjá VeriTest en Microsoft krefst þess í sumum tilfellum hjá hugbúnaðarhúsum sem eru í hópnum Microsoft Partner en þangað stefnum við hjá Stika.

RM Studio hugbúnaðurinn er ætlaður fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum sem vilja tryggja öryggi í vinnslu upplýsinga. Byggt er á aðferðafræði öryggisstaðlanna ISO/IEC 17799:2005 og ISO/IEC 27001:2005.

Hugbúnaðurinn er byggður upp á nokkrum mismunandi kerfiseiningum. Viðamesta einingin í RM Studio er áhættumats einingin sem leiðir notanda á skipulagðan máta í gegn um áhættumatsferli. Í RM Studio er jafnframt eignakerfiseining til að skrá upplýsingaeignir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband