Kompás sýnir sukkið í fiskveiðistjórnunni

Kvótakerfið er ein af orsökum landsbyggðaflóttans.    Kerfi sem byggir á svindli, óréttlæti, ranglæti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upplausn, hrörnun og flótta, óöryggi, "hagræðingu", einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi.
Afleiðingin af þessu, auknar skuldir útgerða og minni fiskstofnar. Hér þarf að breyta miklu, enda vitlaust gefið.

Þegar greindir og vel menntaðir menn jafnvel prestlærðir geta varið svona gallað kerfi og kallað fullkomnasta kerfi í heimi þá skil ég loks af hverju breyskir menn voru tilbúnir til að láta líf og limi fyrir hugsjónir, kenndar við nasisma og kommúnisma. Rök eru ekki tæk, heldur tilfinningin ein.

Ótrúlegt er að landsbyggðarfólk skuli kjósa yfir sig sömu vandamálin kosningar eftir kosningar. Árið 2007 eru alþingiskosningar og trúlega kjósa 2/3 Hornfirðinga stjórnarflokkana. Horfa síðan á launin lækka, húsin lækka í verði, börnin flytja burt, nágrannan pakka saman í gám og skilja eftir tómt hús. Þetta minnir óneitanlega á lömb á leið til slátrunar.

Þegar útópísk hugmynd svo sem að Íslendingar séu ein þjóð er draumsýnin ein, þá verður fólk í hinum dreifðu byggðum að snúa bökum saman.

Til að byggja aftur upp sjávarútveginn þarf að taka rannsóknir á atferli fiska, lífríki og fiskstofnum til rækilegrar endurskoðunar. Stórefla þarf rannsóknir, byggja upp meiri þekkingu og setja landgrunnið í umhverfismat og skilgreina alveg upp á nýtt með hvaða veiðarfærum fiskurinn er veiddur. Fara eftir niðurstöðum þó kvalarfullar kunni að verða. Stefna að því að bera af á þessu sviði og selja svo rannsóknarþekkingu út um allan heim. Vísindin efla alla dáð.

Hér meðfylgjandi er mynd sem tekin var í Þórhalli Daníelssyni SF-71 árið 1987. Við notuðum það í kosningabaráttunni í Suðrinu árið 2003, þá var maður Frjálslyndur.

xf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 226518

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband