Fiskidalsfjall (214 m) og Festarfjall (201 m)

VeðurmyndEkið til Grindavíkur og beygt inn á Suðurstrandarveg að námum við Fiskidalsfjall. Þaðan gengið upp suðurhlíðar fjallsins og til norðausturs eftir fjallsbrúninni. Stefnan var síðan tekin að Skökugili og rótum Festarfjall. Eftir nestisstopp var fjallið klifið og útsýnisins yfir Atlantshafið notið.

Þorbjörn er mest áberandi af Fiskidalsfjalli sem og nágranninn Húsafjall en fell í örnefnum eru ekki vel séð þarna. Sjómannabærinn snyrtilegi, Grindavík með allan kvótann sést vel.
Þegar gengið er upp Fiskidalsfjall sést malarnám vel og einnig að þarna hefur verið hluti var varnarsvæðinu í Kalda stríðinu. En rústir eftir möstur og hlustunarstöð sjást berlega milli Húsafjalls og Fiskidalsfjalls. Einnig eru margar fornleifar.

Festarfjall horfði glaðlega mót göngufólkinu. Það var eins og það væri að segja: „Nú er gaman! Nú er gaman!“ …. En Fiskidalsfjall var þungbúið, eins og það væri að hugsa: „Gamanið er stutt.“

Festarfjall er hálft fjall, minnir á Hestfjall. Rúst eldfjalls sem Ægir er sem óðast að brjóta niður. Báðum megin þess eru þykk lög úr svartri ösku sem orðin er að föstu bergi.
Berggangur liggur í gegnum Festarfjall og er Festi (Tröllkonu-festi) sú er fjallið tekur nafn af.

Fjöllin tvö að mestu úr bólstrabergi. Einnig er í því móberg, brotaberg og grágrýtisberggangar. Tveir slíkir mynda „festina“. 


Ljómandi útsýni er af Festarfjalli en víðsýni ekki mikið. Eldey sem minnir á Ellý Vilhjálms ber af í hafinu vestri.  Sýrfell í gufustrókum á Reykjanesinu. Fagradalsfjall og Stóri-Hrútur sem minnir á Keili í norðaustur. Langihryggur densilegur og ber nafn með rentu. Kistufell og Geitahlíð árennileg og risarnir, Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í austur með Tindfjöll sér til halds og trausts.

Hrólfsvík

Húsafjall og Hrólfsvík ásamt Þórkötlustöðum og sægreifaþorpið Grindavík séð frá Festarfjalli. Ganga þurfti yfir malbikaðan Suðurstrandarveg milli fjalla.

 

Dagsetning: 28. maí 2014 
Hæð Fiskidalsfjalls: 214 m 

Hæð Festarfjalls: 201 m
GPS hnit varða á Fiskidalsfjalli: (N:63.51.562 - W:22.21.961)

GPS hnit varða á Festarfjalli: (N:63.51.434 – W:22.20.246)
Hæð í göngubyrjun:  22 metrar (N:63.51.138- W:22.21.804) hjá malarnámu.
Hækkun: 250 metrar (192 + 58 metrar)          
Uppgöngutími Fiskidalsfjall: 35 mín (19:30 - 20:05) – 860 m ganga.
Heildargöngutími: 150 mínútur (19:30 - 22:00)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd:  6 km 

Skref: 7.517
Veður kl. 21 Grindavík: Alskýjað, SV 6 m/s (7-9 m/s),  9,1 °C. Raki 84%. Gambur.
Þátttakendur: Útivistarræktin, 41 manns með fararstjórum.
GSM samband:  Nei, ekki hægt að ná 4G í byrjun, í suðurhlíðum Fiskidalsfjalls en gott eftir það.


Gönguleiðalýsing
: Brött byrjun í malarnámu við rætur Fiskidalsfjalls. Síðan melar og mosi, yfir malbikaðan Suðurstrandarveg að Siglubergshálsi og þaðan á Festarfjall. Þéttbýli, þjóðvegur og haf, með útsýni um eldbrunnið land.

Húsafjall og Fiskidalsfjall

Húsafjall og Fiskidalsfjall séð frá Festarfjalli.

 

Heimildir:

Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind, Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. M&M 2010.

Ferlir.is: http://www.ferlir.is/?id=4127

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 226477

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband