Fræðst um Hengilssvæðið

Það er ekki oft sem fjallganga hefst í hæsta punkti. Það blés köldum norðan vindi þegar komið var að bílastæði við Himnaríki á Skarðsmýrarfjalli en göngumenn vissu að ástandi ætti bara eftir að batna.

Einar Gunnlaugsson leiðsögumaður með 30 ára reynslu af svæðinu og  Rannveig Magnúsdóttir farastjóri frá Landvernd stýrðu hópnum. Einar gjörþekkti svæðið og var gaman að heyra um sögu hraunanna sem runnu fyrir 1000, 2000 og 5000 árum er við fórum framhjá þeim. Einnig var hann á heimavelli er steina með útfellingar bar fyrir augu.

Í ferðinni sáum við að það var búið að fjarlægja nokkra gíga úr gosröðinni fyrir 2000 árum og er efnið í þeim í veginum yfir Hellisheiði. Okkur var hugsað til Hraunavina í Gálgahrauni.

Í Miðdal sást jarðhiti vel. Hann hafði brætt snjóinn og grænn mosinn skar sig úr. Einnig eru nokkrir hverir og litlir heitir lækir sem renna í Hengladalsá. Líffræðingar eru að rannsaka þá en hitakærar örverur lifa þar.

Í lokin kíktu við á eina af 25 virkum borholum á Hengilssvæðinu sem Hellisheiðarvirkjun nýtir og gefa af sér um 300 MW af orku. Holurnar eru að jafnaði að jafnaði 2000 metra djúpar. Við höfðum gengið yfir svæðið sem gaf af sér nokkrar af bestu borholunum. Hitinn í borholuskýlinu var þægilegur er úr kuldanum var komið en sum rörin eru 200 gráðu heit.

Rannsóknir í Miðdal

 Líffræðingar að rannsaka hitakærar örverur í Miðdal.

Dagsetning: 26. október 2013
Mesta hæð: 566 m,  bílastæði v/Himnaríki
GPS hnit Himnaríki: 566 m (N:64.02.997 - W:21.21.009)
GPS hnit borholur:  386 m (N:64.02.402 – W:21.19.999)
Heildarlækkun: 377 metrar         
Heildargöngutími: 2,5 klst, 149 mínútur (10:59 - 13:28)
Erfiðleikastig:  2 skór
Vegalengd:  5,6 km
Skref: 7,912  og 565 kkal
Veður kl. 12 Skarðsmýrarfjall: Skýjað, ANA 17 m/s,  -2.5 °C.  Raki 79%
Þátttakendur: Ferðafélag Íslands og Landvernd, 18 félagar
GSM samband:  Já, enda háhitasvæði með dýrmætum borholum. Stöðugt 3G-samband.
 
Gönguleiðalýsing: Gengið eftir vegarslóða niður Skarðsmýrarfjall eftir misgengi í Þrengsli norðan við fjallið og niður Miðdal. Þar er jarðhiti og mosagróinn dalur. Ganga þarf tvisvar yfir meinlitla Hengladalsá á leið meðfram fjallinu.  Létt ganga í snjóföl, mest niðurávið um stórmerkilegt háhitasvæði.

Þetta var ekki mikil útsýnisferð. Kalt og hvasst á hæsta punkti, þar sem útsýni átti að vera mest. Hér getur að líta algengustu sýn okkar í suðurátt en þetta er skjamynd úr hinu skemmtilega appi frá Seiði, Hringsjá nefnist það.

Hringsjá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 226392

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband