Hlíðarendi hinn eldri

Í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar þá ætla ég að láta hugann aftur í tímann og beini sjónum mínum að málverki eftir Höskuld Björnsson, listmálara og sögunni á bak við konuna á myndinni en þegar ég heyrði hana þá varð myndin miklu stærri og meiri. 

Hlíðarendi 1933 (31. hús Hafnar). Í þeirri merku bók, Saga Hafnar í Hornafirði eftir Arnþór Gunnarsson segir:

Árið 1933 byggði Guðríður Hreiðarsdóttir (1862-1945) íbúðarhúsið Hlíðarenda með aðstoð vina sinna og tilstyrk Nesjahrepps.

Guðríður þótti dálítið sérkennileg í háttum en hún hugsaði ætið vel um heimilið og gætti þess að eiga einhverjar góðgerðir að bjóða þegar gesti bar að garði. Þetta vissu börnin í þorpinu og þegar þau áttu leið inn Hafnarveginn komu þau ósjaldan við hjá Guðríði gömlu undir því yfirskyni að fá vatn að drekka. Af einskærri gestrisni bauð Guðríður krökkunum upp á kleinu eða ástarpung en til þess var leikurinn einmitt gerður.

Hlíðarendi var 20 fermetra lágreist timburhús í hlaðinu tóft með einu herbergi og eldhúskompu.

Sá þetta glæsilega málverk eftir Höskuld Björnsson í heimsókn í maí og smellti af mynd. Litirnir eru svo tærir og flottir. Brautarholt stendur ofar. Densilegt Ketillaugarfjall í skýjum fyrir ofan Guðríði sem var iðin að eðlisfari.

Hlidarendi

Glæsilegt olíumálverk eftir Höskuld Björnsson. Höskuldur hefur verið staðsettur með trönur sínar á Fiskhól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 226472

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband