Veiðimenn norðursins - ljósmyndasýning á heimsmælikvarða

Sýning RAXa í Gerðasafni er stórglæsileg, alveg á heimsmælikvarða.

Að sjálfsögðu var margmenni við opnun sýningarinnar og mátti sjá ljósmyndlandsliði Íslands meðal áhorfenda. Voru þeir stórhrifnir.

Einn góður ljósmyndari, Einar Örn, segir í facebook-færslu sinni: "RAXi er langflottastur. Frábær sýning í Listasafni Kópavogs. Tímalausar ljósmyndir í anda Cartier-Bresson og Andre Kertesz."

Ég get tekið undir þessi orð.

Á neðri hæð er sýningin  Andlit aldanna. Þar eru glæsileg listaverk tekin í Jökulsárlóni og eiga myndirnar það sammerkt að vera í stóru formati og hægt að sjá andlit í hverri mynd. Einnig var sýnd kvikmynd sem sýndi listaverkin í Jökulsárlóni við undirleik Sigur Rósar. Stórmögnuð stemming.

Í vikunni fékk ég í hendur eintak af bókinni Veiðimenn norðursins sem ég keypti í forsölu. Bókin er glæsilegasta ljósmyndabók Íslendings. Inniheldur bókin 34 litljósmyndir og 126 svarthvítar ljósmyndir. Bera svarthvítu myndirnar af og sérstaklega hefur Ragnari tekist til að mynda fólkið, inúítana og veiðimennina og segja sögu þess. Það er augljóst þegar myndirnar í veiðiferð á þunnum ísnum eru skoðaðar að hann hefur unnið sér traust veiðimananna. Það er galdurinn á bakvið meistaraverkið. 

Ljósmyndabókin Veiðimenn norðursins fer við hlið Henri Cartier Bresson photograhie í bókahillu minni.

Ísbjörn

 Ísbjörn að glíma við loftslagsbreytingar á norðurslóðum.  Valdi þessa mynd RAXa með bókinni, Veiðimenn norðursins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband