Eyjafjalla skallinn

Meðan bólgan líður úr hægri ökkla mínum ligg ég við lestur til að drepa tímann. Það er gaman að lesa ferðasögur Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar) fyrir einni öld. Hann gekk á fjöll og firindi og var frumherji í fjallamennsku. Hann skrifaði um ferðir sínar og gaman að bera saman við nútímann.  Ein grein sem birtist í Fanney árið 1919 er um Eyjafjallajökul. Þar kemur eldgosið 1821 til 1823 fyrir.  Læt ágæta vísu og fréttaskýringu fylgja með.

 

Eyjafjallajökull hefir líka gosið eldi; síðast 1822. Þá kvað Bjarni Thorarensen:

   Tindafjöll skjálfa, en titrar jörð,
   tindrar um fagrahvels boga,
   snjósteinninn bráðnar, en björg klofna hörð,
   brýst þá fyrst mökkur um hárlausna svörð
   og lýstur upp gullrauðum loga.
   Hver þar svo brenni, ef þú spyr að,
   Eyjafjalla skallinn gamli er það.

Eldgjáin var þá sunnan og vestan í hábungu jökulsins, og rann vatnsflóð ofan á sandana við Markarfljót. Vatnið gat ekki safnast fyrir vegna brattans, svo að það gerði lítinn usla, en öskufall varð mikið. Við það tækifæri fengu Reykjavíkurbúar dálítið af ösku í nefið með sunnanvindinum.

Heimild:
Jón Trausti, ritsafn, 8. bindi, bls. 245.
Úr greininni Eyjafjallajökull sem birtist í Fanney 1919, 5. hefti.

 


mbl.is Eitt öflugasta hverasvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 226395

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband