"Íshafsleiðin" stoppaði umferðina í morgunn

Það var undarleg staða í umferðinni í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þegar ég kom akandi í strætó mínum var lögreglubíll stopp í aðrein að Miklubraut og tvær löggur stjórnuðu umferðinni. Þegar græna ljósið glennti sig framan í okkur sem komu akandi eftir Kringlumýrarbrautinni, þá settu þeir upp stoppmerkið. Það var eitthvað að gerast. Allir tóku þessu með ró. Gekk þetta í nokkur skipti. Síðan kom hvert löggumótorhjólið á eftir hverju öðru og einn og einn löggubíll. Þá mundi ég eftir kínversku sendinefndinni sem birtist óvænt í gær og skrifaði upp á gjaldeyrisskiptasamning og samning við Landsvirkjun.

En það býr eflaust meira á bak við þessa heimsókn. Kínverjar leita að hverju viðskiptatækifærinu út um allan heim. Eitt sem þeir eru spenntir fyrir er Íshafsleiðin. Öðru nafni “Norðausturleiðin”, (The Northern Sea Route) sem liggur á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs. Án hafíss væri þessi stysta leið milli heimshafanna tveggja fjölfarnasta siglingaleið jarðar!

Líklega hefur leið kínversku sendinefndarinnar með leiðtogann og verkfræðinginn He Guoqiang í broddi fylkingar í morgun legið uppi í Hellisheiðarvirkjun.

Það var því Íshafsleiðin eða Íshafslestin sem stoppaði mig í morgunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 226578

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband