Færsluflokkur: Matur og drykkur

Jólahlaðborð Stika á Hótel Loftleiðum

Jólahlaðborð eru ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. Veðrið kom skemmtilega inn í stemminguna í gær, kalt og snjáföl.   

Það var densilegt jólahlaðborðið í Víkingasalnum á Loftleiðum, fyrir utan gluggan voru einkaþotur auðmanna í brúðkaupi aldarinnar.  Fyrst var farið í síldarforréttina. Boðið var upp á hátt í tuttugu útfærslur á síld og var hver annari betri. En danski síldarrétturinn með rauðrófum og Álaborgarákavíti skoruðu hátt. Marentza Poulsen smurbrauðsdama leiddi okkur í gegnum hlaðborðið sem er að danskri fyrirmynd. Hún staldraði sérstaklega vel við síldarréttina.  Fínt að upplifa danska stemmingu fyrir leik HK og FCK á eftir í Evrópukeppninni.

Næst var farið í laxinn, grafinn, ógrafinn og heilreykur. Hann klikkar aldrei. Heilreykti laxinn skapaði heilmiklar umræður en hann hefur lítið sésti í verslunum undanfarið en ekki var laust við að nostalgía gripi um menn. 

Síðan var farið í aðalréttina og var boðið upp á íslenskt fjallalamb sem klikkar aldrei. Einnig purusteik og reykt öld.  Í síðari ferðinni hitti ég á góðan andarbita og var hann stórmagnaður, bráðnaði í munninum. Með þessu var drukkið Portúgalskt rauðvin, vel eikað og passaði vel við.  Ávallt eru einhverjar tilraunir. Ég smakkaði á eplum í lauksósu. Áttaði mig ekki á því hvað stóð þarna á bakvið en mér finnst rautt epli betra óbrasað. Ég saknaði sviðasultunnar.

Að lokum voru eftirréttir heimsóttir. Þarna var hægt að búa til kúluís en hrísgrjórnaréttur með sultu endaði þetta frábærlega.  

Undir borðum spiluðu og sungu tónlistarmennirnir Helga Möller og Magnús Kjartansson þekkta slagara.

Fínt kvöld. 

Mynd fengin að láni frá nonniblogg.blog.is

wjt_161107_jsm1453


Sagrantino frá Umbria

Í vikunni tók ég þátt í Master Class námskeiði hjá Vínskólanum. Það nafn hljóta vínnámskeið þar sem framleiðandinn sjálfur eða víngerðamaður framleiðandans leiða smökkun á vínunum sínum. Kennarinn var hin glæsilega Roberta frá Arnaldo CAPRAI sem er margverðlaunaður framleiðandi frá Umbriu. Héraðið er í miðri Ítalíu og kallað hið græna hjarta Ítalíu.

Það er ávallt gaman á námskeiðum. Þetta er einstakt tækifæri til að komast í snertingu við víngerð, heimspekina á bakvið vínin, einstaka persónuleika sem hafa frá mörgu að segja og nánast alltaf með einstakri alúð  og ástríðu.

Roberta sagði okkur frá víngerð Arnaldo Caprai. Ungur Ítali sem leggur áherzlu á gleymda vínþrúgu, Sagrantino sem hefur það bezt í Umbriu. Arnaldo er nýjungagjarn og hefur fjárfest mikið í rannsóknum. 

Fyrst voru smökkuð tvö hvítvín.  Grecante sem fæst hér á landi og kostar 1.790,- og Belvedere sem eingöngur er selt innanlands.  Mér líkaði betur við síðara vínið en Grecante er úr Grechetto þrúgunni. Þykkt vín og ferskt, einhver smjörkeimur. Fann fyrir sýrubragði sem mér líkar illa.  Hentar vel með fisk og hvítu kjöti.

09675Síðan var farið í rauðu vínin. Fyrst var borið fram Poggio Belvedere árgerð 2005. Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, þroskuð tannín. Þéttur berjakjarni, útihús, tóbak. Dæmigert ítalskt vín sem kostar 1.590,-. 

Síðan var smakkað á Montefalco Rosso. Það er eikað vín og tannínríkt. Krydd- og vanilluilmur. Þetta vín er helzta framleiðsla Arnaldo Caprai og eru framleiddar um 300 þúsund flöskur af 750 þúsund. Þetta vín er á leið í reynslusölu hér á landi og hægt að mæla með því með jólamatnum. 

Loks kom að Sagrantino þrúgunni. Collepiano  árgerð 2004 sem er hægt að fá fyrir 4.500 krónur eftir krókaleiðum. Fann góða lykt af vanillu, langt og "bloody". Vínið er stórt og tannínríkt enda hefur það líftíma upp á 10-15 ár.  

Að lokum var afmælisárgangurinn, 25 Anni frá 2003 rannsakaður. Þetta er stórt vín, tannín, leður og krydd. Búið að vera í eikartunnu í ár og 8 mánuði í flösku. Dökkrautt á litinn. Endist í 20 ár.  Sagrantino vínin tvö höfðu "elegans", þykk og eldhvöss. Þrúgan er tínd síðar en aðrar, þær eru oftast tíndar í 2. viku október og vísindamenn frá Háskólanum í Mílanó ákveða dagsetninguna eftir að hafa flett híðinu á góðu úrtaki.  Vínin úr þrúgunni sem kennd er við sakramentið eru sterkari en flest vín, 14,5% og bera áfengismagnið vel. Mögulegt að finna flösku af þessu hér á landi á veitingastöðum fyrir sjöþúsundkall.  Sagrantino vín eru vel rík af polyphenol sem er eflaust mjög hollt fyrir líkamann. Það sem er skemmtilegt hjá Caprai er að þau gera það í þágu þrúgunnar, til að fá hana til að gefa sitt allra besta. Þau fara aldrei eins langt og Ástralar eða Kalíforníubúar í þeim efnum. Málið þar er að vínið verður að vera eins ár frá ári fyrir markaðinn og þá er öll tækniaðstoð notuð. Og leyfileg aukaefni til hins ýtrasta til að "leiðrétta" vínið - eplasýra ef  það vantar ferskleika í hvítvínunum, mjólkurduft ef vantar mýkt og svo framvegis.

Að lokum var rúsínan í pylsuendanum dregin upp. Grappa Di Vinacce. Þetta vín er unið úr hratinu af Sagrantio og er 45%, glært og lyktaði eins og þurrt hey.  Minnti örlítið á íslenskt brennivín. Samkvæmt ítölskum víngerðarstöðlum verða framleiðendur að nýta hratið en mega ekki brugga sjálfir. Því eru afgangar sendir á annan stað og framleitt vín úr dreggjunum. Þetta kom mér mjög á óvart. 

10906

 

Það var einnig gaman að heyra í Robertu er hún sagði frá því hvernig þau glíma við hækkandi hitastig jarðar en hærri hiti gefur minni sprettu. Þau nota spegla til að dreifa birtunni og einnig hlífar til að hindra heita sólargeisla. 

Árið 2002 var mjög slæmt fyrir Ítalíu, sérstaklega í Umbríu, það var svo votviðrasamt. Síðustu ár hafa sloppið þrátt fyrir aheimshlýnun.

  

Grecante, vínið sem til er í vínbúðunum. Einnig er hægt að fá þær í litlum flöskum hjá Icelandair.  Nú er stefnan sett á Ítalíu, ekki spurning. Þegar komið verður við í Umbríu verður fjárfest í nokkrum 25 Anni flöskum.


Humarhöfnin

Humarhátíð er framundan á Hornafirði. Það verður gaman að taka þátt í henni. Nýr veitingastaður, Humarhöfnin opnar í dag.  Hugmyndafræðin á bakvið veitingastaðinn er góð, græn ferðamennska eða "slow food".  Önnur heimspeki sem Hornfirðingarnir hafa innleitt er "gastrónómía", listinni að búa til og njóta matar og drykkjar. Ég ætla að snæða á Humarhöfninni um helgina, það er ekki spurning.

Á vefnum hornafjordur.is segir:

"Veitingahúsið sérhæfir sig í réttum þar sem notast er við svæðisbundið hráefni en með aðaláherslu á leturhumar (langoustine). Starfsemin verður byggð á fáum réttum þar sem vöruþróun skipar stóran sess þar á meðal þróun og aðlögun á réttum úr heilum og lifandi humri að íslenskum aðstæðum."

Húsnæði Humarhafnarinnar er sögulegur staður á Hornafirði. Skrifstofur KASK voru þar og mikið líf áuðr fyrr. Ég vann þar í tvö ár og ætla að kíkja í gamla kontórinn. Einnig hlakka ég til að fara á aðra hæð og skoða sögusýninguna.

Hvað er slow-food?

Meginmarkmið Slow Food er að stuðla að og vernda bragðgæði og matarmenningu, hvar og hvernig sem þau birtast. Slow Food hefur að markmiði að miðla þekkingu og auka ánægju fólks af neyslu vandaðra matvæla, sporna gegn "skyndimenningu" sem ráðandi afls í matvælaframleiðslu.


Tukulu Pinotage 2003

Tukulu Pinotage 2003

Steingrímur Sigurgeirsson vínsmakkari er fróður um vín.  Ég les víngreinar hans yfirleitt í  Morgunblaðinu. En ég fékk á á rauðvínum þegar ég var í París árið 1992.

Í síðasta föstudagsmogga var grein um S-afrísk búgarðsvín. Það var að venju fróðleg grein en það sem mér þótti merkilegast var að víniðnaðurinn er að nær öllu leyti "hvítur iðnaður", að minnsta kosti þegar komur að efri stjórnunarstöðum.   En svo kom nokkuð athyglisvert framhald.

 "Svartur" rekstur í "hvítum" iðnaði
Vínbúgarðurinn Tukulu er dæmi um vínhús sem er í "svörtum" rekstri ef þannig má að orði komast. Tukulu-vínin koma frá Papkuilsfontein-búgarðinum í vínhéraðinu Darling og eru samstarfsverkefni stórfyrirtækisins Distel og hóps svartra athafnamanna. Þessi vín hafa vakið töluverða athygli, ekki bara út af rekstrarforminu heldur ekki síður vegna gæða.

Tukulu Pinotage 2003 er vínið sem hér er nú í boði í vínbúðunum. Kóngabrjóstsykur, vanilla og jafnvel mjólkurkaramella ásamt svörtum berjum, allþroskuðum, einkenna angan en jörð og þroskaður ávöxtur í munni. Hreint og bjart. 1.990 krónur. 84/100

 Ég ákvað því samstundis að rauðvín helgarinnar yrði til stuðnings "svörtum" rekstri í S-Afríku. Keypti eina Tukulu rauðvínsflösku og hafði með sunnudagssteikinni.   Nokkuð margslungið vín. Jörð í nefi og tannískt. Fann flauelsmjúkt eikarbragð sem endaði á plómu.  Mér hefur ekki líkað vel við plómur og því dregur endirinn vínið niður. Bezt fannst mér það með svissnesku Toblerone-súkkulaði og íslenskum Rís kubbum.   Ég gef víninu 76 punkta.

ÁTVR er með vefinn vinbud.is og þar segir um þetta ágætis vín:
Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, þurrt, sýruríkt, nokkuð tannískt með sætri vanillu, bökuðum ávexti og kryddkeim.

Það passar með ýmsum tegundum af mat en súkkulaði sá ég ekki hjá einkasölumönnum.

 

Smá fróðleikur um þrúguna Pinotage:

Þrúgutegund sem engin önnur vínframleiðsluþjóð hefur notað til að framleiða rauðvín. Þrúgan er afkvæmi kynblöndunar á þrúgunum Pinot Noir og Cinsault. Pinotage gefur af sér öflug rauðvín með ákveðnum jarðar- og kryddkeim. 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 226704

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband