Esjuganga

Fór í Esjugöngu með félaga Sigurði Baldurssyni í fallega veðrinu í gær. Ég á það takmark að fara að minnsta kosti einu sinni ári á Esjuna. Náði því snemma á þessu ári. Einnig var ég að safna mínútum í Lífshlaupið.

Það var mikill fjöldi fólks á Esjunni og heilsaðist fólk ávallt með orðunum, "Góðann daginn". Færið var þungt undir fót í snjónum. Eftir einn fótboltaleik vorum við komnir upp að Steini. Þar hittum við fjóra hressa Litháa. Þeir stungu í stúf við Íslendingana sem flestir voru með göngustafi og bakpoka. Þeir reyktu mikið, voru klæddir í íþróttaskó og spiluðu hátt baltneskt rokk. En það er óþarfi að fjárfesta í dýrum búnaði fyrir eina fjallgöngu. Við vorum samferða þeim upp á Þverfellshorn og þræddum gömul fótspor upp klettana. Á leiðinni heyrðum við ráðleggingar á erlendu tungumáli til fólks á niðurleið í klettunum. Það var fjölþjóðlegt lið þarna í 700 metra hæð. Mér leið eins og ég væri að klífa Everest.  Etv. þverskurður af Nýja Íslandi.

Á Horninu voru tvær Evrópskar skvísur sem báðu mig um að mynda sig á Canon Ixus vélina þeirra. Það er mjög algengt að lenda ljósmyndaverkefnum þarna. Litháarnir kvikmynduðu mikið. Gaman að nýju Íslendingarnir hafi áhuga á náttúrunni í kringum sig. Þeir kvörtuðu undan lágvöxnum fjöllum í Litháen. Hæsta fjall landsins er Juozapines Kalnas, 293.6 m.  Þrátt fyrir litla háfjallareynslu, þá voru Litháarnir snöggir niður og hurfu fljótt sjónum okkar í snævi þökktum klettunum. Enda mun yngri.

Ég bauð Ara litla sem verður fimm ára í dag með í ferð á toppinn. Hann var harðákveðinn í byrjun en svo rifjaðist upp fyrir honum að Grýla og Leppalúði búa efst í Esjunni og því afpantaði hann gönguferð.


Bloggfærslur 17. mars 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 226648

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband