Færsluflokkur: Bloggar

Lítið rætt á Kanaríeyjum

Miðlar á Kanaríeyjum fjalla lítið um innflytjendur frá Afríku. Ég var á Tenerife í tvær vikur og fylgdist vel með miðlum á enskum. Í fréttablöðum sem koma viku og hálfsmánaðarlega út var ekki stafur um flóttamenn og aðbúnað þeirra.  

Íbúar Tenerife eru þó meðvitaðir um vandan og var árleg hátíð sem haldin er í Orotava  tileinkuð vandamálum afrískra innflytjenda sem leggja allt í sölurnar til að eiga tækifæri á betra lífi. 

Landfræðilega eru Kanaríeyjar á Afríkuflekanum og um 100 km frá  norðvestur Afríku, Marakó og Vestur Sahara.

Á Tenerife voru nokkuð um konur frá Afríku sem höfðu atvinnu við að flétta hárið á unglingsstúlkum og tóku frá krónum 1.500 til 5.000 eftir því hvernig um samdist. Fléttað hár á stúlkum var nokkuð algeng sjón á ströndum Tenerife og fer þeim vel. Innflytjendurnir  eru að búa til afríska hártísku fyrir ferðamenn.

 


mbl.is Aðbúnaður barna slæmur í innflytjendabúðum á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt heimsmeistaramót

Þessi skemmtilega keppni, Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna er til að halda um menningarsérkenni byggðarlagsins.  

Það hefur verið sagt að mót þetta sé keppni í heppni. Það má taka undir það og er mín kennig að Hornafjarðarmanni sé 70% heppni og 30% spilahæfileikar. En úrslitin núna sýna að það er hægt að búa til sína eigin heppni. Magnús var nálægt því að verja titilinn og Halldór spilaði mjög vel og vel að sigrinum kominn. Hann gaf ekki eftir mögulegan slag og náði að þræða erfiðustu þrautir með hundana sína. 

Kíkjum heimsmeistara frá upphafi

Heimsmeistaramót

2007 Halldór Pétursson, frá Reykjavík
2006 Magnús Hjartarson, Reykjavík
2005 Páll Hermannsson, frá Reykjavík
2004 Valdís Harðardóttir, frá Höfn
2003 Birgir Björnsson, frá Höfn
2002 Gísli Jóhannsson frá Brunnum Suðursveit - Heimsmeistari
2001 Hildur Steindórsdóttir Hvammi
2000 Margrét Eyjólfsdóttir, Hornafirði
1999 Margrét Eyjólfsdóttir, Hornafirði
1998 Örn Þór Þorbjörnsson, Tobbalingur
1997 Njáll Sigurðsson, Hafnarfirði


mbl.is Nýr heimsmeistari í Hornafjarðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tévez er spennandi kostur fyrir Arsenal

Carlos Alberto Tévez er 23 ára og mjög spennandi kostur fyrir Arsenal. Hann hefur lokið aðlögun sinni að enska boltanum.

Spurning hvað verðmiðinn hjá Eggert og Björgúlfi verði hár fyrir Argentínumanninn knáa, en 10 milljónir punda er hámark.

Reynsla Arsenal af Argentínumönnum er lítil. Nelson Vivas and Fabian Caballero spiluðu í byrjun Wengers tímabilsins. Vivas lék 69 leiki en Caballero kom inná í þrem leikjum. 


mbl.is Tevez til Arsenal?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bezta kerfið?

Kerfi sem byggir á svindli, óréttlæti, ranglæti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upplausn, hrörnun og flótta, óöryggi, "hagræðingu", einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi.
Afleiðingin af þessu, úrkynjun, auknar skuldir útgerða og minni fiskstofnar. Hér þarf að breyta miklu, enda vitlaust gefið.
mbl.is Vandinn í sjávarútvegi eitt helsta úrlausnarefnið nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst fór Slippurinn, nú fer Arnarfell

Þau eru ekki að maka krókin íslensku fyrirtækin sem buðu í verk við Kárahnjúka. Slippurinn á Akureyri fór yfirum á síðasta ári og nú er Arnarfell í greiðsluerfiðleikum.

Ég man eftir því hvað Birkir Jón Jónsson alþingismaður og formaður iðnaðarnefndar var hamingjusamur þegar framkvæmdir hófust og hefði jákvæð áhrif. Nefndi sem dæmi öflugt fyrirtæki eins og Slippstöðina. Það fyrirtæki er horfið núna.


mbl.is Arnarfell heldur áfram með verkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manninum fremri

Hvalir hafa pirrað mannskepnuna vegna þess að þeir eru þeim fremri á mörgum sviðum.  Þarna kemur eitt atriði fram, hvalir risar hafsins, risar jarðarinnar geta náð tvöföldum mannsaldri.  Því þarf maðurinn að útrýma þeim. Losna við keppinaut.

Sem betur fer er til fólk sem er ekki með minnimáttarkend yfir þessu og fer sá hópur stækkandi sem vill ekki hvalveiðar. Íslendingar er þó ekki í þeim hópi.

Þetta er spurning um ímynd þjóðarinnar, ekki sjálfsmynd hennar. Ímynd þjóðarinnar býður hnekki ef við höldum hvalveiðum áfram.

Við útrýmdum sléttbaki fyrir nær hundrað árum. Hann var seinn í snúningum og hvalveiðimenn á bátskænum náðu að skutla hvalinn við landsteinana.  Talið er að um 200 stykki séu eftir í hafinu. Svipaðaður fjöldi og Flateyringar.


mbl.is Aldargamalt skutulsbrot fannst í hval sem veiddist við Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir

Kvótakerfið er ein af orsökum landsbyggðaflóttans.    Kerfi sem byggir á svindli, óréttlæti, ranglæti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upplausn, hrörnun og flótta, óöryggi, "hagræðingu", einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi.
Afleiðingin af þessu, auknar skuldir útgerða og minni fiskstofnar. Hér þarf að breyta miklu, enda vitlaust gefið.

Ótrúlegt er að landsbyggðarfólk skuli kjósa yfir sig sömu vandamálin kosningar eftir kosningar. Í síðasta mánuði voru  alþingiskosningar og nálægt 50% kjósenda Eyjum kusu xD og slatti xB, gömlu stjórnarflokkana sem komu óskapnaðinum á. Horfa síðan á launin lækka, húsin lækka í verði, börnin flytja burt, nágrannan pakka saman í gám og skilja eftir tómt hús. Þetta minnir óneitanlega á lömb á leið til slátrunar.

Þegar útópísk hugmynd svo sem að Íslendingar séu ein þjóð er draumsýnin ein, þá verður fólk í hinum dreifðu byggðum að snúa bökum saman.

Til að byggja aftur upp sjávarútveginn þarf að taka rannsóknir á atferli fiska, lífríki og fiskstofnum til rækilegrar endurskoðunar. Stórefla þarf rannsóknir, byggja upp meiri þekkingu og setja landgrunnið í umhverfismat og skilgreina alveg upp á nýtt með hvaða veiðarfærum fiskurinn er veiddur. Fara eftir niðurstöðum þó kvalarfullar kunni að verða. Stefna að því að bera af á þessu sviði og selja svo rannsóknarþekkingu út um allan heim. Vísindin efla alla dáð.

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Þeir sem hafa kosið xB og xD í gegnum árin eru að uppskera eins og þeir sá. 


mbl.is "Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slátturfréttir

Var að leita að frétti í gagnasafni Morgunblaðsins fyrr í vikunni og fann þessa góður frétt frá Hornafirði. Hún birtist fyrir 22 árum, þann 13. júní 1985. Ég má til með að rifja þetta upp vegna þess að ég held um slátt á túni í Álfaheiði.

Nú er öldin önnur. Þorsteinn á Reyðará búinn að selja óðalið.

Reydara


Hornfirðingar hjóla í vinnuna

Það er ánægjulegt hvað átakinu "Hjólað í vinnuna" vex fiskur um hrygg. Ég lagði mitt af mörkum fyrir Stika, gekk 6,4 km sem flesta daga en ekki náðum við að skáka Hornfirðingunum í dagafjölda.

Hann er glæsilegur topp 6 listinn í flokknum fyrirtæki 10-29 starfsmenn en 119 hópar eru í þeim flokki. Þar eru þrjú hornfirsk fyrirtæki. Hafnarskóli, Ráðhús Hornafjarðar og Sparisjóður Hornafjarðar.   Á toppnun í dagafjöld tjónir gamli skólinn minn Hafnarskóli!

Við hjá Stika náðum þá að hafa Hafnarskóla undir þegar vegalengdir voru lagðar undir enda mun lengra á milli staða  á Höfuðborgarsvæðinu heldur en á Hornafirði.

Hjolad


Strikamerki

Þessi mynd eftir Sigmund er tær snilld. Kom í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Þeir félagar, Björn og Árni hafa ekki miklar áhyggjur af dómi kjósenda. "80 prósent kjósenda höfðu orð Jóhannesar að engu", mælti Björn.

 

strikamerki


mbl.is Árni og Björn færast niður um eitt sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 226710

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband