Helgafell (340 m)

Það var fallegur dagur í dag.  Fyrir nokkru var búið að ákveða gönguferð á Esju en hún var blásin af. Í staðin ákvað fjölskyldan að halda á Helgafell (340 m) við Kaldárbotna.  Eftir að pönnukökur höfðu verið bakaðar var haldið í fellagönguna. 

Það var lítilsháttar snjór í Helgafelli en hraunin í kring marauð. Ari litli var duglegur að ganga upp fellið með göngustafina og fór ótroðnar slóðir. Oftast beint af augum, erfiðustu leið.  Á leiðinni upp var falleg birta. Snjór litaði móbergið hvítt í fellinu, svört hraun og falleg birta yfir borginni en kólgubakkar nálguðust. Nágrannafellin, Húsfell og Valahnúkar skáru sig úr og fylgdust með uppgöngunni. Mægðurnar Særún og Jóhanna Marína voru aðeins á undan okkur strákunum á toppinn. Mikil umferð göngufólks var á fellið.  Skemmtileg gönguferð sem tók 2 tíma og 17 mínútur.

Þegar toppinn var komið voru nöfn skráð í nýja gestabók og nýbakaðar pönnukökur snæddar. Ari var ekki sáttur við að fá kaldar pönnukökur og mótmælti því með að fara í hungurverkfall.

Við komum að bílnum við víggirta Kaldárbotna, vatnsból Hafnfirðinga, tuttugu mínútum fyrir fimm, en skömmu síðar skoruðu Arsenal sigurmarkið gegn Bolton. Ari taldi að hann hefði sent afgangsorkuna yfir hafið. "Hjúkk, að ég komst", mælti sá stutti.

Helgafell, Særún, Hanna og Ari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið hrikalega er maður sætur ,

og hvað þá flottur bakgrunnur (:

Særún Sigurpáls (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Svo er það bara Helgafell í Mosó. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2009 kl. 00:57

3 identicon

Þetta er bara í bakgarðinum mínum! Þú hefur ekkert rennt upp í hverfið og skoðað Furuásinn? :-)

sturla (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 226328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband