Einbreiðar brýr í ríki Vatnajökuls

Þegar ég heimsótti átthagana um páskana árið 2016 var ég skelkaður vegna mikillar umferðar og hættum sem einbreiðar brýr skapa. Þá voru 21 einbreið brú, svartblettir í umferðinni á leiðinni. Ég ákvað að taka myndir af öllum brúm og senda alþingismönnum Suðurlands ábendingar með áhættumati sem ég framkvæmdi.

Einnig sendi ég umsögn til Umhverfis- og samgöngunefndar vegna Samgönguáætlunar 2015 - 2018. Þar komu fram nokkrar tillögur til úrbóta.  Læt þær fylgja hér:

Úrbætur

  • Draga úr ökuhraða þegar einbreið brú er framundan í tíma
  • Hraðamyndavélar.
  • Blikkljós á allar brýr, aðeins við fjórar brýr og blikkljós verða að virka allt árið.
  • Útbúa umferðarmerki á ensku
  • Fjölga umferðamerkum, kröpp vinstri- og hægri beygja, vegur mjókkar
  • Setja tilmælaskilti um hraða í tíma við einbreiðar brýr og aðra svartbletti, t.d. 70, 50, 30 km hraði.
  • Skoða útfærslu á vegriðum
  • Fræðsla fyrir erlenda ferðamenn
  • Virkja markaðsfólk í ferðaþjónustu, fá það til að ná athygli erlendu ferðamannanna á hættunni án þess að hræða ökumenn
  • Nýta SMS smáskilaboð eða samfélagsmiðla
  • Betra viðhald
  • Bæta göngubrú norðan megin við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
  • Styrkja þarf brýr, sú veikasta, Steinavötn tekur aðeins 20 tonn

Þegar erlend áhættumöt eru lesin, þá hafa brúarsmiðir mestar áhyggjur af hryðjuverkum á brúm en við Íslendingar höfum mestar áhyggjur af erlendum ferðamönnum á einbreiðum brúm.

Mér finnst gaman að lesa yfir úrbótalistann tæpum þrem árum eftir að hann var gerður og áhugavert að sjá minnst á brúna yfir Steinavötn en hún varð úrskurðuð ónýt um haustið 2017 eftir stórrigningu.

Það virðist vera stemming núna að lækka hámarkshraðann en hraðinn drepur. Vegrið á Núpsvatnabrúnni uppfylla ekki staðla og fræðsla hefur verið fyrir erlenda ferðamenn hjá Samgöngustofu.

Um sumarið 2016 voru gerðar úrbætur. Fjárveiting fékkst og fór nokkrar milljónir í að laga aðgengi að einbreiðum brúm. Blikkljós voru sett við allar einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls og málaðar þrengingar að brúm en sumar sjást illa í dag.  Umferðamerkjum var fjölgað og merking samræmd.

Við það minnkaði áhættan nokkuð og alvarlegum slys urðu ekki fyrr en á fimmtudaginn er 3 erlendir ferðamenn fórust í hörmulegu slysi á brúnni yfir Núpsvötn.

Það er loks komin áætlun en það var markmið með erindi mínu til Umhverfis- og samgöngunefndar.  Í samgönguáætlun 2019 -2023 er gert ráð fyrir að átta einbreiðar brýr verði eftir á vegkaflanum milli Reykjavíkur og austur fyrir Jökulsárlón í lok árs 2023.

Þá sé í tillögu að samgönguáætlun fram til ársins 2033 áætlað að skipta út sex brúm í viðbót, þannig að í lok þess árs verði tvær einbreiðar brýr eftir á vegkaflanum. Það er annars vegar brúin yfir Núpsvötn og brúin á Jökulsá á Breiðamerkursandi.

Það þarf að setja brúna yfir Núpsvötn í hærri forgang eftir atburði síðustu daga. Uppræta þarf ógnina. Bæta öryggi á íslenskum vegum og þannig fækka slysum.  

Kostaður samfélagsins af umferðarslysum síðustu tíu árin er rúmir fimm hundruð milljarðar króna eða að meðaltali um fimmtíu milljarðar árlega. Á sama tíma hefur Vegagerðin fengið um 144 milljarða króna til nýframkvæmda.  Hér er vitlaust gefið.

En þetta er áætlun á blaði og vonandi heldur hún betur en samningurinn um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem getið var í stjórnarsáttmálaunum og ætla Sjálfstæðismenn svíkja það loforð.

Heimildir

Umferðarslys á Íslandi 2017 - Samgöngustofa

Einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls. Umsögn Sigurpáls Ingibergssonar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2015 - 2018. Mál 638.

Núpsvötn og Lómagnúpur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Þess má geta að sam­kvæmt Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar skap­ar ferðaþjón­usta um jól og ára­mót mikl­ar tekj­ur, og áætlað er að er­lend­ir ferðamenn skilji eft­ir sig um 30 millj­arða í gjald­eyris­tekj­ur í des­em­ber.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/12/25/30_milljarda_gjaldeyristekjur_i_desember/

Sigurpáll Ingibergsson, 30.12.2018 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 226009

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband