Land föđur míns

Ich bin ein Berliner!

Ég heimsótti Berlín í vor yfir helgi, naut lífsins og kynntist sorglegri sögu borgarinnar.  Hóteliđ var á Alexanderplatz stutt frá helsta stolti Austur-Ţýskalands, 368 m háum sjónvarpsturni milli Maríukirkjunnar og rauđa ráđhússins, en hverfiđ tilheyrđi Austur-Berlín og ţví sáust styttur af Karl Marx og Friedrich Engels í almenningsgörđum. Húsin í hverfinu voru í austurblokkarstíl en ţegar gengiđ var eftir skemmtigötunni: „Unter den Linden", sem er veglegasta gatan í Berlín tók glćsileikinn viđ.

Ţar var Humboldt háskólinn sem hefur aliđ 29 nóbelsverđlaunahafa, Dómkirkjan, DDR-safniđ, safnaeyjan, glćsileg sendiráđ, áin Speer međ fljótabátinn Captain Morgan. Trabantar í öllum litum vöktu athygli og viđ enda götunnar er helsta kennileiti Berlínar, Brandenborgarhliđiđ. Skammt frá hliđinu er Ţinghús Ţýskalands međ sína nýtísku glerkúlu.

Íslenska sendiráđiđ í Berlín var einnig heimsótt en ţađ er sameiginlegt međ Norđmönnum, Svíum, Finnum og Dönum. Flott hönnun, sameiginleg móttaka en sjálfstćđar sendiráđsbyggingar. Vatniđ milli sendiráđanna á reitnum táknar hafiđ á milli landanna.

Í mat og drykk var ţýskt ţema. Hofbrau-Berlin var heimsótt, ekta ţýskur bjórgarđur og snćtt svína schnitzel međ Radler bjór.  Síđar var Weihnstephan veitingastađurinn heimsóttur og snćtt hlađborđ frá Ölpunum sem vakti mismikla lukku.

Í borgarferđum er nauđsynlegt ađ fara í skipulagđa skođunarferđ og ţá bćttist viđ sagan um 17. júní strćtiđ, leifar af Berlínarmúrnum sem klauf borgina í tvennt, nýbyggingar á dauđa svćđinu á Potsdamer Platz, Neukölln, Tempelhof flugvöllurinn, Bessastađi Ţýskalands, Bellevue Palace eđa forsetahöllina, tómt heimili kanslarans en núverandi kanslari, Angela Merkel býr í eigin íbúđ, umhverfisvćnt umhverfisráđuneyti,  Checkpoint-charlie, Zoo Station sem minnti á Actung Baby plötu U2, heimili Bowie á Berlínarárum hans, höfuđstöđvar Borgarlínu Berlínar, HB, kebab, aspars og Berliner weissbier.

Hjá Zoo Station mćttust gamli og nýi kirkjutíminn. Hálfsprengd minningarkirkja Vilhjálms keisara minnti á heimsstyrjöldina síđari en hryđjuverk voru framin ţarna 19. desember 2016 ţegar 11 létust er vörubifreiđ var ekiđ á fólk á jólamarkađi.

Minningarreitur um Helförina var heimsóttur. 2.711 misstórar gráar steinblokkir sem minna á líkkistur. Aldrei aftur kom í hugann. Kaldhćđnislegt ađ jarđhýsi Hitlers var stutt frá.

Áhrifamikill stađur var minningarreitur í Treptower Park um sovéska hermenn sem féllu í orrustunni um Berlín í apríl-maí 1945. Um 80.000 féllu og eru 5.000 hermenn Rauđa hersins grafnir ţarna. 
Á leiđinni ađ stćrsta minnismerkinu, 12 metra styttu af hermanni međ sverđ og brotinn hakakross, haldandi á barni voru steinblokkir sem táknuđu eitt af ráđstjórnarríkjunum.

Land föđur míns

Land-fodur-minsŢegar hugurinn reikađi um orrustuna um Berlín í Treptower garđinum ţá rifjađist upp ađ hafa heyrt um bók, Land föđur míns eftir ţýsku blađa- og sjónvarpskonuna Wibke Bruhns. Ég varđ ákveđinn í ađ kaupa ţessa bók og lesa strax viđ heimkomu.

Bókin er stórmerkileg og mjög áhrifamikil eftir stutta Berlínarferđ. Mađur lifđi sig betur inn í söguna og hápunkturinn er ţegar Wibke lýsir gönguferđ föđur síns eftir götunni Unter den Linden eftir loftárás bandamanna. Flestar byggingar hrundar og eldur logađi víđa. Vatnslaust og rústir ţriđja ríkisins blasa viđ.  Ţetta  kallađi á gćsahúđ.

Lesandinn fćr beint í ćđ í einum pakka sögu Ţýskalands allt frá ţví ţađ var keisaradćmi, atburđarás tveggja styrjalda og hina undarlegu sögu millistríđsáranna međ uppgangi Nasista. Um leiđ og höfundurinn rekur sögu fjölskyldu sinnar reynir hún ađ greina afstöđu ţeirra og ţátttöku í vođaverkum stríđsins.

Wibke hefur úr miklu magni af skjölum föđur síns og ćttar sinnar Klamrothanna í Halberstadt sem voru efnamiklir kaupsýslumenn og iđnjöfrar. Hún nćr ađ kynnast foreldrum sínum upp á nýtt og miđla okkur af heiđarleika, ekkert er dregiđ undan.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

 • IMG 4410
 • IMG 4385
 • IMG 4421
 • Á afskekktum stað
 • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.12.): 0
 • Sl. sólarhring: 7
 • Sl. viku: 50
 • Frá upphafi: 159197

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 45
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband