12.3.2008 | 10:34
120 ára?
Í dag, 12. mars er afmælisdagur meistara Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar frá Hala. Ekki er alveg öruggt að Þórbergur sé 120 ára en lengi vel var talið að hann væri fæddur árið 1889. En kirkjubók ein breytti aldrinum. Haldið var upp á merk tímamót á oddatöluárinu áður fyrr. T.d. hundrað ára ártíðin.
Þórbergur var mikill nákvæmnismaður og því er þetta ósamræmi ennþá spaugilegra.
Í bókamarkaði í Perlunni voru aðeins þrjár bækur eftir Þórberg. Edda, Ýmsar ritgerðir I og II. Hina átti ég fyrir.
Ég fjárfesti í ritgerðunum tveim en hafði lesið fyrir nokkru. Ein ritgerðin er ritdómur um Hornstrendingabók eftir Þorleif Bjarnason. Heitir hún Einum kennt - öðrum bent. Er þessi ritdómur einn sá magnaðasti sem skrifaður hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað! Grípum niður kafla 2 - Skallar.
"..Víða stafa þessir skallar í frásögninni ekki af sniði bókarinnar, því síður heimildarþurrð, heldur af skorti höfundarins á nákvæmni og skilning á verki því, sem hann hefur tekizt á h endur. Ég skal nefna nokkur dæmi þessu til skýringar.
Í lýsingunni á sjóbúðunum í Skáladal á bls. 51 er t.d. ekki getið um stærð búðanna, ekki minnzt á birtugjafa, ekki lýst dyrum og dyraumbúnaði, ekkert orð um búðargólfin, ekki sagt frá gerð rúmstæðanna, ekki greint frá rúmfatnaði vermanna, þagað um það, hvar þeir höfðu sjóföt sín, þegar í landi var legið, o.fl. o.fl."
Ég var nýlega búinn að lesa þessa gagnrýni Þórbergs á Hornstrendingabók þegar ég gekk á Strýtu (1.456 m) í Eyjafirði. Á toppnum hugsaði ég til Þórbergs. Ég yrði að þramma á toppnum, sem var sléttur efst til að hafa allar lengdir frá norðri til suðurs og austur til vesturs á tæru í leiðarlýsingu minni á fjallgöngunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 12. mars 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 236974
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar