Densileg innköst

Flottur leikur hjá stelpunum okkar á hálum og köldum Laugardalsvellinum.   Ţađ er horft víđa á leikinn.  Ég fékk skeyti rétt áđan frá Ungverjalandi. Ţar stóđ m.a. annars:

"Ungverski ţulurinn er mjög hrifinn af innköstum fimleikastelpunnar í liđinu".  Og svo heldur skrifari áfram. "Semsagt bođiđ uppá íslenskan kvennabolta á 1 sportrásinni hér núna".

Ţrjú núll.... Ísland á EM!


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

4:4

"A night to remember", söguđ ţulirnir á Sky.  Ekki eru ţetta góđar minningar. Tveggja marka forysta Arsenal hrundi eins og íslenska bankakerfiđ á síđustu mínútunum. Ađ tapa tveim stigum á heimavelli og nokkrar sekúndur til leiksloka gegn neđsta liđi deildarinnar, Tottenham er klúđur. Međ svona spilamennsku verđur Arsenal aldrei enskur meistari. Kannski Evrópumeistari.

Ţeir hafa oft veriđ magnađir nágrannaslagirnir í norđur Lundúnum. Skemmst er ađ minnast 5:4 leiksins fyrir fjórum árum er mörkin níu skiptust niđur á jafnmarga leikmenn.

Ţessi leikur minnti mig hins vegar á leik fyrir sjö árum á Lane. Pires hafđi komiđ Arsenal yfir eftir áttatíu mínútna barning. Ţađ var komiđ fram yfir níutíu mínútur. Arsenal-menn reyndu ađ bćta viđ öđru markinu. Pires og Kanu gerđur heiđarlega tilraun. Sullivan varđi, sparkađi langt fram og skyndilega berst boltinn til Poyet. Hann á laust skot ađ marki sem efniđ Richard Wright, átti ađ verja auđveldlega en inn fór boltinn.  Pirrandi jafntefli var niđurstađan.   Eftir ţetta fóru Arsenal-menn ađ leika út ađ hornfána til ađ tefja leikinn og geta varist.  Ţetta bragđ gleymdist í kvöld.

 


mbl.is Liverpool áfram á toppnum í Englandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Auđur er valtastur vina

Í dag fer fram Allsherjarţing Ásatrúarfélagsins og Veturnáttablót félagsins haldiđ í kvöld. En fyrsti vetrardagur er í dag.

Útrásarvíkingarnir og stjórn peningamála hefđi átt ađ tileinka sér forna visku úr Hávamálum. Fornmenn vissu eins og kemur fram í Hávamálum ađ auđur er “valtastur vina” og ađeins eitt getur lifađ ćvinlega og ţađ er góđur orđstýr.

Fullar grindur 
sá eg fyr Fitjungs sonum.
Nú bera ţeir vonar völ.
Svo er auđur
sem augabragđ:
hann er valtastur vina.


1975

Fimm sannanir fyrir ţví ađ áriđ 1975 er komiđ aftur. 

1. Viđ eigum í stríđi viđ Breta
2. Ţađ eru gjaldeyrishöft
3. Ţađ ríkir óđaverđbólga
4. Vinsćlustu lögin eru međ ABBA og Villa Vill
5. Forsćtisráđherrann heitir Geir og er Sjálfstćđismađur


Nýjasta pick-up línan á djamminu: “Sćl, ég er ríkisstarfsmađur”


Perú og IMF

Áriđ 1992 var ég ásamt ţrem félögum ađ ráđgera ferđ til S-Ameríku. Ţetta var engin helgarferđ. Hálft ár var ráđgert í ferđalagiđ.  Einn ferđafélaginn var ćttađur frá Kólumbíu en restin var af íslensku bergi brotin.  Ráđgert var ađ heimsćkja öll lönd álfunnar nema Perú. Ţar var ástandiđ hörmulegt. Bođskapurinn fyrir ađ heimsćkja Perú var sá. Ţú verđur örugglega rćndur og líklega drepinn.  Ástćđan var sú ađ Perú hafđi neitađ ađ greiđa skuldir sínar til IMF nokkru áđur. IMF og alţjóđasamfélagiđ skrúfađi fyrir öll viđskipti viđ landiđ og gífurleg fátćkt varđ niđurstađan.

Tuttugu og tveim árum síđar  ákvađ seđlabankastjóri einn á Norđurlöndum ađ gera ţađ sama og forseti Perú, Alan Garcia Perez. Hann sagđi opinberlega ađ ţjóđin myndi ekki greiđa meintar skuldir sínar erlendis. Alţjóđasamfélagiđ fyrsti Norđurlandaţjóđina fyrir vikiđ. Aldrei geta menn lćrt af sögunni. 

Af ćvintýraferđinni varđ. Ég datt úr skaftinu í Evrópu en hin ţrjú héldu viđ upphaflega áćtlun. Heimsóttu öll lönd Rómönsku Ameríku nema Perú. Ţau komu öll heil heim og sluppu viđ rupl. Ég sé enn eftir ţví ađ hafa ekki tekiđ ţessari áskorun og ferđast eins og lćknanemarnir Ernesto Guevara de la Serna og Alberto Grando um álfuna. Drekka í mig sögu og menningu ţjóđanna.

Nú er ég ađ lesa bókina um Che og sé enn meira eftir ţví ađ hafa ekki svalađ ćvintýraţorstanum.  Ég er ađ undirbúa mig undir baráttu fyrir hiđ Nýja Ísland. Bókin um Che er góđ lesning. Ég mun fjalla um hana síđar.


3. sćtiđ af 192

Ţriđja sćtiđ af hundrađníutíuogtveim er kannski ekki slćmur árangur í Öryggisráđsleiknum.   Íslenska karla knattspyrnulandsliđi er í 104. sćti á FIFA listanum en handboltamennirnir í öđru.

En ţetta er arfleifđ frá Davíđ og Dóra.


Örnefni íslenskra jökla

Var ađ skima yfir bókina Geographic Names of Iceland's Glaciers: Historic and modern eftir jarđfrćđingana Odd Sigurđsson  og Richard S. Williams, Jr.

Mér líst ljómandi vel á verkiđ hjá félögunum. Ţarna eru 269 nútíma jöklanöfn talin upp og jöklarnir flokkađir niđur eftir gerđ. Alls eru jöklanöfnin á sjötta hundrađ en sumir jöklar hafa gengiđ undir nokkrum eldri nöfnum. T.d Vatnajökull, hann hefur borđi nöfnin Klofajökull, Austurjökull, Austurjöklar og Grímsvatnajökull.

Jöklar eru vel skilgreindir í byrjun. Flottar skýringamyndir og ljósmyndir sem flestar eru teknar úr lofti í góđu veđri. Mig dauđlangar í jöklaferđ ţegar ég sé sumar hverjar.  Ţađ er greinilega mikiđ og skemmtilegt verk framundan viđ ađ safna jöklum hjá mér. Ţessi bók gefur nýja vídd í jöklaferđir. Öll tvímćli um nöfn íslenskra jökla eru hér međ tekin af. 

Bókin er komin út á ensku og íslensk  útgáfa vćntanleg. Hćgt er ađ nálgast ensku útgáfuna á .pdf formi.

Frábćrt og stórmerkilegt framtak hjá höfundum.

Örnefni íslenskra jökla


Fátt er svo međ öllu illt

Fór á minningar tónleika um Vilhjálm Vilhjálmsson í gćr. Tónlistarlandsliđiđ var mćtt til leiks og stóđ sig vel. Ţađ er mikilvćg auđlind sem ekki verđur tekin frá okkur. Umgjörđin var glćsileg. Góđir og vel merktir stólar til  ađ sitja á og flott myndrćnt sviđ vel skreytt skjáum í svörtum sal Laugardalshallarinnar. Stórhljómsveit var á sviđi skipuđ valinum manni í hverju rúmi. Flutt voru 34  lög af nálćgt tuttugu flytjendum.  Ég var í yngri kanti tónleikagesta.

Mikiđ var lagt í tónleikana og myndmiđillin vel nýttur. Gagnleg innslög og viđtöl komu á milli laga og myndauđu góđa heild. Viđ kynntumst Vilhjálmi betur og tíđarandanum.  Óvćntustu innkomuna átti sonur Vilhjálms, Jóhann Vilhjálmsson í laginu Lítill drengur. Helgi Björnsson kom sterkur inn, sérstaklega í laginu Ég labbađi í bćinn. Bubbi fór vel međ Hrafninn og nafni minn Rósinkrans byrjađi af krafti međ Bíddu Pabbi og Heimkoma.  Einnig var gaman ađ heyra í Helenu Eyjólfs og Ţorvaldi á sjó. Ađrir landsliđsmenn stóđu sig međ prýđi en ţrátt fyrir mikla hćfileika, náđu ţeir ekki ađ toppa Vilhjálm.  Upprunalega lagiđ er alltaf betra enda mađurinn međ tćra og hreina rödd međ einstćđum íslenskum framburđi.   Ómar Ragnarsson átti marga texta  í syrpunni og sýnir ţađ hversu fjölhćfur mađur hann er. Besta lagiđ og frumlegasta framkoman var í laginu Tölum saman, en ţar átti Vilhjálmur sviđiđ. Söngurinn var leikinn af bandi en undirleikur var fagmannlega leikinn af stórsveitinni.

Á tónleikunum fór mađur 30 ár aftur í tímann. Ég náđi fínni nostalgíu og tengingunni víđ tímann en hann fylgir efnahaginum, en ţar erum viđ einnig komin ţrjátíu ár aftur í tíman eftir síđustu hamfarir. Ţetta var annars ágćtis tími, enginn leiđ skort.  Efni tónleikanna á vel viđ í dag og sáu tónleikahaldarar skemmtilegan vinkil á lagavali. Endađ var á laginu Fátt er svo međ öllu illt en ţađ á vel viđ í dag til ađ setja kraft í mannsskapinn.

En hugurinn hvarflađi ţrjátíu ár aftur í tímann ţegar Vilhjálmur hvarf af sviđinu.

Ég man ţegar Vilhjálmur Vilhjálmsson lést. Ţá var ég ađ keppa á  Íslandsmóti í skák U-14 ára. Ég man ađ ég byrjađi mótiđ illa. Ég man ađ á degi tvö gekk mér vel og komst á hátt borđ. Ég man ađ mér var rúllađ upp og ákvađ ađ koma ekki nálćgt ţessum snillingum á efstu borđum. Ég man eftir sigurvegaranum, Jóhann Hjartarson hét hann. Ég man ađ Halldóra systir var ađ tefla á mótinu og vakti mikla athygli en hún glímdi viđ nöfnu sína frá Eskifirđi. Ég man ađ Vilhjámsćđi greip um sig, ekki ósvipađ og ţegar Elvis lést nokkru áđur.

 Eftirminnilegir tónleikar og gćsahúđ gerđi vart viđ sig.


Dofinn

Mađur er hálf dofinn eftir ćvintýri dagsins. Var ađ vona ađ botninum vćri náđ síđasta mánudag, en jökulsprungan er dýpri en mađur hélt. Vonum ađ hún sé V-laga. Nćsti mánudagur verđur betri.

Heyrđi ţetta spakmćli, sem upphaflega er ćttađ úr Hávamálum en hefur ţróast á góđum stađ í dag.

"Margur verđur ađ aurum api og af seđlum górilla."


Palin Syrah rokselst

PalinŢađ gengur ekki allt á móti Palin.

Palin Syrah, lítiđ lífrćnt vín frá Chile hefur fariđ sigurför í Bandaríkjunum vegna ţess ađ ţađ ber saman nafn og bandaríska varaforsetaefniđ.  Ţó er nafniđ ekki boriđ eins fram, "Pay-LEEN" enda nafniđ komiđ frá bolta í chileskum leik sem er svipađur og hokkí.

Helst eru ţađ hćgrimenn sem kaupa víniđ og salan hefur veriđ sérlega góđ í Huston í Texas.

Palin Syrah, Carmenere og Cabernet Sauvignon eru framleidd af Alvaro Espinoza, leiđandi  chileskum talsmanni á fjörmiklum og lífrćnni vínrćkun. Hann er bezt ţekktur fyrir hiđ ţekkta Antiyal rauđvín frá Maipo dalnum.

 

Heimild:  decanter.com


mbl.is Palin fellur í áliti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 236982

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband