11.3.2008 | 11:10
Af skíðum
Veturinn hefur verið stórviðrasamur. Skíðamenn hafa þó náð að fagna. Særún dóttir mín fór í fyrsta skipti í skíðaferð með bekknum sínum í Bláfjöll en ljósin þar eru tilkomumikil á kvöldin séð úr Álfaheiði.
Særúnu fannst rosalega gaman og langar að fara aftur. Hún hefur mikið talað um skíðaferðina með Hjallaskóla.
Í íþróttaþætti um daginn kom innslag úr heimsbikarmótinu í bruni, þó ekki þegar Austurríkismaðurinn Matthias Lanzinger féll og missti vinstri fótinn.
Ari litli spurði systur sína þegar hann sá kappana koma niður á fleygiferð. "Særún, ert þú svona góð á skíðum?"
Hann hefur tröllatrú á systur sinni!
En gott framtak hjá skólum að senda krakka á skíði. Einnig eiga skólar að taka Smáraskóla til fyrirmyndar og senda nemendur á fjöll.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 22:24
Smætlur
Nú um helgina verður Þórbergssmiðja haldin í Háskóla Íslands til að minnast 120 ára ártíðar meistara Þórbergs.
Það er við hæfi að hefja bloggið á nýyrði, smætlur, en Þórbergur var mikill orðasmiður. Einnig safnaði hann orðum. Nafnið smætlur er nýtt orð yfir vinsælan rétt á Spáni, tapas. Hef ég heyrt því fleygt að Kristinn R. Ólafsson eigi mikið í þessu orði.
Nafnið er dregið af spænsku sögninni "tapar" sem þýðir "að loka, breiða yfir". Tapas eru alls skyns smáréttir sem oftast eru borðaðir á milli mála en geta einnig myndað heila máltíð.
Það er mikil dagskrá í Háskólanum tileinkuð meistara Þórbergi og það er einnig þétt dagskrá hjá mér yfir helgina. Ég ætla þó að reyna að komast á einhverjar fyrirlestra.
Nýyrðið smætlur er svo nýtt að þegar gúgglað er eftir því koma aðeins þrjár niðurstöður. Einnig á Morgunblaðspúkinn eftir að læra það.
Matur og drykkur | Breytt 8.3.2008 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2008 | 10:32
Sauðarárfoss og foss Gaudi
Í spurningaþættinum Gettu betur í gærkveldi var spurt hvað orðið nostalgía merkti. Erfiðlega gekk hinum spöku menntskælingum að svara spurningunni en nostalgía merkir söknuður eftir liðinni tíð eða heimþrá.
Það er ekki laust við að þetta ástand hafi komið yfir mig í Park Guell eða Gaudi garðinum fyrir tæpum hálfum mánuði.
Þegar gengið er niður úr garðinum er lækur rennur niður hlíðina fagurlega skreyttur. Í miðjum læknum er mjög þekkt eðla. Þegar ég gekk niður stigann og virti fyrir mér umgjörðina þá var ég allt í einu kominn í heim Sauðárfoss sem tengdist Jöklu. Í dag er þessi foss á miklu dýpi í Hálsalóni.
Gaudi hafði sett eðlu í fossinn í stað skötuorms en þeir lifa í leðju hálendisvatna.
Augnabliksfólk við Sauðárfoss í júlí 2005.
Lækurinn eða fossinn sem Gaudi hannaði. Það var mikill mannfjöldi þarna, mest fólk frá Asíu og geysimikið myndað.
Sauðárfoss í mörgum þrepum.
Eðlan fræga, eitt af táknum Barcelona. Þegar nóg vatn er í borginni lekur vant úr skolti eðlunnar. Skötuormur er langstærsta krabbadýrið sem lifir í ferskvatni á Íslandi og er alveg stórmerkilegt líffræðilegt fyrirbæri.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2008 | 10:10
Lífshlaupið
Þetta er glæsileg áskorun hjá ÍSÍ. Ég ætla að taka þátt. Er þegar búinn að skrá mig og stigasöfnun er hafin.
Allir geta tekið þátt í Lífshlaupinu. Þú getur skráð þig inn á www.lifshlaupid.is og tekið þátt í vinnustaðakeppni eða einstaklingskeppni þar sem þú getur skráð niður alla þína hreyfingu, allt árið.
Ég skráði fyrirtæki mitt, Stika til leiks en það eru margir garpar að vinna með mér.
Sé að Sveitarfélagið Hornafjörður stendur vel að vígi í sínum flokki. Eru á toppnum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 19:09
Stúlka í rauðu
Við Særún komum við í Gerðarsafni í blíðunni í dag og skoðuðum tvær ljósmyndasýningar. Annars vegar árlega sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands og hins vegar sýning Páls Stefánssonar sem ber nafnið XXV X2.
Það var gaman að koma í aðalsalinn. Strax við dyrnar tók á móti okkur mynd af stúlku í rauðum kjól sem stödd var í Firðinum. Höfundur ljósmyndarinnar er Hornfirðingum af góðu kunnur, Sigurður Mar Halldórsson, ljósmyndari hjá Galdri. Falleg mynd en þetta myndaveður í þokunni virðist heilla ljósmyndara, dulúð í þokunnar og spegilsléttur fjörður með eyjar í bakgrunni. - Myndin á sýningunni kemur í öðru formati á sýningunni en hér.
Mér fannst myndirnar sem teknar voru í leitinni af Þjóðverjunum tveim sem týndust á Svínafellsjökli bera af en þær náðu ekki að komast á pall í landslagsflokknum.
Særúnu fannst myndin af Silvíu Nótt og Ágústu Evu stílhreinust í sömu stúlku en hún var mynduð af Valgarði Gíslasyni hjá Fréttablaðinu.
Dómnefnd var gagnrýnin á innsendar myndir og ljósmyndara, daglegt líf fólks ekki nógu vel skráð og það vantar áskoranir í landslagsljósmyndum.
Á neðri hæð var Páll Stefánsson með ýmsar myndir frá síðasta ári, m.a. frá Vatnajökli, Afríku og UNESCO myndir sínar en ég hef verið mikill aðdáandi nafna. Páll hefur verið víðförull og myndað víða um heim. Hann hefur verið með sýningu um lífið í Afríku. Um það segir hann í Fréttablaðinu í dag: "Fólkið þar er svo glaðvært og glatt og laust við tilgerð og því er einstaklega gaman að mynda það. Á Vesturlöndum er gjarnan dregin upp afar neikvæð mynd af Afríku. Okkur er bara sýnd hungursneyð, stríð og volæði. Mig langar því að sýna aðra og jákvæðari hlið á álfunni með myndum mínum."
Það er eflaust mikið til í þessum orðum hjá nafna. Ég vil bara benda á færslu um ljósmyndarann Eto's sem kom fyrr í vikunni.
Myndirnar hjá nafna eru í litlu formati og til sölu. Þær ná því ekki að njóta sín eins vel og efni standa til og ekkert hefur verið átt við þær en það sást á myndunum á efri hæðinni að PhotoShop hefur komið mikið við sögu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 9
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 107
- Frá upphafi: 236975
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar