Vínsmökkun í Ríki Vatnajökuls

Vínskólinn er merkilegur skóli. Þar er skemmtilegt að vera.

Námið þar dýpkar skilning nemanda á góðum veigum. Eitt af markmiðum Vínskólans er að fara í vínsmökkunarferðir. Ávallt er farið erlendis í slíkar ferðir enda lítið um vínrækt hér á landi. En nýlega sá ég mjög athyglisverða nýbreytni. Vínskólinn ætlar að fara í vínsmökkunarferð innanlands.

AfurdVatnajokullHvernig má það vera hægt, ekki er mikið um víngerð hér landi. En það býr meira á bakvið vínsmökkun en bragð vínsins. Það er samsetning matar og víns. Einnig menning viðkomandi staðar. Ísland hefur upp á mikið að bjóða í mat. T.d. osta, villibráð og allt sjávarfangið.  Því er spennandi að fylgjast með hvernig til tekst með vínsmökkunarferð í Ríki Vatnajökuls. Ég fékk neðangreind skilaboð frá Dominique, skólastjóra Vínskólans fyrir stuttu.

Vínsmökkunarferð innanlands?
Það er vel hægt og hópur er að fara í fyrsta skipti í eins konar óvissuferð norður á land, þar sem fléttað verður saman mat úr héraði (Matarkistu Skagafjarðar og Eyjafjarðar) með kvöldmáltíð á Hótel Varmahlíð og hjá Friðrík V, heimsókn í héruðunum og vínsmökkun með matnum. Auðvelt í framkvæmd, gefandi að skoða hvað landið hefur uppá að bjóða - og það er ótrúlega margt.
Ríki Vatnajökuls í Hornafirði hefur samskonar dagskrá í boði og ekki er sú sveit verr setin hvað matarkistu varðar.
Vínskólinn er stoltur að vera á báðum stöðum samstarfsaðili þeirra sem gera matnum úr sveitum landsins svona hátt undir höfði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 226003

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband