Ísland, Hong Kong norðursins

“Norður-Íshaf er hið eiginlega Miðjarðarhaf”!

Svo mælti Vilhjálmur Stefánsson (1879-1962), landkönnuður og mannfræðingur.

Íshafsleiðin  liggur á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs. Án hafíss væri þessi stysta leið milli heimshafanna tveggja fjölfarnasta siglingaleið jarðar!

Íshafsleiðin, var fyrst farin af rússneska skipinu Alexander Sibiryakov árið 1932. Frá Íslandi er þessi siglingaleið til Tokyo innan við 7000 sjómílur (18-20 dagar), en ef farið er um Suezskurðinn er hún um 12,500 sjómílur (34-36 daga sigling).

Í marz árið 2003  sótti ég málstofu hjá Umhverfisstofnun Háskóla Íslands. Þar voru frummælendur frummælendur Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofu ehf. og Dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur og verkefnisstjóri hafísrannsókna hjá Veðurstofu Íslands.  Fyrirlestur Gests og Þórs hafði mikil áhrif á mig og ég hef fylgst vel með umræðu um norðurheimsskautið síðan. Athyglisverðast fannst mér hve harkalega Gestur gagnrýndi stjórnvöld fyrir sofandahátt í aðgerðum varðandi siglingar um norðrið. Prestssonurinn var ekki eins gagnrýninn á stjórnvöld en sagði skemmtiega sögu frá Hveragerði. Þar var hann í afslöppun í hver. Þar var einnig staddur Japani. Sá erlendi endaði umræðuna ávallt á setningunni, "Ísland, Hong Kong norðursins". Jakob gekk á hann og spurði hvað hætt meinti. Japaninn benti honum á að þegar hægt yrði að sigla yfir Norðurpólinn þá myndi opnast miklir möguleikar fyrir Ísland. Síðar kom í ljós að sá erlendi var með margar gráður í hagfræði.

Vegna legu landsins á miðju Atlanshafi milli Evrópu og Ameríku skapast miklir möguleikar á að gera Ísland að öflugri umskipunarhöfn – Hong Kong norðursins, sérstaklega er horft til austurstrandar Bandaríkjanna. Einnig er hægt að aðstoða Rússa við að koma vörum sínum á markað, t.d. olíu, timbri og málmum.

Umskipunarhöfn

Í málstofunni lærði ég orðið umskipunarhöfn. En þar var sagt frá framtíðaráætlunum um siglinar um Íshafsleiðna.  Stefnan var sú að á árunum 2008-2010 verði flutt 10 milljón tonn um Íshafsleiðina og þó um Ísland færi ekki nema 5-10% af því þá yrði um gífurlega mikla flutninga að ræða.
mbl.is Norðvesturleiðin hefur opnast vegna bráðnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir góðar tilvitnanir og fína grein.

Ívar Pálsson, 15.9.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Var það ekki Þorsteinn Pálsson sem vildi gera umskipunarhöfn í Reykjavík á sínum tíma, ef minnið svíkur ekki var talað um Fríhöfn sem hefði verið nokkurn skonar undirbúningur undir það sem gæti orðið ef norðurleiðinn helst opinn.

Magnús Jónsson, 16.9.2007 kl. 00:54

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Takk Ívar og takk fyrir ábendinguna Magnús.

Ég man ekki eftir að hafa heyrt um Þorstein Pálsson og umskipunarhöfn. Ég leitaði í gagnasafni Moggans og fann ekkert um það efni. Leitin var frá árinu 1986.

Ég vil taka fram að Þór Jakobsson talaði um Norðausturleiðina  í erindi sínu en við förum brátt að heyra svipaðar fréttir af henni.  

Að lokum ætla ég að birta lista  yfir þau verkefni sem voru að mati Felix Katzman, varaforseti rússnesku samgönguakademíunnar nauðsynleg að ræða og finna lausn árið 2003.


1. Lög og reglur um Íshafsleiðina.
2. Endurnýjun ísbrjóta og stækkun ísbrjótaflotans.
3. Öryggi siglingaleiðar.
4. Þjóðir norðurslóða. Þjóðfélagsleg og hagræn vandamál.
5. Kennsla og þjálfun skipstjórnarmanna, veðurfræðinga, haffræðinga o.fl.
6. Iðnþróun á norðurslóð. Olía, gas, sjóflutningur varasamra efna, náttúruvernd.
7. Uppbygging margs kyns þjónustu á siglingaleiðinni.
8. Mál er varðar hina “alþjóðlegu leið”.

Sigurpáll Ingibergsson, 16.9.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 226331

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband