Blindur fær Sýn

Siðferðisþröskuldurinn er sífellt að lækka. Jón Gnarr, sá snillingur hefur  fótað í spor Spaugstofumanna og  tekur  biblíusögurnar inn í markaðssetningu 3G hjá Símanum.

Auglýsingin fer fyrir brjóstið á hinum strangtrúuðu. Ósmekklegt mælir biskup.  

Nú getur fólk tjáð skoðun sína, flutt viðskiptin frá Símanum til Vodafone. Það  er frjáls samkeppni. Það er það eina  sem eigendur Símans skilja.  Þá hugsa þeir sig tvisar næst þegar tvíræðir brandarar verða notaðir.

Annars er auglýsingin vel unnin og mikið í lagt. 


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Nú getur fólk tjáð skoðun sína, flutt viðskiptin frá Símanum til Vodafone. Það  er frjáls samkeppni."

Svo merkilega vill til að ég er einmitt í viðskiptum við þjóðkirkjuna, í formi skattpeninga. Ca. 4 milljarðar á ári, en samt þarf ég að borga prestum aukalega til þess að láta gifta mig, eða skíra börn. Geturðu bent mér á hvernig ég get hætt viðskiptum við þjóðkirkjuna ?  þar sem það á nú að vera frjáls samkeppni í trúmálum.

Svo er spurning hvort íslenska þjóðkirkjan, getur eitthvað sagt af eða á um hvað er siðlaust og hvað ekki. Eru þeir opinberir talsmenn Guðs ?

Ég hef ekki hingað til þurft að leita í byggingar úr gulli til þess að tala við Guð, ef ég hef átt eitthvað vantalað við hann, en ég hinsvegar hef þurft að borga undir gljálífið hjá þjóðkirkjunni síðustu árin.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 4.9.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: SG

"Geturðu bent mér á hvernig ég get hætt viðskiptum við þjóðkirkjuna ?"
Veistu ég held að þú getir óskað eftir að hætta að greiða til þjóðkirkjunar og látið sömu peninga renna til Háskóla Íslands. Gæti verið að ég sé að fara með einhverjar falskar sögusagnir, en ég hef frétt að þetta sé mögulegt.

Svo ég færi mig út í aðra sálma, fólk talar oft um að það þurfi sjálft ekki að leita til kirkju til þess að tala við Guð. Og þurfi þesvegna ekki að sækja í " byggingar úr gulli". Okei, hvað með hitt fólkið?

Margir sem lenda í einhverri slæmri lífsreynslu s.s. að missa náin ástvin, lenda í slysi, áneytjast fíkniefnum .. leita til kirkjunar vegna þess að það virðist frekar finna fyrir meiri nálægð við Guð í þar. Fólki finnst oft mjög þægilegt að tala við presta þegar það lendir á krossgötum og leita því til kirkju.

Það er ekki bara í kristinni trú þar sem tíðkast að byggja vegleg hús til að þóknast guði/um sínum. En það kemur málinu ekkert við hvort þau séu úr gulli eða ekki. Bara það að fólk hafi eitthvert að leita, vilji það þá á annað borð.

 Taka það fram að ég er enginn baráttumaður Kristitrúar, og ekki trúaður hvað það varðar. En mér þykir nokkuð ljóst að það er mikla hlýju hægt að fá með því að sækja kirkju.

SG, 4.9.2007 kl. 22:54

3 identicon

Já, mér skilst að segi maður sig úr þjóðkirkjunni greiði maður til HÍ í staðinn. Það er allt valið sem fólki býðst. Að fjármagna rekstur sjálfskipaðra umboðsmanna almættisins, eða þá sem stefna þangað og stunda nám í guðfræðideildinni.

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:25

4 Smámynd: gudni.is

Þetta er gert hjá Hagstofu Íslands, þ.e. að breyta skráningu einstaklinga gagnvart þjóðkirkjunni. Ég held ég fari pottþétt rétt með það að bæði er hægt að skrá sig í annað trúfélag en þjóðkirkjuna sem fær þá þessi svokölluðu sóknargjöld fyrir viðkomandi í staðin og einnig er hægt að segja sig bara úr þjóðkirkjunni og standa utan allra trúfélaga og þá rennur þetta gjald til Háskóla Íslands.

Ég persónulega flutti mig snemma á þessu ári úr þjóðkirkjunni yfir í Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu þannig að í mínu tilfelli þá fær Fíladelfía öll mín sóknargjöld og þjóðkirkjan ekki neitt frá mér.

Kveðja, Gudni.is

gudni.is, 6.9.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 226256

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband