Hólárjökull hörfar

Jöklarannsóknir mínar halda áfram. Ávallt þegar ég keyri framhjá Hólárjökli sem var einn af tignarlegum skriðjöklum úr Öræfajökli, þá smelli ég ljósmynd af honum. Hólárjökull er rétt austan við Hnappavelli. Hólá kemur frá honum.

Efri myndin var tekin 5. ágúst 2016 í súld. Neðri myndin er samsett og sú til vinstri tekin 16. júlí 2006 en hin þann 5. ágúst 2015.  Það sést glöggt að jökultungan hefur styst og jökullin þynnst, nánast horfið.  Rýrnun jöklanna er ein afleiðingin af hlýnun jarðar. 

Árið 2006 voru íslenskir jöklar útnefndir meðal sjö nýrra undra veraldar af sérfræðingadómstól þáttarins Good Morning America á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Íslensku jöklarnir urðu fyrir valinu vegna samspils síns við eldfjöllin sem leynast undir íshellunni.

Jöklarnir vita svo margt. Við erum að tapa þeim með ósjálfbærri hegðun okkar.

Hólárjökull 2016

 

Loftslagsbreytingar eru staðreynd og hitastig breytist með fordæmalausum hraða. Við þurfum að hafa miklar áhyggjur, jöklarnir bráðna og sjávarstaða hækkar með hækkandi hita og höfin súrna.

Draga þarf úr útblæstri jarðefnaeldsneytis og á meðan breytingarnar ganga yfir, þá þarf að kolefnisjafna. Annað hvort með gróðursetningu trjáa eða endurheimt votlendis.Einnig þarf að þróa nýja tækni.

 

 

 

 

 

Hólárjökull 5. ágúst 2016.

 

Hólárjökull 2006 og 2015

Jökulsporðurinn er nær horfinn. En hann hefur í fyrndinni náð að ryðja upp jökulruðningi og mynda garð.

Sjá:
Hólárjökull 2007 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/259538/
Hólárjökull 2008 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/611572/
Hólárjökull 2009 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/911196/
Hólárjökull 2011 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1192311/

Hólárjökull 2012 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1253486/

Hólárjökull 2015 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/1920380/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

 Lestu þessa ritgerð um málið. Þú munt örugglega sofa betur á eftir: http://vey.blog.is/blog/vey/entry/1639746/

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.8.2016 kl. 16:42

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ég man fyrir um 25 árum þegar Hólárjökull náði að tylla fingri niður á jafnsléttu. Hann hefur hopað gríðarlega mikið síðan!

Vilhjálmur, þetta er löng lesning hjá þér. Margt af því sem þú segir er rétt, en ýmislegt annað rangt eftir því sem ég best veit. Það varð t.d. engin 10 stiga hækkun á mannsaldri við lok síðasta jökulskeiðs. Munurinn á lægsta hita jökulskeiðs og hæsta hita núverandi hlýskeiðs er að vísu um 10 gráður, en sú hlýnun átti sér stað á mörg þúsund árum. Ég hef reyndar séð þessu haldið fram áður, misskilningurinn virðist til kominn vegna þess að borkjarnar á Grænlandskjökli sýna mjög snögga hækkun á mjög stuttum tíma, uþb. þegar Álftanesskeiðinu lauk hér á landi. Og þar er einmitt ástæðan komin: Ískjarninn mælir í raun yfirborðshita sjávar þar sem úrkoman gufaði upp sunnan Grænlands, en þar átti sér einmitt stað mikil hlýnun á yfirborði þegar Golfstraumurinn tók aftur við sér og olli lokum Álftanesskeiðsins. 

Og þessar furðuhugmyndir um að sandöldur Sahara hafi verið kornakrar á tímum Rómverja standast ekki heldur. Sahara var meira og minna eins og hún er núna, en norðanverð Afríka norðan Atlasfjalla var þá mjög grösug og gjafmild og var vissulega aðal forðabúr Rómverja. Þetta sama svæði stendur enn undir matvælaframleiðslu fyrir tæplega 100 milljón íbúa, margfalt fleiri en Rómverjar gátu brauðfætt af sama svæði.

Að Sahara eyðimörkin hafi verið á sínum stað á þeim tíma sést best á því að þar bjó ekki nokkur kjaftur og Rómverjar þurftu aldrei að verjast innrásum úr suðri.

Hlýnun veldur auðvitað meiri úrkomu, það er vel vitað, en sú úrkoma dreifist ekki jafnar - hún dreifist ójafnar ef eitthvað er. Eyðimerkursvæði hörfa frá miðbaug eins og hefur verið mælt beint, sem aftur þýðir aukna þurka við Miðjarðarhaf, nokkuð sem er þegar byrjað og vel skjalfest, og jafnvel í Evrópu vestanverðri þar sem úrkoma hefur minnkað mjög á Spáni.

Þegar síðustu ísöld lauk var ekki stundaður landbúnaður á jörðinni. Í dag lifa  um 7 milljarðir manna á landbúnaðarafurðum, lítilleg hlýnun getur valdið stórkostlegum skaða á landbúnaði tímabundið, en þegar líf manna liggur við er eitt ár langur tími. Orsakir uppreisnarinnar í Sýrlandi og víðar við sunnanvert Miðjarðarhaf voru m.a. langvarandi þurrkar sem höfðu hrakið smábændur til borganna. Þegar við bættist snögg hækkun matvælaverðs vegna óhentugs veðurfars í bæði BNA og Rússlandi urðu þær uppreisnir og byltingar sem enn standa yfir og dæla flóttamönnum til Evrópu. Frekari hlýnun mun aðeins auka á þann vanda.

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.8.2016 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 226009

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband