Einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls - áhættumat

Ég átti leið um Suðurland um Páskana, ferðaðist í bíl á milli Hornafjarðar og Reykjavíkur og það var geysileg umferð erlendra ferðamanna. Vandræði að fá bílastæði á vinsælum ferðamannastöðum. Enda ferðaþjónustan orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi og ferðamenn eiga góða þjónustu og tryggt öryggi skilið. En mest af þessu ágætu ferðamönnum hefur litla ökureynslu. Sumir hverjir eru nýbúnir að fá bílpróf fyrir Íslandsferð.

Vegagerðin mældi 83% aukningu á bílaumferð um Mýrdalssand milli marsmánaða. Er hræddur um að það fjármagn sem áætlað er í merkingar á einbreiðum brúm sé allt of naumt skammtað. Það þarf að gera þetta vel meðan brýrnar, svartblettir í umferðinni eru á Hringveginum.

Í Ríki Vatnajökuls er hættuástand vegna 21 einbreiðra brúa. Einbreiðar brýr voru ódýrari í byggingu, það er ástæðan fyrir tilveru  þeirra. Nú er öldin önnur. Ég tók mynd af öllum einbreiðu brúnum og framkvæmdi áhættumat og læt það fylgja með, ókeypis. Það er mín samfélagsleg ábyrgð.
Allar einbreiðu brýrnar lenda í hættuflokknum og 7 brýr eða þriðjungur lendir í flokknum dauðagildra.

Áhættumat einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls

Áhættumat sem sýnir einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls, 21 alls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 226006

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband