Tækifærin liggja í loftinu

Það var gleðileg frétt á visir.is í morgun um ákvörðun Bæjarráðs Hornafjarðar: "Yfirlýsing um loftslag".

„Með yfirlýsingunni ábyrgist sveitarfélagið að vinna ötullega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni og hvetja jafnframt íbúa og fyrirtæki til þátttöku,“ bókaði bæjarráðið og fól bæjarstjóranum að ganga frá samningnum við Landvernd.

Þetta er mjög gott grænt skref enda eru jöklarnir að hverfa fyrir framan nefið á Hornfirðingum og landið að lyftast um 10 mm á ári. Stóru skipin gætu lent í vandamálum í innsiglingunni innan fárra áratuga.

Með þessu verðar skaftfellsk fyrirtæki umhverfisvænni, þau munu innleiða umhverfisstefnu og huga að sjálfbærum rekstri. En eins og staðan er í dag þá sést umhverfisstefna hjá mjög fáum ferðaþjónustufyrirtækjum á Hornafirði.

Ef þú ætlar að breyta heiminum verður þú að byrja á því að breyta sjálfum þér. 

Á loftslagssýningu COP21 í Frakklandi var snjóbíll sem notaður var á Suðurskautslandinu en hann var rafknúinn. Veit ekki hvort hann henti fyrir ævintýraferðir á Vatnajökli en ég hugsaði heim er ég sá hann. Sótspor á jöklinum myndi minnka mjög mikið með sjálfbærri tækni. Rafmagn frá Smyrlu rétt fyrir neðan Jöklasel.

Snjóbíll

Snjóbíll á 8 hjólum eða beltum sem notaður var á Suðurskautslandinu. Í eigu Venturi. Drægni 40 km og hámarkshraði 25 km/klst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 226311

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband