#mittframlag

Hann var ánægjulegur föstudagurinn 4.september en þá fékk ég boð um að mæta í franska sendiráðið og taka á móti verðlaunum í ljósmyndakeppninni #mittframlag. Sendiherra Frakka og starfsfólk ásamt samstarfsaðilum verkefnisins voru mjög viðkunnanleg og hjálpleg enda ætla Frakkar að ná árangri á COP21 fundinum í byrjun desember. Verðlaunin voru ferð fyrir tvo til Parísar meðan fundurinn, sem gæti orðið mikivægasti fundur mannkyns, stendur yfir.

Eftir að hafa æft mig í frönsku yfir daginn var tekinn strætó, leið 5 niður í bæ. Farið út hjá BSÍ og gengið eftir Fríkirkjuveginum og meðfram Tjörninni. Ég var klæddur svörtum fötum, samt ekki á leið í jarðarför heldur í umhverfisvænstu litunum.

Hornfirðingar eru að upplifa loftslagsbreytingar með eigin augum. Jöklarnir sem hafa vakað yfir okkur í þúsund ár eru að hverfa. Fyrir nokkru voru þeir taldi ásamt eldfjöllum undir þeim til 7 undur veraldar. Píramídar okkar eru að hverfa fyrir framan nefið á okkur. Ég lagði mitt af mörkum til að stöðva þróunina í Ríki Vatnajökuls. Verðum að halda hitabreytingum undir 2 gráðum. Ég sendi inn mynd af Hólárjökli en ávallt þegar ég keyri framhjá honum tek ég mynd af skriðjöklinum hverfandi.

Ljósmyndin sem vann er verkefni sem ég hef unnið síðastliðin 9 ár og gæti talist sem endurljósmyndun. Aðferð sem gengur út á að taka gömul verk og endurvinna sömu sjónarhorn.

Hólárjökull - Vatnajökull

Mynd af Hólárjökli vinnur ljósmyndaleik. Samsett mynd af Hólarjökli frá 2006 til 2015.

Dómnefnd ljósmyndaleiksins Mitt framlag hefur valið mynd Sigurpáls Ingibergssonar af Hólarjökli sigurvegara í ljósmyndaleiknum #MittFramlag. Dómnefndin taldi að samsettar myndir Sigurpáls af Hólarjökli sem teknar eru með tíu ára millibili sýni í hnotskurn áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.
Vísindamenn telja að 80 af jöklum á Íslandi muni bráðna fyrir lok þessarar aldar. Því er spáð að Langjökull, næststærsti jökull landsins, hverfi innan hálfrar annarar aldar.
Sigurvegarinn í vali dómnefndar hlýtur ferð fyrir tvo til Parísar á meðan COP21, Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, stendur yfir í desember. Icelandair og franska sendiráðið á Íslandi gáfu vinninginn og hefur Sigurpáll og gestur hans tök á að heimsækja ýmsa viðburði í tengslum við loftslagsráðstefnuna.
Alls bárust 154 ljósmyndir í ljósmyndaleikinn. Tilgangurinn var að vekja almenning til vitundar um lofslagsbreytingar. Engin skilyrði voru um val á myndefni að öðru leyti en því að myndirnar skyldu minna með einum eða öðrum hætti á loftslagsbreytingar.
Myndum var hlaðið inn á á netið með Instagram, Twitter og Facebook og á vefsíðu leiksins, www.mittframlag.is
Ljósmyndaleikurinn var haldinn í samvinnu Evrópustofu, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Umhverfisstofnunar, Sendiráðs Fraklands á Íslandi, Reykjavíkurborgar, Kapals - markaðsráðgjafar og UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Ég er ákaflega stoltur að því að hafa unnið ljósmyndakeppnina og þarna náð að sameina tvö áhugamál mín, ljósmyndum og umhverfismál. Veit að myndin hefur haft áhrif á fólk og vakið upp umræðu. Gef allan höfundarétt og vonandi fá komandi kynslóðir að njóta þess. 

Tæknilega séð er myndin ekki mikið afrek, það má ýmislegt finna að henni en sagan sem hún geymir er áhrifarík. Segir meira en þúsund orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Til hamingju með þetta!

Emil Hannes Valgeirsson, 6.9.2015 kl. 20:50

2 identicon

Hjartanlega til hamingju.

Eigðu frábæra Frakklandsferð. smile

Þóra Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2015 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 226303

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband