Kakóið í páskaegginu

Æ, nú skemmir maður kannski páskastemminguna. En maður kemst ekki hjá því að rifja upp hvaðan súkkulaðið kemur sem er í páskaegginu og hvernig það var framleitt.

Sá grein í The Guardian um slæmar aðstæður kakóbænda á Fílabeinsströndinni og Ghana en 60% af kakóbaunum heimsins koma þaðan. Þar er mikið byggt á vinnu barna, 1,5 milljón barna vinna við að koma vörunni á markað, annað orð yfir þessa vinnu er barnaþrælkun.

Dæmigerður kakóbóndi fær aðeins 6,6% af verði afurðarinnar í sinn hlut og vinnuaðstæður eru slæmar.

Verst er að heyra að ef aðeins 1% af 86 milljón dollara markaðskostnaði væri notað til að styrkja bændur þá myndu kjör þeirra bætast gífurlega.

Þrír risar eru á páskaeggjamarkaðnum íslenska, Nói-Síríus, Góa og Freyja. Aðeins eitt er með verkefni fyrir bændur en það er Nói-Síríus.Súkkulaði frá þeim er QPP framleitt. QPP (Quality partner program) gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt.

Freyja og Góa gefa ekki upp neina vottun á sínum vefsíðum. Þau vinna ekki að samfélagslegri ábyrgð.

Vona að þið njótið páskanna en pælið í þessu og skrifið íslenskum páskaeggjaframleiðendum bréf og biðjið um stefnu þeirra um siðræna vottun í aðfangakeðjunni.

Ég naut betur páskaeggs #2 frá Nóa-Síríus þegar ég las um QPP verkefnið.

cocoa-beans

Kakóbaun sem súkkulaðið í páskaegginu er unnið úr.

Tenglar:

http://www.theguardian.com/business/2015/apr/04/cheap-chocolate-cocoa-farmers-africa-easter-eggs?CMP=fb_gu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 226328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband